Lömbin þagna Tómas Ellert: Tómasson skrifar 3. ágúst 2023 08:00 Ýmsir þingmenn, ráðherrar og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar hafa undanfarið verið að tjá sig um núverandi ríkisstjórnarsamstarf á hinum ýmsu miðlum. Ráðherrarnir sem náðst hefur til eru vel sáttir með samstarfið og þau fríðindi sem stólarnir veita þeim. Hinir láta svo líta út fyrir að vera argir út í aðild sína og síns flokks að samstarfinu og hafa látið púðurskotin dynja á flokk sínum, samstarfsflokkum og jafnvel á sjálfum sér. Það virðist einnig sammerkt þeim sem tilheyra ríkisstjórnarflokkunum að þeir telji samstarfið mikilvægara fyrir þjóðina en þjóðin sjálf telur það vera. Það hafa skoðanakannanir sýnt að undanförnu. Um margt minnir orðræða og hegðun stjórnarliða á geitunginn sem var að fljúga yfir tún eitt að sumarlagi. Geitungurinn var þreyttur og til að hvíla sig settist hann á oddinn á einu horni nauts sem stóð þar og tuggði gras í mestu makindum. Eftir að geitungurinn hafði hvílt sig stutta stund á horninu bjóst hann til flugs. En áður en hann fór bað hann nautið afsökunar á því að hafa notað hornið hans sem hvíldarstað. „Þú hlýtur að vera mjög ánægður með að ég sé á förum,“ sagði hann. „Ekkert breyst hjá mér,“ svaraði nautið. „Ég vissi ekki einu sinni að þú værir þarna.“ Eða með öðrum orðum, ríkisstjórnin sér sjálfa sig stærri og mikilvægari fyrir þjóðina með sínum augum en þjóðin sér hana með sínum eigin augum. Og krafturinn í púðurskotunum fer einnig hratt dvínandi líkt og eldgosið við Litla hrút. Lömbunum hefur nefnilega verið skipað að þagna. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir þingmenn, ráðherrar og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar hafa undanfarið verið að tjá sig um núverandi ríkisstjórnarsamstarf á hinum ýmsu miðlum. Ráðherrarnir sem náðst hefur til eru vel sáttir með samstarfið og þau fríðindi sem stólarnir veita þeim. Hinir láta svo líta út fyrir að vera argir út í aðild sína og síns flokks að samstarfinu og hafa látið púðurskotin dynja á flokk sínum, samstarfsflokkum og jafnvel á sjálfum sér. Það virðist einnig sammerkt þeim sem tilheyra ríkisstjórnarflokkunum að þeir telji samstarfið mikilvægara fyrir þjóðina en þjóðin sjálf telur það vera. Það hafa skoðanakannanir sýnt að undanförnu. Um margt minnir orðræða og hegðun stjórnarliða á geitunginn sem var að fljúga yfir tún eitt að sumarlagi. Geitungurinn var þreyttur og til að hvíla sig settist hann á oddinn á einu horni nauts sem stóð þar og tuggði gras í mestu makindum. Eftir að geitungurinn hafði hvílt sig stutta stund á horninu bjóst hann til flugs. En áður en hann fór bað hann nautið afsökunar á því að hafa notað hornið hans sem hvíldarstað. „Þú hlýtur að vera mjög ánægður með að ég sé á förum,“ sagði hann. „Ekkert breyst hjá mér,“ svaraði nautið. „Ég vissi ekki einu sinni að þú værir þarna.“ Eða með öðrum orðum, ríkisstjórnin sér sjálfa sig stærri og mikilvægari fyrir þjóðina með sínum augum en þjóðin sér hana með sínum eigin augum. Og krafturinn í púðurskotunum fer einnig hratt dvínandi líkt og eldgosið við Litla hrút. Lömbunum hefur nefnilega verið skipað að þagna. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar