Birkir snýr aftur í ítalska boltann Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 13:31 Birkir Bjarnason á flugi í leik með Íslandi gegn Ísrael. Hann flýgur til Ítalíu í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Birkir Bjarnason ferðast til Ítalíu í dag og mun samkvæmt heimildum Vísis skrifa formlega undir samning við sitt gamla knattspyrnufélag Brescia í kvöld. Birkir, sem er leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, hefur leikið með sínu gamla liði Viking í Noregi undanfarna mánuði en ljóst var frá upphafi að tími hans þar yrði ekki mjög langur. Brescia féll niður í C-deild eftir umspil síðasta vor en útlit er fyrir að liðið spili engu að síður áfram í B-deildinni. Það er vegna ákvörðunar um að dæma Reggina úr deildinni en félagið hefur glímt við mikla fjárhagserfiðleika. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar í því máli, þó að skammt sé í að nýtt tímabil hefjist. Í þriðja sinn til Ítalíu Birkir hefur leikið á Ítalíu drjúgan hluta síns ferils. Þar lék hann fyrst með Pescara árið 2012 en einnig með Sampdoria, áður en hann yfirgaf Ítalíu til að ganga í raðir Basel í Sviss árið 2015. Hann sneri svo aftur til Ítalíu og gekk í raðir Brescia árið 2020, eftir að hafa verið hjá Aston Villa og svo um skamma hríð hjá Al-Arabi í Katar. Birkir, sem er 35 ára gamall, lék með Adana Demirspor í Tyrklandi í tvö ár en skipti yfir til Viking í vor í kjölfarið á jarðskjálftanum mannskæða í febrúar, skömmu áður en samningur hans við tyrkneska félagið átti að renna út. Í grein Aftenbladet segir að þegar Birkir kom í mars hafi planið aðeins verið að hann gæti spilað sig í form með Viking, og að hann hafi varla verið með nein laun hjá félaginu. Birkir hafi verið opinn fyrir því að vera áfram hjá Viking, félaginu sem hann hóf meistaraflokksferilinn með á sínum tíma, en á sama tíma verið skýr varðandi það að mögulega færi hann frá félaginu í sumar, eins og nú virðist ætla að verða raunin. Birkir, sem var í síðasta landsliðshópi Íslands í júní en spilaði þó ekki, lék alls ellefu deildarleiki fyrir Viking í sumar og skoraði tvö mörk. Ítalski boltinn Norski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Birkir, sem er leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, hefur leikið með sínu gamla liði Viking í Noregi undanfarna mánuði en ljóst var frá upphafi að tími hans þar yrði ekki mjög langur. Brescia féll niður í C-deild eftir umspil síðasta vor en útlit er fyrir að liðið spili engu að síður áfram í B-deildinni. Það er vegna ákvörðunar um að dæma Reggina úr deildinni en félagið hefur glímt við mikla fjárhagserfiðleika. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar í því máli, þó að skammt sé í að nýtt tímabil hefjist. Í þriðja sinn til Ítalíu Birkir hefur leikið á Ítalíu drjúgan hluta síns ferils. Þar lék hann fyrst með Pescara árið 2012 en einnig með Sampdoria, áður en hann yfirgaf Ítalíu til að ganga í raðir Basel í Sviss árið 2015. Hann sneri svo aftur til Ítalíu og gekk í raðir Brescia árið 2020, eftir að hafa verið hjá Aston Villa og svo um skamma hríð hjá Al-Arabi í Katar. Birkir, sem er 35 ára gamall, lék með Adana Demirspor í Tyrklandi í tvö ár en skipti yfir til Viking í vor í kjölfarið á jarðskjálftanum mannskæða í febrúar, skömmu áður en samningur hans við tyrkneska félagið átti að renna út. Í grein Aftenbladet segir að þegar Birkir kom í mars hafi planið aðeins verið að hann gæti spilað sig í form með Viking, og að hann hafi varla verið með nein laun hjá félaginu. Birkir hafi verið opinn fyrir því að vera áfram hjá Viking, félaginu sem hann hóf meistaraflokksferilinn með á sínum tíma, en á sama tíma verið skýr varðandi það að mögulega færi hann frá félaginu í sumar, eins og nú virðist ætla að verða raunin. Birkir, sem var í síðasta landsliðshópi Íslands í júní en spilaði þó ekki, lék alls ellefu deildarleiki fyrir Viking í sumar og skoraði tvö mörk.
Ítalski boltinn Norski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn