Perlar og selur armbönd til að safna fyrir draumaferðinni í Disney World Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2023 20:00 Armbönd Írisar urðu svo vinsæl að hún neyddist til að loka tímabundið fyrir pantanir þar sem hún annaði ekki eftirspurn. Draumurinn er að ferðast Bandaríkjanna og heimsækja Disney World. Vísir/Steingrímur Dúi Kona með einhverfu sem á þann draum heitastan að ferðast til Bandaríkjanna brá á það ráð að perla og selja armbönd til að komast í draumaferðina. Armböndin hafa slegið í gegn og vonast hún til að heimsótt Mínu og Mikka mús í Disney World á næsta ári. Íris Ösp Símonardóttir er 35 ára gömul kona með einhverfu. Hún býr í þjónustukjarna í Njarðvík ásamt kettinum Garfield. Íris hefur fjölbreytt áhugamál og á til að mynda eitt flottasta bangsasafn landsins. Það hefur verið draumur Írisar í mörg ár að heimsækja Disney World í Flórída. „Útaf ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna og mig langar svo að fara,” segir Íris og bætir við að hana langi til að hitta Mínu og Mikka mús og kaupa hluti frá Disney. „Og hitta Elsu í Frozen. Svo fer ég kannski í dýragarð og á McDonalds. Mér finnst McDonalds svo gott,“ segir Íris. En ferðalag til Bandaríkjanna kostar sitt og sérstaklega fyrir Írisi sem þarf að borga fyrir tvær fylgdarmanneskjur sem færu með henni. Hún brá á það ráð á dögunum að hefja sölu á armböndum sem hún perlar sjálf til að safna fyrir ferðinni. Íris perlar armbönd í öllum regnbogans litum og tekur einnig við sérpöntunum með nöfnum.Vísir/Sara Armböndin auglýsti hún á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Bara allir vildu kaupa armbönd af mér næstum. Líka ókunnugt fólk sem ég þekki ekki.” Og heldurðu að þú náir að komast yfir þetta allt? „Já, ég er svo dugleg. Starfsfólkið þar sem ég bý hjálpar mér líka.” Annaði ekki eftirspurn og þurfti að loka fyrir pantanir tímabundið Armböndin urðu svo vinsæl að Íris þurfti að loka tímabundið fyrir pantanir. Áhugasamir geta þó sent henni skilaboð á Facebook og pantað armband þrátt fyrir að það gæti verið svolítil bið. Öll kvöld fara nú í armbandsgerð og Íris vonast til að geta safnað hratt og vel fyrir draumaferðinni. Ferðalög Bandaríkin Föndur Einhverfa Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Íris Ösp Símonardóttir er 35 ára gömul kona með einhverfu. Hún býr í þjónustukjarna í Njarðvík ásamt kettinum Garfield. Íris hefur fjölbreytt áhugamál og á til að mynda eitt flottasta bangsasafn landsins. Það hefur verið draumur Írisar í mörg ár að heimsækja Disney World í Flórída. „Útaf ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna og mig langar svo að fara,” segir Íris og bætir við að hana langi til að hitta Mínu og Mikka mús og kaupa hluti frá Disney. „Og hitta Elsu í Frozen. Svo fer ég kannski í dýragarð og á McDonalds. Mér finnst McDonalds svo gott,“ segir Íris. En ferðalag til Bandaríkjanna kostar sitt og sérstaklega fyrir Írisi sem þarf að borga fyrir tvær fylgdarmanneskjur sem færu með henni. Hún brá á það ráð á dögunum að hefja sölu á armböndum sem hún perlar sjálf til að safna fyrir ferðinni. Íris perlar armbönd í öllum regnbogans litum og tekur einnig við sérpöntunum með nöfnum.Vísir/Sara Armböndin auglýsti hún á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Bara allir vildu kaupa armbönd af mér næstum. Líka ókunnugt fólk sem ég þekki ekki.” Og heldurðu að þú náir að komast yfir þetta allt? „Já, ég er svo dugleg. Starfsfólkið þar sem ég bý hjálpar mér líka.” Annaði ekki eftirspurn og þurfti að loka fyrir pantanir tímabundið Armböndin urðu svo vinsæl að Íris þurfti að loka tímabundið fyrir pantanir. Áhugasamir geta þó sent henni skilaboð á Facebook og pantað armband þrátt fyrir að það gæti verið svolítil bið. Öll kvöld fara nú í armbandsgerð og Íris vonast til að geta safnað hratt og vel fyrir draumaferðinni.
Ferðalög Bandaríkin Föndur Einhverfa Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira