Björgvin Karl píndi sig fyrir peningana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2023 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson þurfti að berjast í gegnum bakmeiðsli á þessum heimsleikum. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson náði að klára heimsleikana í CrossFit og tryggja sér ellefta sætið þrátt fyrir að vera glíma við þráðlát bakmeiðsli í allt sumar. Björgvin Karl sagði frá meiðslum sínum eftir slaka grein þar sem hann endaði í 30. sæti og var augljóslega langt frá sínu besta. Björgvin viðurkenndi þá að það væru peningaverðlaunin sem héldu meiddum Björgvini gangandi en hann er atvinnumaður í CrossFit og allt tímabilið miðast við það að uppskera á heimsleikunum. „Mér líður ömurlega ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Björgvin Karl Guðmundsson í samtali við fréttakonu Talking Elite Fitness. Hún vildi fá að vita hvað væri í gangi hjá okkar manni. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) „Ég hef verið meiddur í allt sumar eða síðan á undanúrslitamótinu. Ég hef kannski náð einni lyftingaræfingu á fjórum síðustu mánuðum,“ sagði Björgvin Karl sem er meiddur í baki. En hvað er hann að segja við sjálfan sig til að komast meiddur í gegnum svona krefjandi helgi eins og heimsleikarnir eru? „Að ná í peningana. Svo einfalt er það,“ sagði Björgvin Karl hreinskilinn. Ellefta sætið er enn merkilegri árangur hjá Björgvini miðað við þessar upplýsingar en hann hefur ekki verið neðar í níu ár og þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem hann er ekki í hópi tíu efstu. Björgvin Karl náði fjórða sætinu árið 2021 en hefur síðan dottið niður á tveimur heimsleikum í röð en hann varð í níunda sæti í fyrra og svo í ellefta sæti í ár. Ellefta sætið gaf Björgvini tuttugu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða rúmar 2,6 milljónir. Hann hefði fengið tvöfalt meira hefði hann náð fimmta sætinu. CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira
Björgvin Karl sagði frá meiðslum sínum eftir slaka grein þar sem hann endaði í 30. sæti og var augljóslega langt frá sínu besta. Björgvin viðurkenndi þá að það væru peningaverðlaunin sem héldu meiddum Björgvini gangandi en hann er atvinnumaður í CrossFit og allt tímabilið miðast við það að uppskera á heimsleikunum. „Mér líður ömurlega ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Björgvin Karl Guðmundsson í samtali við fréttakonu Talking Elite Fitness. Hún vildi fá að vita hvað væri í gangi hjá okkar manni. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) „Ég hef verið meiddur í allt sumar eða síðan á undanúrslitamótinu. Ég hef kannski náð einni lyftingaræfingu á fjórum síðustu mánuðum,“ sagði Björgvin Karl sem er meiddur í baki. En hvað er hann að segja við sjálfan sig til að komast meiddur í gegnum svona krefjandi helgi eins og heimsleikarnir eru? „Að ná í peningana. Svo einfalt er það,“ sagði Björgvin Karl hreinskilinn. Ellefta sætið er enn merkilegri árangur hjá Björgvini miðað við þessar upplýsingar en hann hefur ekki verið neðar í níu ár og þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem hann er ekki í hópi tíu efstu. Björgvin Karl náði fjórða sætinu árið 2021 en hefur síðan dottið niður á tveimur heimsleikum í röð en hann varð í níunda sæti í fyrra og svo í ellefta sæti í ár. Ellefta sætið gaf Björgvini tuttugu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða rúmar 2,6 milljónir. Hann hefði fengið tvöfalt meira hefði hann náð fimmta sætinu.
CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira