„Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2023 14:37 Mávar eru ekki allra og eiga undir högg að sækja að sögn Jóhanns. Fuglafræðingur segir aukinn ágang máva á höfuðborgarsvæðinu og kvartanir vegna þeirra vera árlegan viðburð. Ungar séu að komast á legg og þeir stundi gjarnan áhættusamari hegðun en eldri mávar. Hann segir máva eiga erfitt uppdráttar, líkt og aðra sjófugla, þeir þurfi á sínu plássi og gjarnan verða fyrir barðinu á því sem hann kallar tegundarasisma. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa rætt aukinn ágang máva á hverfishópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Meðal annars hafa íbúar rætt læti í mávum í vesturbæ Reykjavíkur og þá hefur verið athugað með hreiður á toppi fjölbýlishúsa í Sjálandshverfi í Garðabæ vegna fjölda máva. „Þetta er þessi árlega umræða,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, í samtali við Vísi. Mikil umræða átti sér stað um máva í mannabyggð í fyrra en Garðbæingar sögðust langþreyttir á ástandinu og veltu einhverjir því upp hvort mávar væru árasargjarnari en áður. Jóhann Óli segir síst meira um máva í mannabyggð nú en síðustu ár. Upp úr 2005 hafi sílarmávar í auknum mæli sótt í mannabyggð eftir að stofnar sandsílis hrundu en ástandið svo aftur skánað rúmum tíu árum síðar. „En þetta hefur alltaf verið reytingur af fuglum sem mætir í bæina. Sérstaklega á tímum sem þessum þegar ungarnir eru komnir, þá eru þeir meira áberandi. Þeir eru vitlausir, háværir, frekir og ekki búnir að læra á lífið.“ Frekar dapurt ástand hjá sjófuglum Jóhann Óli ræddi ástand sjófugla við fréttastofu fyrir tveimur árum síðan. Þá hvatti hann til þess að þeir væru friðaðir og sagði ástand þeirra dapurt, þeim hefði fækkað mikið vegna hlýnandi sjávarhita. „Þetta stefnir allt niður á við hjá mávum rétt eins og öðrum sjófuglum. Þetta er allt frekar dapurt. Það er þó mismunandi eftir því hvaða tegund er um að ræða en sex tegundir verpa hér á landi. Svartbaknum hefur fækkað. Sílarmávurinn virðist lafa og hettumávurinn er í sæmilegu standi.“ Jóhann Óli segir neikvæðri umræðu um máva reglulega skjóta upp kollinum og þá sérstaklega á þessum tíma árs. Mávar fari í taugarnar á fólki. „Við köllum þetta stundum tegundarasisma. Þetta eru meira og minna fordómar. Þeir fara í taugarnar á fólki en þetta er í flestum tilvikum indælir fuglar. Það er einn og einn erfiður, að næla sér jafnvel í unga og það fer enn meira í taugarnar á fólki.“ Ljóst sé að svöng dýr leiti sér að æti. Mávar geri þannig engan greinarmun á steik á grilli, brauði við tjörnina sem eigi að fara til anda, eða annars mat. „Þetta er árlegur söngur. Við þurfum alltaf að hafa eitthvað til að kvarta yfir. Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri, eða þá tófan,“ segir Jóhann á léttum nótum. Jóhann Óli hefur miklar áhyggjur af stöðu sjófugla við Ísland. Fuglar Garðabær Reykjavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa rætt aukinn ágang máva á hverfishópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Meðal annars hafa íbúar rætt læti í mávum í vesturbæ Reykjavíkur og þá hefur verið athugað með hreiður á toppi fjölbýlishúsa í Sjálandshverfi í Garðabæ vegna fjölda máva. „Þetta er þessi árlega umræða,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, í samtali við Vísi. Mikil umræða átti sér stað um máva í mannabyggð í fyrra en Garðbæingar sögðust langþreyttir á ástandinu og veltu einhverjir því upp hvort mávar væru árasargjarnari en áður. Jóhann Óli segir síst meira um máva í mannabyggð nú en síðustu ár. Upp úr 2005 hafi sílarmávar í auknum mæli sótt í mannabyggð eftir að stofnar sandsílis hrundu en ástandið svo aftur skánað rúmum tíu árum síðar. „En þetta hefur alltaf verið reytingur af fuglum sem mætir í bæina. Sérstaklega á tímum sem þessum þegar ungarnir eru komnir, þá eru þeir meira áberandi. Þeir eru vitlausir, háværir, frekir og ekki búnir að læra á lífið.“ Frekar dapurt ástand hjá sjófuglum Jóhann Óli ræddi ástand sjófugla við fréttastofu fyrir tveimur árum síðan. Þá hvatti hann til þess að þeir væru friðaðir og sagði ástand þeirra dapurt, þeim hefði fækkað mikið vegna hlýnandi sjávarhita. „Þetta stefnir allt niður á við hjá mávum rétt eins og öðrum sjófuglum. Þetta er allt frekar dapurt. Það er þó mismunandi eftir því hvaða tegund er um að ræða en sex tegundir verpa hér á landi. Svartbaknum hefur fækkað. Sílarmávurinn virðist lafa og hettumávurinn er í sæmilegu standi.“ Jóhann Óli segir neikvæðri umræðu um máva reglulega skjóta upp kollinum og þá sérstaklega á þessum tíma árs. Mávar fari í taugarnar á fólki. „Við köllum þetta stundum tegundarasisma. Þetta eru meira og minna fordómar. Þeir fara í taugarnar á fólki en þetta er í flestum tilvikum indælir fuglar. Það er einn og einn erfiður, að næla sér jafnvel í unga og það fer enn meira í taugarnar á fólki.“ Ljóst sé að svöng dýr leiti sér að æti. Mávar geri þannig engan greinarmun á steik á grilli, brauði við tjörnina sem eigi að fara til anda, eða annars mat. „Þetta er árlegur söngur. Við þurfum alltaf að hafa eitthvað til að kvarta yfir. Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri, eða þá tófan,“ segir Jóhann á léttum nótum. Jóhann Óli hefur miklar áhyggjur af stöðu sjófugla við Ísland.
Fuglar Garðabær Reykjavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira