Heyjar og heldur kindur í garði sínum í Seljahverfinu í Breiðholti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2023 21:01 Ólafur R. Dýrmundsson heldur kindur í garðinum sínum í Breiðholti. einar árnason Næst hittum við síðasta bóndann í dalnum, eða svona hér um bil. Hann heldur kindur í garðinum sínum í Breiðholti og er síðasti bóndinn vestan Elliðaáa. Við fórum í heimsókn til kappans sem talar fyrir því að viðhalda örbúskap í þéttbýli. Ólíkt mörgum bændum er Ólafur R. Dýrmundsson, borgarbarn. Hann er 79 ára, ólst upp í Reykjavík og keypti sín fyrstu lömb einungis þrettán ára. Í dag heldur hann kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti. Þegar fréttastofu bar að garði voru kindurnar í afrétt þar sem þær bíta fram að hausti og nýtir Ólafur þá tímann til að rækta matjurtir og lífrænar kartöflur, já og heyja í borg óttans. „Það er voða ánægjulegt ef maður nær því svona, það er þurrt og gott og rosalega góð lykt af því. Hluti af þessu er að finna lyktina af heyinu,“ segir Ólafur og sýnir afraksturinn. Ólafur heyjar í garðinum sínum í Breiðholti. Stundum með orf og ljá.stöð 2 Átti að eyðileggja búskap í borg af ásettu ráði Ólafur er síðasti sauðfjárbóndinn í Reykjavík vestan Elliðaáa og talar fyrir því að fjárbúskapi sé haldið í borg enda tók hann virkan þátt í svokölluðu sauðfjárstríði sem hófst árið 1962 milli borgaryfirvalda og þeirra sem vildu halda kindur innan borgarmarkanna. „Það er eina stríðið sem ég hef tekið þátt í. Það var heilmikil barátta og átti að eyðileggja fjárbúskapinn hér af ásettu ráði. Ég fjalla töluvert um þetta í bók sem kemur út í haust.“ Kisa sem býr í hverfinu heimsækir Ólaf reglulega. Þeim er vel til vina. stöð 2 Hluti af okkar menningu Hann segir fjárbúskap í borg hluta af okkar menningu enda Reykjavík eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og aðild að afrétti og lögskilarétti. „Þannig ég tel að við séum að viðhalda því þannig að við getum miðlað því til yngra fólks ef það vill halda áfram, en þá þurfum við líka að hafa aðstöðu til þess í borginni og ekki útrýma okkur.“ Nokkuð verra en að spila golf? Búskapurinn sé fyrst og fremst áhugamál. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðinn lífsstíll, er það nokkuð verra en að leika golf eða eitthvað svoleiðis? Ég held ekki. Þegar ég er stundum að slá með orf og ljá, það kemur fyrir, þá segi ég stundum við konuna að nú sé eins og ég sé í golfi.“ Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til, á myndinni sést ull af forystusuaðnum Hring sem nýtt verður í prjónaskap.stöð 2 Nágrannarnir sýni skilning Hann segist alltaf hafa verið heppinn með nágranna sem sýni búskapnum skilning. Börnin í næsta húsi komi reglulega yfir að kíkja á kindurnar og halda á nýfæddum lömbum. Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til og ætlar eiginkona hans til að mynda að reyna að prjóna úr ull af forystusauðnum Hring. „Þetta er ullin af honum, hún er svo mjúk. Ull af forystufé er mýkri og fínni en ull af öðru fé.“ Tilfinningatengsl Kindunum er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands og segist Ólafur yfirleitt taka kjötið heim, en ekki alltaf. „Það kemur fyrir hjá mér að ég vil ekki borða af fullorðnu kindunum.“ Hvað kemur þá til, eru það meiri tengsl? „Það eru tilfinningatengsl, það er eins og með gæludýr bara.“ Reykjavík Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
Ólíkt mörgum bændum er Ólafur R. Dýrmundsson, borgarbarn. Hann er 79 ára, ólst upp í Reykjavík og keypti sín fyrstu lömb einungis þrettán ára. Í dag heldur hann kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti. Þegar fréttastofu bar að garði voru kindurnar í afrétt þar sem þær bíta fram að hausti og nýtir Ólafur þá tímann til að rækta matjurtir og lífrænar kartöflur, já og heyja í borg óttans. „Það er voða ánægjulegt ef maður nær því svona, það er þurrt og gott og rosalega góð lykt af því. Hluti af þessu er að finna lyktina af heyinu,“ segir Ólafur og sýnir afraksturinn. Ólafur heyjar í garðinum sínum í Breiðholti. Stundum með orf og ljá.stöð 2 Átti að eyðileggja búskap í borg af ásettu ráði Ólafur er síðasti sauðfjárbóndinn í Reykjavík vestan Elliðaáa og talar fyrir því að fjárbúskapi sé haldið í borg enda tók hann virkan þátt í svokölluðu sauðfjárstríði sem hófst árið 1962 milli borgaryfirvalda og þeirra sem vildu halda kindur innan borgarmarkanna. „Það er eina stríðið sem ég hef tekið þátt í. Það var heilmikil barátta og átti að eyðileggja fjárbúskapinn hér af ásettu ráði. Ég fjalla töluvert um þetta í bók sem kemur út í haust.“ Kisa sem býr í hverfinu heimsækir Ólaf reglulega. Þeim er vel til vina. stöð 2 Hluti af okkar menningu Hann segir fjárbúskap í borg hluta af okkar menningu enda Reykjavík eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og aðild að afrétti og lögskilarétti. „Þannig ég tel að við séum að viðhalda því þannig að við getum miðlað því til yngra fólks ef það vill halda áfram, en þá þurfum við líka að hafa aðstöðu til þess í borginni og ekki útrýma okkur.“ Nokkuð verra en að spila golf? Búskapurinn sé fyrst og fremst áhugamál. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðinn lífsstíll, er það nokkuð verra en að leika golf eða eitthvað svoleiðis? Ég held ekki. Þegar ég er stundum að slá með orf og ljá, það kemur fyrir, þá segi ég stundum við konuna að nú sé eins og ég sé í golfi.“ Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til, á myndinni sést ull af forystusuaðnum Hring sem nýtt verður í prjónaskap.stöð 2 Nágrannarnir sýni skilning Hann segist alltaf hafa verið heppinn með nágranna sem sýni búskapnum skilning. Börnin í næsta húsi komi reglulega yfir að kíkja á kindurnar og halda á nýfæddum lömbum. Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til og ætlar eiginkona hans til að mynda að reyna að prjóna úr ull af forystusauðnum Hring. „Þetta er ullin af honum, hún er svo mjúk. Ull af forystufé er mýkri og fínni en ull af öðru fé.“ Tilfinningatengsl Kindunum er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands og segist Ólafur yfirleitt taka kjötið heim, en ekki alltaf. „Það kemur fyrir hjá mér að ég vil ekki borða af fullorðnu kindunum.“ Hvað kemur þá til, eru það meiri tengsl? „Það eru tilfinningatengsl, það er eins og með gæludýr bara.“
Reykjavík Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira