Ágúst sagður taka við eftir brottreksturinn: „Held að Gústi smellpassi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 07:31 Ágúst Gylfason stýrði síðast Stjörnunni en var sagt upp störfum í maí. Nú virðist hann vera að taka við Fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ágúst Gylfason, sem fyrr í sumar var rekinn frá Stjörnunni, mun að öllum líkindum snúa aftur í Bestu deildina í fótbolta sem þjálfari Fram. Þetta kom fram í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Framarar ráku félagsmanninn mikla Jón Sveinsson á dögunum vegna slaks gengis liðsins í sumar en Fram situr í fallsæti með 14 stig eftir 17 umferðir. Næsti leikur liðsins er mikilvægur slagur við Fylki eftir viku og þá gæti nýr þjálfari verið kominn í brúna. „Samkvæmt nýjustu heimildum, frá því í dag [í gær] segir sagan að Ágúst Gylfason sé mjög nálægt því að skrifa undir samning við Framara. Ágúst Gylfason er að sjálfsögðu fyrrum leikmaður Fram og væri líklega eðlilegasta lausnin,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í þætti gærkvöldsins en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Þjálfaramál Framara Ágúst lék með Fram á árunum 1999-2003 eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann hefur stýrt liðum Fjölnis, Breiðabliks, Gróttu og Stjörnunnar í efstu deild. „Ég bjóst bara við að það væri búið að tilkynna hann sem þjálfara. Um leið og þetta gerðist þá beið maður eftir því að það kæmi tilkynning um að hann væri að fara að taka við þessu. Það kæmi mér á óvart ef það yrði einhver annar en hann,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni í gær og bætti við: „Ég held að Gústi yrði mjög flottur fyrir Framarana. Og ef hann fær þann stuðning sem hann þarf, til að setja sitt mark á liðið… Fram er í dag rosalega flottur klúbbur. Þessi aðstaða sem þeir eru með og sagan sem þeir eru með, þetta er mjög flottur klúbbur.“ Ragnar vill þjálfa liðið áfram Albert Brynjar Ingason var sammála Lárusi um að Ágúst væri góður kostur: „Ég held að Gústi smellpassi í það sem þeir þurfa þarna. Það þarf stemningu þarna. Við höfum talað um að þetta hefur verið svolítið flatt undanfarið. Það þarf að rífa þennan hóp upp aðeins og Gústi er fullkominn í það,“ sagði Albert. Albert sagði vin sinn Ragnar Sigurðsson sömuleiðis tilbúinn í að þjálfa liðið en Ragnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins á þessu tímabili og stýrir því þessa dagana ásamt Aðalsteini Aðalsteinssyni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Framarar ráku félagsmanninn mikla Jón Sveinsson á dögunum vegna slaks gengis liðsins í sumar en Fram situr í fallsæti með 14 stig eftir 17 umferðir. Næsti leikur liðsins er mikilvægur slagur við Fylki eftir viku og þá gæti nýr þjálfari verið kominn í brúna. „Samkvæmt nýjustu heimildum, frá því í dag [í gær] segir sagan að Ágúst Gylfason sé mjög nálægt því að skrifa undir samning við Framara. Ágúst Gylfason er að sjálfsögðu fyrrum leikmaður Fram og væri líklega eðlilegasta lausnin,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í þætti gærkvöldsins en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Þjálfaramál Framara Ágúst lék með Fram á árunum 1999-2003 eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann hefur stýrt liðum Fjölnis, Breiðabliks, Gróttu og Stjörnunnar í efstu deild. „Ég bjóst bara við að það væri búið að tilkynna hann sem þjálfara. Um leið og þetta gerðist þá beið maður eftir því að það kæmi tilkynning um að hann væri að fara að taka við þessu. Það kæmi mér á óvart ef það yrði einhver annar en hann,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni í gær og bætti við: „Ég held að Gústi yrði mjög flottur fyrir Framarana. Og ef hann fær þann stuðning sem hann þarf, til að setja sitt mark á liðið… Fram er í dag rosalega flottur klúbbur. Þessi aðstaða sem þeir eru með og sagan sem þeir eru með, þetta er mjög flottur klúbbur.“ Ragnar vill þjálfa liðið áfram Albert Brynjar Ingason var sammála Lárusi um að Ágúst væri góður kostur: „Ég held að Gústi smellpassi í það sem þeir þurfa þarna. Það þarf stemningu þarna. Við höfum talað um að þetta hefur verið svolítið flatt undanfarið. Það þarf að rífa þennan hóp upp aðeins og Gústi er fullkominn í það,“ sagði Albert. Albert sagði vin sinn Ragnar Sigurðsson sömuleiðis tilbúinn í að þjálfa liðið en Ragnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins á þessu tímabili og stýrir því þessa dagana ásamt Aðalsteini Aðalsteinssyni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira