Nýtti orð stjóra Man. Utd til sigurs á liðinu Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 08:30 Newcastle-menn fagna seinna marki sínu gegn Manchester United í sigrinum mikilvæga í apríl. Getty/Stu Forster Í broti úr nýrri heimildaþáttaröð Amazon um enska knattspyrnufélagið Newcastle má sjá þegar stjóri liðsins, Eddie Howe, nýtti ummæli kollega síns hjá Manchester United, Eriks ten Hag, til að hvetja sína leikmenn til dáða. Newcastle hafði orðið að sætta sig við 2-0 tap gegn Manchester United á Wembley í úrslitaleik deildabikarsins á síðustu leiktíð, en fagnaði svo sigri í deildarleik liðanna á St James‘ Park í apríl. Sá sigur hjálpaði Newcastle að enda í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í tvo áratugi. Fyrir leikinn í Newcastle breytti Howe út af vananum í ræðu sinni í búningsklefanum og vitnaði í Ten Hag sem hafði gagnrýnt Newcastle og sagt liðið vera pirrandi andstæðing sem reyndi allt til að hægja á leiknum. „Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Ef þeir vilja hraðan leik, komandi hingað, þá skulum við f***ing gefa þeim hann. Við skulum vera ákafir í öllu sem við gerum, og gera þetta að hröðum leik. Áfram nú!“ sagði Howe eins og sjá má í klippunni hér að neðan. EXCLUSIVE CLIP Eddie Howe found extra motivation for his players when @NUFC faced Man Utd 5 weeks after their cup final clash We Are Newcastle United, coming to Prime Video from 11 August pic.twitter.com/QvHLcfX9PK— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) August 3, 2023 Ræðan virðist hafa borið árangur því Newcastle vann 2-0 eftir mörk frá Joe Willock og Callum Wilson. Eftir leikinn nýtti svo samfélagsmiðladeild Newcastle tækifærið til að skjóta á Ten Hag, með skrifum um að ekki hefði nú þurft að tefja neitt í þessum leik og að sumum gæti þótt „pirrandi“ að mæta Allan Saint-Maximin sem átti frábæran leik. Ummæli Ten Hag féllu í aðdraganda úrslitaleiks deildabikarsins en þá var boltinn að meðaltali aðeins búinn að vera í leik í 51 mínútu og 47 sekúndur í leikjum Newcastle. Það var næstminnsti tími hjá liði í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Leeds, og höfðu stjórar Liverpool og Arsenal einnig lýst óánægju sinni með leikaðferð Newcastle-liðsins, eftir því sem fram kemur í grein Daily Mail. Þættirnir um Newcastle koma út á Amazon Prime 11. ágúst, degi áður en liðið mætir Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United mætir hins vegar Wolves í fyrsta leik, 14. ágúst. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Newcastle hafði orðið að sætta sig við 2-0 tap gegn Manchester United á Wembley í úrslitaleik deildabikarsins á síðustu leiktíð, en fagnaði svo sigri í deildarleik liðanna á St James‘ Park í apríl. Sá sigur hjálpaði Newcastle að enda í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í tvo áratugi. Fyrir leikinn í Newcastle breytti Howe út af vananum í ræðu sinni í búningsklefanum og vitnaði í Ten Hag sem hafði gagnrýnt Newcastle og sagt liðið vera pirrandi andstæðing sem reyndi allt til að hægja á leiknum. „Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Ef þeir vilja hraðan leik, komandi hingað, þá skulum við f***ing gefa þeim hann. Við skulum vera ákafir í öllu sem við gerum, og gera þetta að hröðum leik. Áfram nú!“ sagði Howe eins og sjá má í klippunni hér að neðan. EXCLUSIVE CLIP Eddie Howe found extra motivation for his players when @NUFC faced Man Utd 5 weeks after their cup final clash We Are Newcastle United, coming to Prime Video from 11 August pic.twitter.com/QvHLcfX9PK— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) August 3, 2023 Ræðan virðist hafa borið árangur því Newcastle vann 2-0 eftir mörk frá Joe Willock og Callum Wilson. Eftir leikinn nýtti svo samfélagsmiðladeild Newcastle tækifærið til að skjóta á Ten Hag, með skrifum um að ekki hefði nú þurft að tefja neitt í þessum leik og að sumum gæti þótt „pirrandi“ að mæta Allan Saint-Maximin sem átti frábæran leik. Ummæli Ten Hag féllu í aðdraganda úrslitaleiks deildabikarsins en þá var boltinn að meðaltali aðeins búinn að vera í leik í 51 mínútu og 47 sekúndur í leikjum Newcastle. Það var næstminnsti tími hjá liði í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Leeds, og höfðu stjórar Liverpool og Arsenal einnig lýst óánægju sinni með leikaðferð Newcastle-liðsins, eftir því sem fram kemur í grein Daily Mail. Þættirnir um Newcastle koma út á Amazon Prime 11. ágúst, degi áður en liðið mætir Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United mætir hins vegar Wolves í fyrsta leik, 14. ágúst.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira