Botnar ekkert í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn snúi ekki aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2023 12:04 Júlíus Júlíusson er framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Orðrómur um að Fiskidagurinn mikli á Dalvík í ár verði sá síðasti er óskiljanlegur, að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hann hefur ekki hugmynd um hvaðan hann kom og segist spenntur að geta loksins haldið upp á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar, tuttugu og þremur árum eftir stofnun hennar. Fréttastofu barst ábending þess efnis að hávær orðrómur gengi nú um Dalvík, um að Fiskidagurinn mikli í ár yrði sá síðasti. Hátíðin er fer fram dagana 11. til 13. ágúst. Framkvæmdastjórinn botnar ekkert í sögusögnum um að hátíðin verði ekki haldin aftur að ári. „Þetta hefur sannarlega verið hávært og við sem sitjum við borð framkvæmdanefndar lítum á hvorn annan og bara „Hvaðan kemur þetta og af hverju?““ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins. Aldrei hafi komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. „Og við erum búin að hitta marga sem segja „Ég ætla að koma, þetta er nú síðasta skiptið.“ En ekki vissi ég það.“ Hátíðin fagnar nú 20 ára afmæli, þrátt fyrir að hafa verið haldin fyrst fyrir 23 árum. Næstu þrjú ár var hún slegin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Þannig að núna erum við loksins að halda upp á 20 ára afmælið. Og það er gaman að geta loksins farið af stað aftur.“ Renna blint í sjóinn með fjöldann Von er á fjölda fólks til Dalvíkur, og einhverjir spenntir gestir þegar mættir. „Það er alltaf rosalega erfitt fyrir okkur, þar sem við seljum enga miða eða neitt, að nefna. En við gerum bara ráð fyrir þessu meðaltali sem hefur verið, um þrjátíu þúsund manns. Það er bara þannig.“ Dagskrána á stóra sviðinu má sjá að neðan en auk þess má finna dagskrá á hátíðarsvæðinu og í bænum. Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið Mögulega geti gestirnir þó orðið enn fleiri, þar sem hátíðin hefur ekki farið fram síðan 2019. „Og kannski út af þessari skrýtnu umræðu um að þetta sé síðasta skiptið, og það allt saman. Jú, jú, við eigum alveg von á því, en svo kemur þetta bara í ljós,“ segir Júlíus að lokum. Fiskidagstónleikarnir fara svo fram að kvöldi Fiskidagsins á hafnarsvæðinu klukkan 21:45 og svo flugeldasýning rétt áður en klukkan slær miðnætti. Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Fréttastofu barst ábending þess efnis að hávær orðrómur gengi nú um Dalvík, um að Fiskidagurinn mikli í ár yrði sá síðasti. Hátíðin er fer fram dagana 11. til 13. ágúst. Framkvæmdastjórinn botnar ekkert í sögusögnum um að hátíðin verði ekki haldin aftur að ári. „Þetta hefur sannarlega verið hávært og við sem sitjum við borð framkvæmdanefndar lítum á hvorn annan og bara „Hvaðan kemur þetta og af hverju?““ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins. Aldrei hafi komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. „Og við erum búin að hitta marga sem segja „Ég ætla að koma, þetta er nú síðasta skiptið.“ En ekki vissi ég það.“ Hátíðin fagnar nú 20 ára afmæli, þrátt fyrir að hafa verið haldin fyrst fyrir 23 árum. Næstu þrjú ár var hún slegin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Þannig að núna erum við loksins að halda upp á 20 ára afmælið. Og það er gaman að geta loksins farið af stað aftur.“ Renna blint í sjóinn með fjöldann Von er á fjölda fólks til Dalvíkur, og einhverjir spenntir gestir þegar mættir. „Það er alltaf rosalega erfitt fyrir okkur, þar sem við seljum enga miða eða neitt, að nefna. En við gerum bara ráð fyrir þessu meðaltali sem hefur verið, um þrjátíu þúsund manns. Það er bara þannig.“ Dagskrána á stóra sviðinu má sjá að neðan en auk þess má finna dagskrá á hátíðarsvæðinu og í bænum. Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið Mögulega geti gestirnir þó orðið enn fleiri, þar sem hátíðin hefur ekki farið fram síðan 2019. „Og kannski út af þessari skrýtnu umræðu um að þetta sé síðasta skiptið, og það allt saman. Jú, jú, við eigum alveg von á því, en svo kemur þetta bara í ljós,“ segir Júlíus að lokum. Fiskidagstónleikarnir fara svo fram að kvöldi Fiskidagsins á hafnarsvæðinu klukkan 21:45 og svo flugeldasýning rétt áður en klukkan slær miðnætti.
Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið
Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent