„Augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 07:01 Felix Bergsson ásamt eiginmanni sínum Baldri Þórhallssyni. Felix ræddi við blaðamann um eftirminnilega Gleðigöngu árið 2000. Instagram @felixbergsson „Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna. Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Aðrir tímar og lítill sýnileiki „Ég á ótal minningar tengdar Hinsegin dögum en ætli sú sterkasta sé ekki frá árinu 2000 þegar við gengum gleðigöngu í fyrsta sinn frá Hlemmi og niður Laugaveginn. Ég hafði verið viðstaddur hátíðina 1993 þegar við gengum í fyrsta sinn en þorði þá ekki í gönguna. Hópurinn var fámennur og ég nýlega kominn út úr skápnum. Það voru aðrir tímar og sýnileiki ekki mikill. Ég er enn stoltur af vinum mínum og félögum sem þorðu og gengu um miðborgina og hrópuðu og sungu árin 1993 og 1994,“ segir Felix. Hann bætir við að hátíðin hafi svo lognast út af og var ekki gengið aftur fyrr en árið 2000. „Þá var ég kominn í staðfesta samvist með eiginmanni mínum Baldri og við bjuggum ásamt börnunum okkar á Vesturgötunni. Það var kvíðahnútur í maganum þennan laugardagsmorgun 12. ágúst þegar við drukkum morgunkaffið og ræddum daginn framundan. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í en vorum þó ákveðnir í að ganga að þessu sinni með félögum okkar. Hvað myndi gerast? Myndi einhver mæta? Yrðu kannski einhverjir þarna til að ráðast á okkur eða sýna okkur fyrirlitningu?“ Felix og Baldur gengu í staðfesta samvist 31. desember 1999.Facebook: Felix Bergsson „Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur“ Felix segir kvíðahnútinn hafa stækkað þegar nær dróg göngunni. „Við Baldur gengum upp Hverfisgötuna í hádeginu og héldum á stórum regnbogafánum sem við höfðum undirbúið og sett á kústsköft. Kvíðahnúturinn stækkaði bara. Það voru svo fáir á ferli í miðborginni! Þetta yrði hræðileg niðurlæging! Uppi við Hlemm voru göngufólk að hafa sig til. Það var dálítill hópur en ekki stór. Það var frekar kalt í veðri. Skýjað. Heimir Már, Þorvaldur Kristins og aðrir forsvarsmenn voru í óðaönn að raða hinum fáu vögnum upp og skipuleggja hvar aðrir ættu að staðsetja sig. Leðurhommar hér, lesbíur á mótorhjólum fremst, Coco í brúðarkjól, Hanna María og Árni Pétur í álfabúningum, skápar á vagni, fjöldinn allur af vinum með regnbogafána, blöðruormur aftast. Dúndrandi tónlist. Það var gleði í loftinu en samt alvarleiki því við vissum að það var komið að ögurstund. Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur. Svo sló klukkan tvö og gangan mjakaðist af stað.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Augnablik sem gerði allt þess virði Næstu augnablikum lýsir Felix sem ógleymanlegum. „Ég man ekkert hvar við Baldur vorum í göngunni en ég gleymi aldrei þeirri mynd sem blasti við þegar við komum fyrir hornið á Hlemmi. Þúsundir samborgara okkar voru mættir á Laugaveginn til að fylgjast með göngunni, gleðjast með okkur og brosa. Þetta var svo ótrúlegt. Í minningunni braust sólin fram. Fyrst og fremst voru nágrannar okkar mætt til sýna stuðning sinn, segja okkur að við værum með, við værum hluti af samfélagi sem tæki okkur eins og við værum. Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði. Þetta er augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi. Þetta var augnablikið sem gerði það allt þess virði.“ Hinsegin Gleðigangan Ástin og lífið Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Aðrir tímar og lítill sýnileiki „Ég á ótal minningar tengdar Hinsegin dögum en ætli sú sterkasta sé ekki frá árinu 2000 þegar við gengum gleðigöngu í fyrsta sinn frá Hlemmi og niður Laugaveginn. Ég hafði verið viðstaddur hátíðina 1993 þegar við gengum í fyrsta sinn en þorði þá ekki í gönguna. Hópurinn var fámennur og ég nýlega kominn út úr skápnum. Það voru aðrir tímar og sýnileiki ekki mikill. Ég er enn stoltur af vinum mínum og félögum sem þorðu og gengu um miðborgina og hrópuðu og sungu árin 1993 og 1994,“ segir Felix. Hann bætir við að hátíðin hafi svo lognast út af og var ekki gengið aftur fyrr en árið 2000. „Þá var ég kominn í staðfesta samvist með eiginmanni mínum Baldri og við bjuggum ásamt börnunum okkar á Vesturgötunni. Það var kvíðahnútur í maganum þennan laugardagsmorgun 12. ágúst þegar við drukkum morgunkaffið og ræddum daginn framundan. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í en vorum þó ákveðnir í að ganga að þessu sinni með félögum okkar. Hvað myndi gerast? Myndi einhver mæta? Yrðu kannski einhverjir þarna til að ráðast á okkur eða sýna okkur fyrirlitningu?“ Felix og Baldur gengu í staðfesta samvist 31. desember 1999.Facebook: Felix Bergsson „Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur“ Felix segir kvíðahnútinn hafa stækkað þegar nær dróg göngunni. „Við Baldur gengum upp Hverfisgötuna í hádeginu og héldum á stórum regnbogafánum sem við höfðum undirbúið og sett á kústsköft. Kvíðahnúturinn stækkaði bara. Það voru svo fáir á ferli í miðborginni! Þetta yrði hræðileg niðurlæging! Uppi við Hlemm voru göngufólk að hafa sig til. Það var dálítill hópur en ekki stór. Það var frekar kalt í veðri. Skýjað. Heimir Már, Þorvaldur Kristins og aðrir forsvarsmenn voru í óðaönn að raða hinum fáu vögnum upp og skipuleggja hvar aðrir ættu að staðsetja sig. Leðurhommar hér, lesbíur á mótorhjólum fremst, Coco í brúðarkjól, Hanna María og Árni Pétur í álfabúningum, skápar á vagni, fjöldinn allur af vinum með regnbogafána, blöðruormur aftast. Dúndrandi tónlist. Það var gleði í loftinu en samt alvarleiki því við vissum að það var komið að ögurstund. Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur. Svo sló klukkan tvö og gangan mjakaðist af stað.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Augnablik sem gerði allt þess virði Næstu augnablikum lýsir Felix sem ógleymanlegum. „Ég man ekkert hvar við Baldur vorum í göngunni en ég gleymi aldrei þeirri mynd sem blasti við þegar við komum fyrir hornið á Hlemmi. Þúsundir samborgara okkar voru mættir á Laugaveginn til að fylgjast með göngunni, gleðjast með okkur og brosa. Þetta var svo ótrúlegt. Í minningunni braust sólin fram. Fyrst og fremst voru nágrannar okkar mætt til sýna stuðning sinn, segja okkur að við værum með, við værum hluti af samfélagi sem tæki okkur eins og við værum. Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði. Þetta er augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi. Þetta var augnablikið sem gerði það allt þess virði.“
Hinsegin Gleðigangan Ástin og lífið Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira