Vilja selja Nökkva í eina af fimm bestu deildum heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2023 09:00 Nökkvi Þeyr Þórisson var markakóngur og besti leikmaður Bestu deildar karla á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét Nökkvi Þeyr Þórisson segir að sú vegferð sem St. Louis City ætli fyrir hann hafi orðið til þess að hann gekk í raðir félagsins. Það ætlar að selja hann í eina af fimm bestu deildum Evrópu. Nökkvi skrifaði undir tveggja ára samning við St. Louis á dögunum með möguleika á eins árs framlengingu. Bandaríska félagið keypti hann frá Beerschot í belgísku B-deildinni. „Fyrir tímabilið var ég búinn að ákveða að ef við færum ekki upp myndi ég skoða mig um. Einhver lið sem höfðu áhuga poppuðu upp eins og gengur og gerist. St. Louis kom inn í myndina í sumar, ég fór á fund með þeim og þetta var of spennandi verkefni til að segja nei. Ég var ákveðinn á St. Louis strax eftir að ég átti fund með þeim og gaf þeim grænt ljós á að fara í viðræður við Beerschot,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. En hvað var það sem heillaði Nökkva við St. Louis? „Markmiðin þeirra eru nákvæmlega í takti við markmiðin mín. Þeir vilja fá leikmann til að þróast og selja svo aftur til Evrópu í stærstu fimm deildirnar. Það heillaði mig mjög mikið að þeir vildu hjálpa mér að þroskast og þróast sem leikmaður og taka næstu skrefin á ferlinum. Þeir sögðu réttu hlutina og eftir fundinn var ég mjög ákveðinn að þetta væri fullkomið skref fyrir mig,“ sagði Nökkvi. Nökkvi kom með beinum hætti að ellefu mörkum með Beerschot á síðasta tímabili.getty/Isosport Hann lék eitt tímabil með Beerschot í belgísku B-deildinni og gerði vel þrátt fyrir að liðið hafi ekki komist upp í úrvalsdeildina. „Mér persónulega gekk mjög vel. Liðið fór í gegnum erfiða kafla en ég spilaði alla leiki og flestar mínútur af öllum. Ég skoraði allt í allt átta mörk og lagði upp þrjú. Persónulega var þetta gott tímabil þótt ég hafi viljað fara upp með liðinu. En það gekk ekki upp. Við áttum erfiðan kafla frá janúar og fram í mars sem varð til að við misstum af lestinni. Við vorum efstir í janúar en síðan tók við erfiður sjö leikja kafli,“ sagði Nökkvi. Nökkvi skoraði sautján mörk í Bestu deildinni í fyrra.vísir/hulda margrét Dalvíkingurinn segist vera að taka nokkuð stórt skref fram á við með því að fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum þangað sem þekktir leikmenn hafa flykkst að undanförnu, meðal annars sjálfur Lionel Messi. „Það er margt að gerast í þessari deild. Styrkleikastigið er mjög gott og Messi rífur þetta upp á miklu hærra plan. Svo verður HM þarna 2026. Ég fór með opinn huga á fundinn með þeim en eftir fundinn var ég mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Nökkvi. Lionel Messi leikur með Inter Miami eins og fleiri stjörnur.getty/Megan Briggs St. Louis hefur gengið vel á sínu fyrsta tímabili í MLS og er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með fjögurra stiga forskot. Markmið liðsins eru skýr. „Það er mikill meðbyr með liðinu og það er klárlega markmiðið að fara í alla leiki til að vinna. Þeir földu það ekkert að þeir vilja fara alla leið. Það var heillandi að fara í lið með háleit markmið og vill standa sig vel. Svo teiknuðu þeir upp mjög flott plan fyrir það sem þeir vilja gera fyrir mig þannig þetta small allt saman,“ sagði Nökkvi sem býst við því að vera kominn með leikheimild með St. Louis þegar keppni í MLS hefst á ný eftir sumarfrí. St. Louis fær Austin í heimsókn 21. ágúst. Bandaríski fótboltinn Belgíski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Nökkvi skrifaði undir tveggja ára samning við St. Louis á dögunum með möguleika á eins árs framlengingu. Bandaríska félagið keypti hann frá Beerschot í belgísku B-deildinni. „Fyrir tímabilið var ég búinn að ákveða að ef við færum ekki upp myndi ég skoða mig um. Einhver lið sem höfðu áhuga poppuðu upp eins og gengur og gerist. St. Louis kom inn í myndina í sumar, ég fór á fund með þeim og þetta var of spennandi verkefni til að segja nei. Ég var ákveðinn á St. Louis strax eftir að ég átti fund með þeim og gaf þeim grænt ljós á að fara í viðræður við Beerschot,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. En hvað var það sem heillaði Nökkva við St. Louis? „Markmiðin þeirra eru nákvæmlega í takti við markmiðin mín. Þeir vilja fá leikmann til að þróast og selja svo aftur til Evrópu í stærstu fimm deildirnar. Það heillaði mig mjög mikið að þeir vildu hjálpa mér að þroskast og þróast sem leikmaður og taka næstu skrefin á ferlinum. Þeir sögðu réttu hlutina og eftir fundinn var ég mjög ákveðinn að þetta væri fullkomið skref fyrir mig,“ sagði Nökkvi. Nökkvi kom með beinum hætti að ellefu mörkum með Beerschot á síðasta tímabili.getty/Isosport Hann lék eitt tímabil með Beerschot í belgísku B-deildinni og gerði vel þrátt fyrir að liðið hafi ekki komist upp í úrvalsdeildina. „Mér persónulega gekk mjög vel. Liðið fór í gegnum erfiða kafla en ég spilaði alla leiki og flestar mínútur af öllum. Ég skoraði allt í allt átta mörk og lagði upp þrjú. Persónulega var þetta gott tímabil þótt ég hafi viljað fara upp með liðinu. En það gekk ekki upp. Við áttum erfiðan kafla frá janúar og fram í mars sem varð til að við misstum af lestinni. Við vorum efstir í janúar en síðan tók við erfiður sjö leikja kafli,“ sagði Nökkvi. Nökkvi skoraði sautján mörk í Bestu deildinni í fyrra.vísir/hulda margrét Dalvíkingurinn segist vera að taka nokkuð stórt skref fram á við með því að fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum þangað sem þekktir leikmenn hafa flykkst að undanförnu, meðal annars sjálfur Lionel Messi. „Það er margt að gerast í þessari deild. Styrkleikastigið er mjög gott og Messi rífur þetta upp á miklu hærra plan. Svo verður HM þarna 2026. Ég fór með opinn huga á fundinn með þeim en eftir fundinn var ég mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Nökkvi. Lionel Messi leikur með Inter Miami eins og fleiri stjörnur.getty/Megan Briggs St. Louis hefur gengið vel á sínu fyrsta tímabili í MLS og er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með fjögurra stiga forskot. Markmið liðsins eru skýr. „Það er mikill meðbyr með liðinu og það er klárlega markmiðið að fara í alla leiki til að vinna. Þeir földu það ekkert að þeir vilja fara alla leið. Það var heillandi að fara í lið með háleit markmið og vill standa sig vel. Svo teiknuðu þeir upp mjög flott plan fyrir það sem þeir vilja gera fyrir mig þannig þetta small allt saman,“ sagði Nökkvi sem býst við því að vera kominn með leikheimild með St. Louis þegar keppni í MLS hefst á ný eftir sumarfrí. St. Louis fær Austin í heimsókn 21. ágúst.
Bandaríski fótboltinn Belgíski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira