Brosti út að eyrum eftir að hafa fengið áritun frá Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2023 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir gefur hér unga aðdáandanum áritun í gær. @crossfitgames Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekki aðeins allt sitt í keppnina á heimsleikunum í CrossFit heldur gefur hún líka mikið af sér til áhugasamra áhorfenda í Madison. CrossFit samtökin náðu því á myndband í gær þegar Anníe hitti ungan aðdáenda sem vildi mikið hitta íslensku stjörnuna. Þessi unga stúlka brosti út að eyrum þegar Anníe gaf sér tíma til að tala aðeins við hana og gaf henni síðan eiginhandaráritun. „Tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, Anníe Þórisdóttir, að búa til minningar á CrossFit leikunum,“ stóð á Instagram síðu heimsleikanna með myndbandinu af Anníe og unga aðdáandanum. „Sjáið þetta bros,“ stóð líka inn á myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það fer ekkert á milli mála sem fylgjast með heimsleikunum að Anníe er einn allra vinsælasti keppandinn. Það er ekki aðeins sú staðreynd að hún hefur verið við toppinn lengur en umrædd stúlka hefur verið á lífi heldur einnig hvernig hún kemur fram, bæði við keppinautana og þá sem fylgjast með. Bros og gleði Anníe eru smitandi og það er ekkert skrýtið að hún heilli jafn unga sem aldna enn eitt árið. Anníe Mist átti mjög góðan dag í gær og er í fimmta sæti eftir þrjár greinar. Hún fékk krampa í baráttunni við svínslegu dýnurnar og það tók af henni einhver stig. Fimmta sætið lofar hins vegar góðu fyrir hina krefjandi þrjá daga sem eru fram undan. Þrjár greinar fara fram í dag en sú fyrsta hefst rétt fyrir klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma hjá körlunum en konurnar byrja síðan klukkutíma síðar. Í fyrstu greininni þurfa keppendur meðal annars að ýta sleða, klifra upp kaðla án þess að nota fætur, lyfta ketilbjöllum og ýta sleðanum aftur. Þrjár umferðir og sleðinn þyngist við hverja umferð. Í næstu grein dagsins eru keppendur að vinna með skíðavél og sandpoka og dagurinn endar síðan á Helenu sem eru þrjár umferðir af 400 metra spretti, tólf upplyftingum og 21 lyftu með 16kg (konur) og 23 kg (karlar) þungum handlóðum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
CrossFit samtökin náðu því á myndband í gær þegar Anníe hitti ungan aðdáenda sem vildi mikið hitta íslensku stjörnuna. Þessi unga stúlka brosti út að eyrum þegar Anníe gaf sér tíma til að tala aðeins við hana og gaf henni síðan eiginhandaráritun. „Tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, Anníe Þórisdóttir, að búa til minningar á CrossFit leikunum,“ stóð á Instagram síðu heimsleikanna með myndbandinu af Anníe og unga aðdáandanum. „Sjáið þetta bros,“ stóð líka inn á myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það fer ekkert á milli mála sem fylgjast með heimsleikunum að Anníe er einn allra vinsælasti keppandinn. Það er ekki aðeins sú staðreynd að hún hefur verið við toppinn lengur en umrædd stúlka hefur verið á lífi heldur einnig hvernig hún kemur fram, bæði við keppinautana og þá sem fylgjast með. Bros og gleði Anníe eru smitandi og það er ekkert skrýtið að hún heilli jafn unga sem aldna enn eitt árið. Anníe Mist átti mjög góðan dag í gær og er í fimmta sæti eftir þrjár greinar. Hún fékk krampa í baráttunni við svínslegu dýnurnar og það tók af henni einhver stig. Fimmta sætið lofar hins vegar góðu fyrir hina krefjandi þrjá daga sem eru fram undan. Þrjár greinar fara fram í dag en sú fyrsta hefst rétt fyrir klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma hjá körlunum en konurnar byrja síðan klukkutíma síðar. Í fyrstu greininni þurfa keppendur meðal annars að ýta sleða, klifra upp kaðla án þess að nota fætur, lyfta ketilbjöllum og ýta sleðanum aftur. Þrjár umferðir og sleðinn þyngist við hverja umferð. Í næstu grein dagsins eru keppendur að vinna með skíðavél og sandpoka og dagurinn endar síðan á Helenu sem eru þrjár umferðir af 400 metra spretti, tólf upplyftingum og 21 lyftu með 16kg (konur) og 23 kg (karlar) þungum handlóðum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira