Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2023 13:56 Elon Musk, eigandi X Corp, hefur lengi titlað sjálfan sig sem baráttumann fyrir málfrelsi. AP/Marcio Jose Sanchez Forsvarsmenn samtaka sem vakta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum segja að þeim hafi borist hótunarbréf frá lögmönnum X Corp, áður Twitter. Í bréfinu segja lögmenn X Corp að samtökin The Center for Countering Digital Hate (CCDH) séu að reyna að skaða samfélagsmiðilinn sem nú heitir X og hóta þeir að höfða mál gegn samtökunum. Samtökin eru sökuð um að segja ósatt um samfélagsmiðilinn og um að reyna að fæla auglýsendur frá því að kaupa auglýsingar á X. Í frétt New York Times segir að CCDH hafi birt skýrslu í júní þar því var haldið fram að rasismi og hommahatur hafi verið leyft á samfélagsmiðlinum, þó það eigi að vera stefna fyrirtækisins að slíkt sé bannað og að umræddar færslur hafi verið tilkynntar til X. Vísað er til þessarar skýrslu í bréfinu og er því haldið fram að markmiðið sé að valda X skaða. Í bréfinu er CCDH gagnrýnt fyrir að greina ekki allar færslur á Twitter, eins og samfélagsmiðillinn hét þá en skýrslan byggði á greiningu á hundrað mismunandi reikningum sem borga áskriftargjald að Twitter. Þá halda lögmennirnir því fram að samtökin CCDH séu fjármögnum af samkeppnisaðilum X og erlendum ríkisstjórnum. Segja bréfið fáránlegt Imran Ahmed, sem stýrir CCDH, segir hótunarbréfið vera augljósa tilraun til að þagga í gagnrýnisröddum og liður á áætlunum Elons Musk, eiganda X, til að laða auglýsendur aftur til samfélagsmiðilsins. Þá segir Ahmed að samtökin taki ekki við styrkjum frá tæknifyrirtækjum eða ríkisstjórnum. Samtökin hafa svarað bréfi lögmanna X Corp en svarbréfið má finna hér. Í því segja lögmenn CCDH að bréfið frá X sé fáránlegt og staðhæfingarnar í því eigi ekki við rök að styðjast. Augljóst sé að því sé ætlað að hræða fólk við rannsóknir á hatursorðræðu. Vísað er til áðurnefndrar skýrslu og tekið fram að hún byggði á greiningu á hundrað tístum sem innihéldu hatursorðræðu, eins og rasisma, gyðingahatur, hommahatur og annarskonar orðræðu sem fari gegn notendaskilmálum Twitter. Lögmennirnir segja að eftir að CCDH birti skýrsluna hafi ekki verið gripið til neinna aðgerða varðandi færslurnar á miðlinum sem nú heitir X. Þess í stað hafi verið ákveðið að skjóta sendiboðann og reyna að ógna CCDH. Þá segja lögmenn CCDH að hótun lögmanna X Corp um rannsókn á því hvort samtökin séu vísvitandi að reyna að valda samfélagsmiðlafyrirtækinu skaða sé innihaldslaus þvæla. Lögmennirnir segja enn fremur að CCDH muni verja sig gegn lögsóknum og samtökin verði ekki þvinguð með þessum hætti til að gera eitt eða annað. Hafa hótað fleiri lögsóknum Lögmenn Musk hafa sent þó nokkur bréf sem þessi að undanförnu. Eitt var sent til forstjóra Microsoft í maí, þar sem fyrirtækið var sakað um að nýta sér gögn frá Twitter. Fyrr í þessum mánuði var svo sambærilegt bréf sent til Meta, sem á Facebook og Instagram, vegna samfélagsmiðilsins Threads. Sjá einnig: Twitter hótar lögsókn Bréf hafa einnig verið send til fyrrverandi starfsmanna Twitter, notenda og annarra. Gengur illa að ná aftur til auglýsenda Eins og frægt er keypti Musk Twitter í fyrra á 44 milljarða dala en það samsvarar tæpum sex billjónum króna, miðað við gengið í dag. Eftir að hann skrifaði undir kaupsamning reyndi Musk ítrekað að komast undan honum og sleppa við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter meðal annars um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Við kaupin stigmögnuðust skuldir Twitter og vaxtagreiðslur hækkuðu til muna. Þá hefur Musk sagt upp meira en helmingi starfsmanna fyrirtækisins og hefur hann verið sakaður um að greiða ekki reikninga og leigu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hleypti Musk notendum sem höfðu verið bannaðir á Twitter aftur þar inn en eftirlitsaðilar hafa varað við því að hatursorðræða hafi aukist verulega á samfélagsmiðlinum. Verulega hefur dregið úr auglýsingatekjum fyrirtækisins og hefur Musk reynt að laða þá aftur til X, en með takmörkuðum árangri. Einnig hefur verið dregið verulega úr aðgengi rannsakenda eins og CCDH að gögnum Twitter frá því Musk tók við stjórn fyrirtækisins. Twitter Bandaríkin Tengdar fréttir Vill skipta fuglinum út fyrir X Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi Twitter, tilkynnti í nótt að senn muni Twitter kveðja helsta vörumerki sitt og „alla fuglana“ í kjölfarið. Breytinga gæti verið að vænta strax í dag. 23. júlí 2023 13:59 Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. 6. júlí 2023 09:09 Musk takmarkar tíst á Twitter Twitter hefur tímabundið takmarkað fjölda tísta sem notendur geta lesið á hverjum degi. 1. júlí 2023 21:16 Twitter gefur eftir og hleypir fulltrúum ESB í höfuðstöðvarnar Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter hafa samþykkt að fara að nýrri löggjöf Evrópusambandsins sem skikkar fyrirtækin til að grípa til ýmissa ráðstafana til að sporna við falsfréttum, áróðri og glæpastarfsemi á miðlunum. 23. júní 2023 13:06 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samtökin eru sökuð um að segja ósatt um samfélagsmiðilinn og um að reyna að fæla auglýsendur frá því að kaupa auglýsingar á X. Í frétt New York Times segir að CCDH hafi birt skýrslu í júní þar því var haldið fram að rasismi og hommahatur hafi verið leyft á samfélagsmiðlinum, þó það eigi að vera stefna fyrirtækisins að slíkt sé bannað og að umræddar færslur hafi verið tilkynntar til X. Vísað er til þessarar skýrslu í bréfinu og er því haldið fram að markmiðið sé að valda X skaða. Í bréfinu er CCDH gagnrýnt fyrir að greina ekki allar færslur á Twitter, eins og samfélagsmiðillinn hét þá en skýrslan byggði á greiningu á hundrað mismunandi reikningum sem borga áskriftargjald að Twitter. Þá halda lögmennirnir því fram að samtökin CCDH séu fjármögnum af samkeppnisaðilum X og erlendum ríkisstjórnum. Segja bréfið fáránlegt Imran Ahmed, sem stýrir CCDH, segir hótunarbréfið vera augljósa tilraun til að þagga í gagnrýnisröddum og liður á áætlunum Elons Musk, eiganda X, til að laða auglýsendur aftur til samfélagsmiðilsins. Þá segir Ahmed að samtökin taki ekki við styrkjum frá tæknifyrirtækjum eða ríkisstjórnum. Samtökin hafa svarað bréfi lögmanna X Corp en svarbréfið má finna hér. Í því segja lögmenn CCDH að bréfið frá X sé fáránlegt og staðhæfingarnar í því eigi ekki við rök að styðjast. Augljóst sé að því sé ætlað að hræða fólk við rannsóknir á hatursorðræðu. Vísað er til áðurnefndrar skýrslu og tekið fram að hún byggði á greiningu á hundrað tístum sem innihéldu hatursorðræðu, eins og rasisma, gyðingahatur, hommahatur og annarskonar orðræðu sem fari gegn notendaskilmálum Twitter. Lögmennirnir segja að eftir að CCDH birti skýrsluna hafi ekki verið gripið til neinna aðgerða varðandi færslurnar á miðlinum sem nú heitir X. Þess í stað hafi verið ákveðið að skjóta sendiboðann og reyna að ógna CCDH. Þá segja lögmenn CCDH að hótun lögmanna X Corp um rannsókn á því hvort samtökin séu vísvitandi að reyna að valda samfélagsmiðlafyrirtækinu skaða sé innihaldslaus þvæla. Lögmennirnir segja enn fremur að CCDH muni verja sig gegn lögsóknum og samtökin verði ekki þvinguð með þessum hætti til að gera eitt eða annað. Hafa hótað fleiri lögsóknum Lögmenn Musk hafa sent þó nokkur bréf sem þessi að undanförnu. Eitt var sent til forstjóra Microsoft í maí, þar sem fyrirtækið var sakað um að nýta sér gögn frá Twitter. Fyrr í þessum mánuði var svo sambærilegt bréf sent til Meta, sem á Facebook og Instagram, vegna samfélagsmiðilsins Threads. Sjá einnig: Twitter hótar lögsókn Bréf hafa einnig verið send til fyrrverandi starfsmanna Twitter, notenda og annarra. Gengur illa að ná aftur til auglýsenda Eins og frægt er keypti Musk Twitter í fyrra á 44 milljarða dala en það samsvarar tæpum sex billjónum króna, miðað við gengið í dag. Eftir að hann skrifaði undir kaupsamning reyndi Musk ítrekað að komast undan honum og sleppa við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter meðal annars um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Við kaupin stigmögnuðust skuldir Twitter og vaxtagreiðslur hækkuðu til muna. Þá hefur Musk sagt upp meira en helmingi starfsmanna fyrirtækisins og hefur hann verið sakaður um að greiða ekki reikninga og leigu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hleypti Musk notendum sem höfðu verið bannaðir á Twitter aftur þar inn en eftirlitsaðilar hafa varað við því að hatursorðræða hafi aukist verulega á samfélagsmiðlinum. Verulega hefur dregið úr auglýsingatekjum fyrirtækisins og hefur Musk reynt að laða þá aftur til X, en með takmörkuðum árangri. Einnig hefur verið dregið verulega úr aðgengi rannsakenda eins og CCDH að gögnum Twitter frá því Musk tók við stjórn fyrirtækisins.
Twitter Bandaríkin Tengdar fréttir Vill skipta fuglinum út fyrir X Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi Twitter, tilkynnti í nótt að senn muni Twitter kveðja helsta vörumerki sitt og „alla fuglana“ í kjölfarið. Breytinga gæti verið að vænta strax í dag. 23. júlí 2023 13:59 Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. 6. júlí 2023 09:09 Musk takmarkar tíst á Twitter Twitter hefur tímabundið takmarkað fjölda tísta sem notendur geta lesið á hverjum degi. 1. júlí 2023 21:16 Twitter gefur eftir og hleypir fulltrúum ESB í höfuðstöðvarnar Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter hafa samþykkt að fara að nýrri löggjöf Evrópusambandsins sem skikkar fyrirtækin til að grípa til ýmissa ráðstafana til að sporna við falsfréttum, áróðri og glæpastarfsemi á miðlunum. 23. júní 2023 13:06 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vill skipta fuglinum út fyrir X Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi Twitter, tilkynnti í nótt að senn muni Twitter kveðja helsta vörumerki sitt og „alla fuglana“ í kjölfarið. Breytinga gæti verið að vænta strax í dag. 23. júlí 2023 13:59
Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. 6. júlí 2023 09:09
Musk takmarkar tíst á Twitter Twitter hefur tímabundið takmarkað fjölda tísta sem notendur geta lesið á hverjum degi. 1. júlí 2023 21:16
Twitter gefur eftir og hleypir fulltrúum ESB í höfuðstöðvarnar Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter hafa samþykkt að fara að nýrri löggjöf Evrópusambandsins sem skikkar fyrirtækin til að grípa til ýmissa ráðstafana til að sporna við falsfréttum, áróðri og glæpastarfsemi á miðlunum. 23. júní 2023 13:06