Bræðurnir, ásamt vitorðsmönnunum Georgianu Naghel og Luana Radu, voru handteknir undir lok síðasta árs í Rúmeníu og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Þeir eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu.
Þeim var svo sleppt úr fangelsi í lok mars og úrskurðaðir í stofufangelsi.
Bræðurnir voru svo ákærðir í júní. Báðir eru grunaðir um mansal á sjö konum og Andrew Tate er grunaður um að hafa nauðgað einnig þeirra. Þá er Tristan einnig grunaður um að hafa hvatt til ofbeldis.
Sjá einnig: Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal
Þeim verður nú sleppt úr stofufangelsi en eru enn bundnir ákveðnum takmörkunum.
Meðal annars mega þeir ekki flytja sig um set án þess að láta lögreglu vita og þurfa að svara boðum lögreglu hvenær sem þau berast. Þá hefur þeim einnig verið bannað að tala við tvo Rúmena sem hafa einnig verið ákærðir í málinu, vitni og meint fórnarlömb þeirra eða fjölskyldur, samkvæmt frétt BBC.