Íslandsvinurinn William Morris á nýjum fótboltatreyjum Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2023 13:16 Treyjur Walthamstow FC eru ansi fallegar enda prýðir fallegt mynstur William Morris þær. William Morris Gallery Fótboltafélagið Walthamstow FC tilkynnti um treyjur félagsins fyrir næsta tímabil í síðustu viku. Treyjurnar eru skreyttar mynstri eftir textílhönnuðinn og íslandsvininn William Morris. Walthamstow FC er áhugamannalið í austurhluta Lundúna sem spilar í norðurhluta Isthmian-deildarinnar, sjöundu efstu deild á Bretlandi. Nýjar treyjur félagsins eru unnar í samstarfi við safnið William Morris Gallery sem er staðsett í gömlu heimili Morris-fjölskyldunnar í Walthamstow. Heimavallar- og útileikjatreyjurnar eru báðar skreyttar með blómamynstrinu Yare sem var búið til árið 1892 af hönnuðinum John Henry Dearle sem vann fyrir Morris and Co. Munstrið Yare eftir John Henry Dearle lítur svona út.William Morris Gallery Hönnun Dearle inniheldur laufblöð sem eru túrkís og græn að lit með litlum bláum, rauðum og gulum blómum á dökkum bakgrunni. Listhópurinn Wood Street Walls sem er frá Walthamstow hefur unnið að hönnun treyjanna undanfarin þrjú ár. Hópurinn endurteiknaði munstrið á stafrænu formi áður en því var komið á treyjurnar sem breski íþróttavöruframleiðandinn Admiral framleiðir. Heimavallartreyjurnar eru dökkbláar með fölbláum laufum og fölbleikum blómum á meðan útivallartreyjan er hvít endurgerð af Dearle-munstrinu með marglita blómum. Að sögn Walthamstow FC mun allur ágóði af sölu treyjanna fara í að stofna kvennalið hjá félaginu. Nýju treyjurnar eru ansi smekklegar.William Morris Gallery Heillaðist af Íslandi William Morris var lykilfígúra í Lista- og handverkshreyfingunni (e. Arts and Crafts Movement) og var stórtækur textílframleiðandi, hönnuður og skáld. Þekktastur var hann fyrir veggfóður sitt sem er enn vinsælt í dag. Veggfóður eftir William Morris.Hönnunarmiðstöð Hann tók virkan þátt í stjórnmálum og var einn af stofnendum fyrirrennara breska Verkamannaflokksins. Morris var mikill Íslandsvinur en hann ferðaðist tvisvar til landsins á starfsævi sinni, árið 1871 og árið 1873, og varð fyrir miklum áhrifum. Hann heillaðist bæði af menningu og náttúru. Þá hafði Morris gríðarlegan áhuga á íslenskum bókmenntum og þýddi ásamt Eiríki Magnússyni margar Íslendingasögur yfir á ensku og endursagði í verkum sínum. Morris hitti Eirík Magnússon árið 1868 og Eiríkur kenndi honum íslensku. Morris gaf síðan út Gunnlaugs sögu Ormstungu og Grettissögu út árið 1869 og Völsungasögu út árið 1870 á ensku. Tíska og hönnun Fótbolti Bretland Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Walthamstow FC er áhugamannalið í austurhluta Lundúna sem spilar í norðurhluta Isthmian-deildarinnar, sjöundu efstu deild á Bretlandi. Nýjar treyjur félagsins eru unnar í samstarfi við safnið William Morris Gallery sem er staðsett í gömlu heimili Morris-fjölskyldunnar í Walthamstow. Heimavallar- og útileikjatreyjurnar eru báðar skreyttar með blómamynstrinu Yare sem var búið til árið 1892 af hönnuðinum John Henry Dearle sem vann fyrir Morris and Co. Munstrið Yare eftir John Henry Dearle lítur svona út.William Morris Gallery Hönnun Dearle inniheldur laufblöð sem eru túrkís og græn að lit með litlum bláum, rauðum og gulum blómum á dökkum bakgrunni. Listhópurinn Wood Street Walls sem er frá Walthamstow hefur unnið að hönnun treyjanna undanfarin þrjú ár. Hópurinn endurteiknaði munstrið á stafrænu formi áður en því var komið á treyjurnar sem breski íþróttavöruframleiðandinn Admiral framleiðir. Heimavallartreyjurnar eru dökkbláar með fölbláum laufum og fölbleikum blómum á meðan útivallartreyjan er hvít endurgerð af Dearle-munstrinu með marglita blómum. Að sögn Walthamstow FC mun allur ágóði af sölu treyjanna fara í að stofna kvennalið hjá félaginu. Nýju treyjurnar eru ansi smekklegar.William Morris Gallery Heillaðist af Íslandi William Morris var lykilfígúra í Lista- og handverkshreyfingunni (e. Arts and Crafts Movement) og var stórtækur textílframleiðandi, hönnuður og skáld. Þekktastur var hann fyrir veggfóður sitt sem er enn vinsælt í dag. Veggfóður eftir William Morris.Hönnunarmiðstöð Hann tók virkan þátt í stjórnmálum og var einn af stofnendum fyrirrennara breska Verkamannaflokksins. Morris var mikill Íslandsvinur en hann ferðaðist tvisvar til landsins á starfsævi sinni, árið 1871 og árið 1873, og varð fyrir miklum áhrifum. Hann heillaðist bæði af menningu og náttúru. Þá hafði Morris gríðarlegan áhuga á íslenskum bókmenntum og þýddi ásamt Eiríki Magnússyni margar Íslendingasögur yfir á ensku og endursagði í verkum sínum. Morris hitti Eirík Magnússon árið 1868 og Eiríkur kenndi honum íslensku. Morris gaf síðan út Gunnlaugs sögu Ormstungu og Grettissögu út árið 1869 og Völsungasögu út árið 1870 á ensku.
Tíska og hönnun Fótbolti Bretland Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira