„Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2023 22:00 Selenskí segir úkraínsku þjóðina hvorki munu gleyma öllu því sem Rússar hafa gert, né heldur muni hún fyrirgefa það. Skrifstofa forseta Úkraínu Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. Igor Konasjenkov, varnarmálaráðherra Rússa, greindi frá því í daglegu upplýsingaávarpi í morgun að Rússum hefði í gær tekist að eyðileggja stjórnstöðina með skipulagðri eldflaugaárás á borgina, sem er í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segja á hinn bóginn að eldflaugar Rússa hafi lent á íbúðablokk, og gereyðilagt efstu hæðina. Níu almennir borgarar hafi særst í árásinni, þar af tvö börnb á táningsaldri. Þá hafi eldflaug einnig hæft nærliggjandi tóma byggingu í eigu úkraínsku leyniþjónustunnar. Selenskí ferðast um landið Volodímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þjóð sína í dag og sagði Rússa munu fá að gjalda fyrir hverja árás sem þeir fremja. „Vinnu eftir eldflaugaárás gærdagsins var lokið strax í morgun. Níu særðust, þar á meðal tvö börn og unglingar. Allir fengu nauðsynlega hjálp. Fyrir hverja slíka árás, fyrir öll hryðjuverk Rússa, mun óvinurinn sannarlega finna fyrir mætti réttlætisins. Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann sendi frá sér í dag. Selenskí heimsótti í dag úkraínska sérsveitarhermenn í Bakmút í austurhluta Úkraínu, þar sem hart hefur verið barist að undanförnu. Þar sagði hann hvern einasta hermann úr hópi þeirra vera hetjur, og að fólk gerði sér ekki grein fyrir þeim hetjudáðum sem þeir drýgðu og þeim fórnum sem þeir færðu. Forsetinn og teymi hans stöðvuðu einnig á bensínstöð á ferð sinni í dag, þar sem fjöldi fólks bað hann ýmist um myndir eða eiginhandaráritun á úkraínska fánann. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Igor Konasjenkov, varnarmálaráðherra Rússa, greindi frá því í daglegu upplýsingaávarpi í morgun að Rússum hefði í gær tekist að eyðileggja stjórnstöðina með skipulagðri eldflaugaárás á borgina, sem er í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segja á hinn bóginn að eldflaugar Rússa hafi lent á íbúðablokk, og gereyðilagt efstu hæðina. Níu almennir borgarar hafi særst í árásinni, þar af tvö börnb á táningsaldri. Þá hafi eldflaug einnig hæft nærliggjandi tóma byggingu í eigu úkraínsku leyniþjónustunnar. Selenskí ferðast um landið Volodímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þjóð sína í dag og sagði Rússa munu fá að gjalda fyrir hverja árás sem þeir fremja. „Vinnu eftir eldflaugaárás gærdagsins var lokið strax í morgun. Níu særðust, þar á meðal tvö börn og unglingar. Allir fengu nauðsynlega hjálp. Fyrir hverja slíka árás, fyrir öll hryðjuverk Rússa, mun óvinurinn sannarlega finna fyrir mætti réttlætisins. Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann sendi frá sér í dag. Selenskí heimsótti í dag úkraínska sérsveitarhermenn í Bakmút í austurhluta Úkraínu, þar sem hart hefur verið barist að undanförnu. Þar sagði hann hvern einasta hermann úr hópi þeirra vera hetjur, og að fólk gerði sér ekki grein fyrir þeim hetjudáðum sem þeir drýgðu og þeim fórnum sem þeir færðu. Forsetinn og teymi hans stöðvuðu einnig á bensínstöð á ferð sinni í dag, þar sem fjöldi fólks bað hann ýmist um myndir eða eiginhandaráritun á úkraínska fánann.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“