Íslendingalið Norrköping vann öruggan 3-0 sigur á Gautaborg þar sem Arnór Ingvi Traustason var allt í öllu en hann skoraði fyrstu tvö mörk Norrköping í leiknum.
Arnór Ingvi spilaði allan leikinn og þeir Ísak Andri Sigurgeirsson og Andri Lucas Guðjohnsen komu inn af varamannabekknum á 81.mínútu en þá var staðan orðin 3-0. Adam Ingi Benediktsson var varamarkvörður Gautaborgar í dag.
Arnor Traustason gör sitt andra mål för dagen! 2-0, Peking mot Blåvitt!
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 7, 2023
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/p2ewlcLdGV
Guðmundur Baldvin Nökkvason var í byrjunarliði Mjallby í fyrsta sinn eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Stjörnunni á dögunum en liðið heimsótti Varberg BoIS í dag.
Guðmundur Baldvin lék fyrstu 73 mínúturnar í 0-3 sigri en staðan var 0-2 þegar Guðmundi var skipt af velli.
Mjallby lyfti sér þar með upp í 7.sæti deildarinnar en Norrköping er í 5.sæti