Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júlí 2023 12:10 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Ívar Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi. Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir milljarða hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða, Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða og Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir að þessi hagnaður bankanna komi honum því miður ekki á óvart. „Þegar vextir Seðlabankans hækkuðu þá hækkuðu allir bankarnir sína vexti og það endar náttúrulega bara sem hagnaður hjá bönkunum,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru nú í 8,75 prósentum en þeir hafa hækkað þrettán sinnum í röð. Verðbólga hefur lækkað á undanförnum mánuðum og er nú komin niður í 7,6 prósent. „Með lækkandi verðbólgu þá vonum við að Seðlabankinn lækki vexti og líka að bankarnir lækki sína vexti. Við sjáum að það er ekkert í vegi fyrir því að bankarnir lækki álögur á viðskiptavini sína, núna þegar þeir skila þessum methagnaði.“ Borð fyrir báru hjá bönkunum Breki bendir á að kallað hefur verið eftir aðhaldi til að stemma stigu við verðbólgunni. Hann segir að bankarnir séu ekki undanskildir því. „Í árferðinu eins og það er, þegar neytendur eru að greiða himinháa vexti þá verðum við að kalla eftir aðhaldi hjá öllum, ekki bara hjá neytendum og sumum fyrirtækjum heldur öllum fyrirtækjum.“ Hagnaður bankanna sýni að það sé svigrúm til lækkana hjá þeim. „Það er augljóslega borð fyrir báru hjá bönkunum að lækka vexti miðað við þessar hagnaðartölur og við bara höldum áfram að hvetja þá til þess að lækka þá.“ Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Íslenskir bankar Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir milljarða hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða, Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða og Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir að þessi hagnaður bankanna komi honum því miður ekki á óvart. „Þegar vextir Seðlabankans hækkuðu þá hækkuðu allir bankarnir sína vexti og það endar náttúrulega bara sem hagnaður hjá bönkunum,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru nú í 8,75 prósentum en þeir hafa hækkað þrettán sinnum í röð. Verðbólga hefur lækkað á undanförnum mánuðum og er nú komin niður í 7,6 prósent. „Með lækkandi verðbólgu þá vonum við að Seðlabankinn lækki vexti og líka að bankarnir lækki sína vexti. Við sjáum að það er ekkert í vegi fyrir því að bankarnir lækki álögur á viðskiptavini sína, núna þegar þeir skila þessum methagnaði.“ Borð fyrir báru hjá bönkunum Breki bendir á að kallað hefur verið eftir aðhaldi til að stemma stigu við verðbólgunni. Hann segir að bankarnir séu ekki undanskildir því. „Í árferðinu eins og það er, þegar neytendur eru að greiða himinháa vexti þá verðum við að kalla eftir aðhaldi hjá öllum, ekki bara hjá neytendum og sumum fyrirtækjum heldur öllum fyrirtækjum.“ Hagnaður bankanna sýni að það sé svigrúm til lækkana hjá þeim. „Það er augljóslega borð fyrir báru hjá bönkunum að lækka vexti miðað við þessar hagnaðartölur og við bara höldum áfram að hvetja þá til þess að lækka þá.“
Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Íslenskir bankar Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira