Hópurinn heldur af stað í fyrramálið og Ísland hefur keppni á laugardaginn með leik við heimamenn en spilað er í Istanbúl. Ísland mætir svo Úkraínu á sunnudag og loks Búlgaríu næsta þriðjudag.
Efstu tvö liðin komast svo upp úr riðlinum og í undanúrslit þar sem einnig leika tvö lið úr riðli Hollands, Króatíu, Belgíu og Svíþjóðar. Eftir undanúrslit og úrslit mun aðeins eitt lið komast áfram í undankeppni Ólympíuleikanna.
Martin Hermannsson er ekki í íslenska hópnum vegna meiðsla, og því enn bið á því að hann leiki landsleik að nýju. Hann spilaði síðast fyrir landsliðið fyrir einu og hálfu ári, áður en hann sleit krossband í hné í fyrravor og missti af stórum hluta síðustu leiktíðar.
Ein breyting er á landsliðshópnum frá því á nýafstöðnu æfingamóti í Ungverjalandi en Elvar Már Friðriksson, leikmaður PAOK í Grikklandi, kemur inn í staðinn fyrir Sigurð Pétursson sem nýverið gekk í raðir Keflavíkur.
Íslenski hópurinn:
- Elvar Már Friðriksson · PAOK, Grikklandi · 65
- Hilmar Smári Henningsson · Haukar · 11
- Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu · 27
- Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi · 28
- Orri Gunnarsson · Haukar · 2
- Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 13
- Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar · 62
- Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll · 30
- Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · 11
- Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 60
- Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Oviedo, Spánn · 24
- Ægir Þór Steinarsson (Fyrirliði) · Stjarnan · 82
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Pavel Ermolinskij