Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 20:15 Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði, segir mælingar sýna fram á aukna fíkniefnaneyslu hér á landi. Vísir/Arnar Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. Níu hafa verið handteknir í tengslum við fjögur mál í tengslum við innflutning á kókaíni á síðustu tveimur vikum. Sex þeirra sæta gæsluvarðhaldi vegna málanna en hinir þrír ganga lausir með stöðu sakbornings. Um er að ræða Íslendinga og erlenda ríkisborgara á aldrinum 25 til 50 ára. Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og hefur notið aðstoðar sérsveitar og tollgæslunnar. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við HÍ, ræddi málaflokkinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að sé afbrotatölfræði lögreglunnar skoðuð sé ljóst að fíkniefnamálum hefur fjölgað á síðustu árum. Fjölgað eftir heimsfaraldur „Og var að fjölga alveg þar til í Covid, þegar þeim snarfækkaði og svo hefur þeim fjölgað mikið eftir Covid. Þá einmitt getur maður spurt sig: Hvað er í gangi?“ Hægt sé að spyrja sig hvort fíkniefnaneysla á Íslandi sé að aukast, hvort hún sé mikil hér á landi í samanburði við aðrar borgir og þjóðir en einnig hvort að einfaldlega sé hægt að útskýra aukinn fjölda með því að lögreglan sé að verða færari í að rannsaka slík mál og stöðva innflutning fíkniefna. „Af því að við heyrum auðvitað ekki af þeim málum þar sem innflutningurinn heppnast fyrir fíkniefnasalann. En ef við skoðum annarskonar mælingar eins skólpið á höfuðborgarsvæðinu, frárennslið, þá sjáum við að mælingar á því styðja þessa sömu sögu, það er að segja, fíkniefnaneysla hefur verið aukast að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, töluvert, þá sérstaklega kókaínneysla og þá er amfetamínneysla líka mikil.“ Neyslan sé ekkert minni en í öðrum stórborgum í Evrópu. Mikil eftirspurn sé eftir því að komast í vímu á Íslandi. Þetta eru áreiðanleg gögn, þessi skólpgögn? „Já. Þetta eru nokkuð áreiðanleg gögn og sýna hversu mikil neyslan er og hversu sterk efnin eru sem eru í notkun.“ Fíkniefnabrot Lögreglumál Skólp Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Níu hafa verið handteknir í tengslum við fjögur mál í tengslum við innflutning á kókaíni á síðustu tveimur vikum. Sex þeirra sæta gæsluvarðhaldi vegna málanna en hinir þrír ganga lausir með stöðu sakbornings. Um er að ræða Íslendinga og erlenda ríkisborgara á aldrinum 25 til 50 ára. Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og hefur notið aðstoðar sérsveitar og tollgæslunnar. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við HÍ, ræddi málaflokkinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að sé afbrotatölfræði lögreglunnar skoðuð sé ljóst að fíkniefnamálum hefur fjölgað á síðustu árum. Fjölgað eftir heimsfaraldur „Og var að fjölga alveg þar til í Covid, þegar þeim snarfækkaði og svo hefur þeim fjölgað mikið eftir Covid. Þá einmitt getur maður spurt sig: Hvað er í gangi?“ Hægt sé að spyrja sig hvort fíkniefnaneysla á Íslandi sé að aukast, hvort hún sé mikil hér á landi í samanburði við aðrar borgir og þjóðir en einnig hvort að einfaldlega sé hægt að útskýra aukinn fjölda með því að lögreglan sé að verða færari í að rannsaka slík mál og stöðva innflutning fíkniefna. „Af því að við heyrum auðvitað ekki af þeim málum þar sem innflutningurinn heppnast fyrir fíkniefnasalann. En ef við skoðum annarskonar mælingar eins skólpið á höfuðborgarsvæðinu, frárennslið, þá sjáum við að mælingar á því styðja þessa sömu sögu, það er að segja, fíkniefnaneysla hefur verið aukast að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, töluvert, þá sérstaklega kókaínneysla og þá er amfetamínneysla líka mikil.“ Neyslan sé ekkert minni en í öðrum stórborgum í Evrópu. Mikil eftirspurn sé eftir því að komast í vímu á Íslandi. Þetta eru áreiðanleg gögn, þessi skólpgögn? „Já. Þetta eru nokkuð áreiðanleg gögn og sýna hversu mikil neyslan er og hversu sterk efnin eru sem eru í notkun.“
Fíkniefnabrot Lögreglumál Skólp Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent