Perlar og selur armbönd til að safna fyrir draumaferðinni í Disney World Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2023 20:00 Armbönd Írisar urðu svo vinsæl að hún neyddist til að loka tímabundið fyrir pantanir þar sem hún annaði ekki eftirspurn. Draumurinn er að ferðast Bandaríkjanna og heimsækja Disney World. Vísir/Steingrímur Dúi Kona með einhverfu sem á þann draum heitastan að ferðast til Bandaríkjanna brá á það ráð að perla og selja armbönd til að komast í draumaferðina. Armböndin hafa slegið í gegn og vonast hún til að heimsótt Mínu og Mikka mús í Disney World á næsta ári. Íris Ösp Símonardóttir er 35 ára gömul kona með einhverfu. Hún býr í þjónustukjarna í Njarðvík ásamt kettinum Garfield. Íris hefur fjölbreytt áhugamál og á til að mynda eitt flottasta bangsasafn landsins. Það hefur verið draumur Írisar í mörg ár að heimsækja Disney World í Flórída. „Útaf ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna og mig langar svo að fara,” segir Íris og bætir við að hana langi til að hitta Mínu og Mikka mús og kaupa hluti frá Disney. „Og hitta Elsu í Frozen. Svo fer ég kannski í dýragarð og á McDonalds. Mér finnst McDonalds svo gott,“ segir Íris. En ferðalag til Bandaríkjanna kostar sitt og sérstaklega fyrir Írisi sem þarf að borga fyrir tvær fylgdarmanneskjur sem færu með henni. Hún brá á það ráð á dögunum að hefja sölu á armböndum sem hún perlar sjálf til að safna fyrir ferðinni. Íris perlar armbönd í öllum regnbogans litum og tekur einnig við sérpöntunum með nöfnum.Vísir/Sara Armböndin auglýsti hún á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Bara allir vildu kaupa armbönd af mér næstum. Líka ókunnugt fólk sem ég þekki ekki.” Og heldurðu að þú náir að komast yfir þetta allt? „Já, ég er svo dugleg. Starfsfólkið þar sem ég bý hjálpar mér líka.” Annaði ekki eftirspurn og þurfti að loka fyrir pantanir tímabundið Armböndin urðu svo vinsæl að Íris þurfti að loka tímabundið fyrir pantanir. Áhugasamir geta þó sent henni skilaboð á Facebook og pantað armband þrátt fyrir að það gæti verið svolítil bið. Öll kvöld fara nú í armbandsgerð og Íris vonast til að geta safnað hratt og vel fyrir draumaferðinni. Ferðalög Bandaríkin Föndur Einhverfa Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Íris Ösp Símonardóttir er 35 ára gömul kona með einhverfu. Hún býr í þjónustukjarna í Njarðvík ásamt kettinum Garfield. Íris hefur fjölbreytt áhugamál og á til að mynda eitt flottasta bangsasafn landsins. Það hefur verið draumur Írisar í mörg ár að heimsækja Disney World í Flórída. „Útaf ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna og mig langar svo að fara,” segir Íris og bætir við að hana langi til að hitta Mínu og Mikka mús og kaupa hluti frá Disney. „Og hitta Elsu í Frozen. Svo fer ég kannski í dýragarð og á McDonalds. Mér finnst McDonalds svo gott,“ segir Íris. En ferðalag til Bandaríkjanna kostar sitt og sérstaklega fyrir Írisi sem þarf að borga fyrir tvær fylgdarmanneskjur sem færu með henni. Hún brá á það ráð á dögunum að hefja sölu á armböndum sem hún perlar sjálf til að safna fyrir ferðinni. Íris perlar armbönd í öllum regnbogans litum og tekur einnig við sérpöntunum með nöfnum.Vísir/Sara Armböndin auglýsti hún á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Bara allir vildu kaupa armbönd af mér næstum. Líka ókunnugt fólk sem ég þekki ekki.” Og heldurðu að þú náir að komast yfir þetta allt? „Já, ég er svo dugleg. Starfsfólkið þar sem ég bý hjálpar mér líka.” Annaði ekki eftirspurn og þurfti að loka fyrir pantanir tímabundið Armböndin urðu svo vinsæl að Íris þurfti að loka tímabundið fyrir pantanir. Áhugasamir geta þó sent henni skilaboð á Facebook og pantað armband þrátt fyrir að það gæti verið svolítil bið. Öll kvöld fara nú í armbandsgerð og Íris vonast til að geta safnað hratt og vel fyrir draumaferðinni.
Ferðalög Bandaríkin Föndur Einhverfa Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”