Wayne Brady kemur út sem pankynhneigður Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2023 12:06 Grínistinn Wayne Brady kom út úr skápnum sem pankynhneigður í gær. EPA/Jason Szenes Leikarinn og grínistinn Wayne Brady hefur komið út úr skápnum sem pankynhneigður. Hinn 51 árs gamli Brady sem á þrjátíu ára feril að baki í sjónvarpi er þekktastur fyrir leik sinn í spunagrínþáttunum Whose Line Is It Anyway?. Brady var einnig kynnir í sínum eigin þáttum, The Wayne Brady Show og í keppnisþáttunum Let's Make a Deal. Brady deildi myndbandi á Instagram í gær þar sem hann mæmaði „It's All Coming Back to Me Now“ eftir Celine Dion. Við færsluna skrifaði hann löng skilaboð. Þar sagði „Ég er talsmaður andlegrar heilsu fyrir alla og hluti af því er gagnsæi á mér sjálfum. Í minni vinnu hef ég komist að ýmsum sannleik, einn af þeim er að ég vil vera til að elska hvern sem ég vil.“ „Þessi sannleikur gerir mig Pan og hluta af LGBTQ+ fjölskyldunni,“ sagði einnig. View this post on Instagram A post shared by Wayne Brady (@mrbradybaby) Pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður Brady er tvífráskilinn og á tvítuga dóttur úr seinna hjónabandi. Hann opnaði sig um kynhneigð sína, andlegt ferðalag sitt og viðtökur fjölskyldu sinnar við opinberun sinni í viðtali við People í gær. Brady útskýrði í viðtalinu að hann hafi komist að niðurstöðu um að hann væri pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður af því fyrir honum þýddi pankynhneigð það að geta laðast að öllum sem skilgreina sig sem hinsegin, gagnkynhneigð, tvíkynhneigð, trans og kynsegin. Þannig fannst honum hann laðast betur þvert á hneigðir. „Tvíkynhneigður - nema með opinn hug,“ sagði hann kíminn. Brady sagðist hafa hafið ferðalag sitt í átt að sjálfsuppgötvun eftir að leikarinn Robin Williams féll frá af eigin hendi árið 2014. Hann hafi ekki bara farið að hugsa um andlega heilsu heldur einnig hvaða hlutverki hann þjónaði í heiminum og hvernig hann gæti elskað sjálfan sig. „Þegar ég opnaði þær dyr fyrir sjálfum mér þurfti ég að byrja að læra um mig sjálfan og játa hluti fyrir sjálfum sér sem ég hafði bælt, haldið aftur af eða vildi hreinlega ekki eiga við,“ sagði hann við People. Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Hinn 51 árs gamli Brady sem á þrjátíu ára feril að baki í sjónvarpi er þekktastur fyrir leik sinn í spunagrínþáttunum Whose Line Is It Anyway?. Brady var einnig kynnir í sínum eigin þáttum, The Wayne Brady Show og í keppnisþáttunum Let's Make a Deal. Brady deildi myndbandi á Instagram í gær þar sem hann mæmaði „It's All Coming Back to Me Now“ eftir Celine Dion. Við færsluna skrifaði hann löng skilaboð. Þar sagði „Ég er talsmaður andlegrar heilsu fyrir alla og hluti af því er gagnsæi á mér sjálfum. Í minni vinnu hef ég komist að ýmsum sannleik, einn af þeim er að ég vil vera til að elska hvern sem ég vil.“ „Þessi sannleikur gerir mig Pan og hluta af LGBTQ+ fjölskyldunni,“ sagði einnig. View this post on Instagram A post shared by Wayne Brady (@mrbradybaby) Pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður Brady er tvífráskilinn og á tvítuga dóttur úr seinna hjónabandi. Hann opnaði sig um kynhneigð sína, andlegt ferðalag sitt og viðtökur fjölskyldu sinnar við opinberun sinni í viðtali við People í gær. Brady útskýrði í viðtalinu að hann hafi komist að niðurstöðu um að hann væri pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður af því fyrir honum þýddi pankynhneigð það að geta laðast að öllum sem skilgreina sig sem hinsegin, gagnkynhneigð, tvíkynhneigð, trans og kynsegin. Þannig fannst honum hann laðast betur þvert á hneigðir. „Tvíkynhneigður - nema með opinn hug,“ sagði hann kíminn. Brady sagðist hafa hafið ferðalag sitt í átt að sjálfsuppgötvun eftir að leikarinn Robin Williams féll frá af eigin hendi árið 2014. Hann hafi ekki bara farið að hugsa um andlega heilsu heldur einnig hvaða hlutverki hann þjónaði í heiminum og hvernig hann gæti elskað sjálfan sig. „Þegar ég opnaði þær dyr fyrir sjálfum mér þurfti ég að byrja að læra um mig sjálfan og játa hluti fyrir sjálfum sér sem ég hafði bælt, haldið aftur af eða vildi hreinlega ekki eiga við,“ sagði hann við People.
Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira