Tóku málin í eigin hendur og hreinsuðu sóðalega grenndarstöð Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. júlí 2023 13:02 Teiti og Marteini blöskraði aðkoman og tóku málin í eigin hendur. Vísir/Vésteinn/Teitur Atlason Íbúar Vesturbæjar hafa síðustu daga farið með ógrynni af sorpi, sem safnast hefur upp við grenndargámana, í Sorpu, í von um að borgaryfirvöld bregðist við. Þeir segja að enginn hvati sé til þess að setja pappa í pappagám þegar ruslið flæði um allt. Teitur Atlason, íbúi í Vesturbænum, segist hættur að nenna að kvarta í borgaryfirvöldum eins og hann hefur gert í nær þrjátíu ár, og því tekið málin í eigin hendur. „Af því að þessir grenndargámar eru að fyllast grunsamlega hratt og tæmdir grunsamlega seint,“ segir hann. Þegar fréttamaður náði tali af honum sagðist hann hafa farið með fulla kerru af rusli í Sorpu í gær og aftur í dag. Teitur bendir á að hann hafi sjálfur þurft að borga fyrir þær ferðir. Grenndargámarnir við JL-húsið í morgun. Aðkoman er ljót.Teitur Atlason Hann jánkar, aðspurður hvort sumarið hafi að einhverju leyti farið í sorpuferðir fyrir nágranna sína. „Að minnsta kosti hluti af því. Mig langar bara að leggja mig fram við það að búa í almennilegri borg.“ Subbuleg umgengni skapi meiri sóðaskap Teitur segir það pottþétt að hann muni leggja sér leið að grenndargámunum á nýjan leik en þó í öðrum tilgangi. „Ég mun koma hérna aftur en þá með skilti og leiðbeiningar til fólks svo það átti sig á þessu og svo þarf líka að tala við aðilana sem reka þessa gáma. Það þarf að fjölga gámum hérna. Það þarf að vera fatagámur hérna og þetta þarf að vera snyrtilegra. Ef þetta er subbulegt, eins og þetta er núna, þá gengur fólk um subbulega. Ef þetta er snyrtilegt þá gengur fólk snyrtilega um. Þetta er lögmál.“ Meðal annars leyndust sprautunálar í sorpfjöllunum við gámana. Vísir/Vésteinn Til að mynda segist hann í þrígang hafa sent Rauða krossinum bréf varðandi fatagáminn sem staðsettur er á Sundlaugartúninu. „Sá gámur fyllist á tveimur dögum og það er fullt af allskonar fatapokum fyrir utan með tilheyrandi sóðaskap.“ Þá segir hann Rauða krossinn enn ekki hafa brugðist við fyrirspurnunum. Aðkoman var allt önnur þegar félagarnir höfðu lokið verki sínu. Vísir/Vésteinn Martin Jónas Björn Swift segir þá staðráðna í að koma sorpmálunum í réttan farveg. „En á meðan þetta er svona lélegt þá er þetta bara að bæta utan á sig. Fólk sér hérna ruslahauga og skilur eftir rusl.“ Hann segir markmiðið vera að koma sorpstöðinni í aðlaðandi stand þannig að erfitt verði að leggja frá sér fyrsta ruslapokann. „Það held ég að geti verið fyrsta skrefið meðan við erum að koma þessu í samt lag,“ segir hann. „Það þarf stundum bara að allt þorpið komi saman og lagi hlutina. Og það er bara þannig hérna í Vesturbænum.“ Sorphirða Reykjavík Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Teitur Atlason, íbúi í Vesturbænum, segist hættur að nenna að kvarta í borgaryfirvöldum eins og hann hefur gert í nær þrjátíu ár, og því tekið málin í eigin hendur. „Af því að þessir grenndargámar eru að fyllast grunsamlega hratt og tæmdir grunsamlega seint,“ segir hann. Þegar fréttamaður náði tali af honum sagðist hann hafa farið með fulla kerru af rusli í Sorpu í gær og aftur í dag. Teitur bendir á að hann hafi sjálfur þurft að borga fyrir þær ferðir. Grenndargámarnir við JL-húsið í morgun. Aðkoman er ljót.Teitur Atlason Hann jánkar, aðspurður hvort sumarið hafi að einhverju leyti farið í sorpuferðir fyrir nágranna sína. „Að minnsta kosti hluti af því. Mig langar bara að leggja mig fram við það að búa í almennilegri borg.“ Subbuleg umgengni skapi meiri sóðaskap Teitur segir það pottþétt að hann muni leggja sér leið að grenndargámunum á nýjan leik en þó í öðrum tilgangi. „Ég mun koma hérna aftur en þá með skilti og leiðbeiningar til fólks svo það átti sig á þessu og svo þarf líka að tala við aðilana sem reka þessa gáma. Það þarf að fjölga gámum hérna. Það þarf að vera fatagámur hérna og þetta þarf að vera snyrtilegra. Ef þetta er subbulegt, eins og þetta er núna, þá gengur fólk um subbulega. Ef þetta er snyrtilegt þá gengur fólk snyrtilega um. Þetta er lögmál.“ Meðal annars leyndust sprautunálar í sorpfjöllunum við gámana. Vísir/Vésteinn Til að mynda segist hann í þrígang hafa sent Rauða krossinum bréf varðandi fatagáminn sem staðsettur er á Sundlaugartúninu. „Sá gámur fyllist á tveimur dögum og það er fullt af allskonar fatapokum fyrir utan með tilheyrandi sóðaskap.“ Þá segir hann Rauða krossinn enn ekki hafa brugðist við fyrirspurnunum. Aðkoman var allt önnur þegar félagarnir höfðu lokið verki sínu. Vísir/Vésteinn Martin Jónas Björn Swift segir þá staðráðna í að koma sorpmálunum í réttan farveg. „En á meðan þetta er svona lélegt þá er þetta bara að bæta utan á sig. Fólk sér hérna ruslahauga og skilur eftir rusl.“ Hann segir markmiðið vera að koma sorpstöðinni í aðlaðandi stand þannig að erfitt verði að leggja frá sér fyrsta ruslapokann. „Það held ég að geti verið fyrsta skrefið meðan við erum að koma þessu í samt lag,“ segir hann. „Það þarf stundum bara að allt þorpið komi saman og lagi hlutina. Og það er bara þannig hérna í Vesturbænum.“
Sorphirða Reykjavík Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira