Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2023 20:01 Þórhildur Mjølid dvelur nú á hóteli um 17 kílómetra frá heimili sínu, en bærinn sem hún býr í var rýmdur vegna aurskriða og vatnsveðurs. Þórhildur/AP Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. Óveðrið Hans hefur valdið miklum flóðum í suðurhluta Noregs og Svíþjóðar í dag. Meðal annars í Ulnes í Noregi þar sem íslensk kona þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærmorgun. „Það er búið að vera mjög mikið af aurskriðum þar sem ég bý, og það fór aurskriða yfir innkeyrslurnar hjá bæjunum þar sem ég bý. Þannig að við vorum rýmd og erum núna á hóteli í Fagernes,“ segir Þórhildur Mjølid Nágrannar Þórhildar yfirgáfu svæðið degi síðar en hún sjálf, en hún fékk myndband sent úr hverfinu í dag, sem sjá má í fréttainnslaginu hér að neðan. Rauða húsið uppi á hæðinni er heimili Þórhildar, þar sem hún býr með sambýlismanni sínum og tveimur börnum. Á morgun fá þau að fara heim til sín að ná í eigur sínar. „En það er ekki vitað hvenær ég fæ að fara heim aftur. Það gætu alveg orðið nokkrir dagar í viðbót.“ Heppin miðað við marga Á hótelinu er fjöldi fólks í sömu stöðu og Þórhildur. „Fólk er farið að verða pínu óþolinmótt, en annars er bara góð stemning. Þetta er í raun lúxus miðað við önnur sveitarfélög sem eru búin að lenda í aurskriðum og flóðum. Flest þeirra eru bara með íþróttahús.“ Í Fagernes, þar sem hótelið er staðsett, er líka talin hætta á flóðum, líkt og sjá má út um glugga á hótelinu. Þar hefur norski herinn sett niður sandpoka við hótelið, þar sem möguleiki er á að yfirborð stöðuvatnsins við hótelið hækki enn meira. Fari svo að vatn flæði inn í kjallara hótelsins þarf að rýma það og koma fólkinu sem þar dvelur á annan stað. Enn annars staðar í Noregi brast stífla Braskereidfoss-orkuversins í Glommu, vatnsmestu á Noregs. Áður en stíflan brast höfðu yfirvöld íhugað að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. Um 20 heimili suður af stíflunni hafa þegar verið rýmd, en til greina kemur að rýma fleiri. Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Óveðrið Hans hefur valdið miklum flóðum í suðurhluta Noregs og Svíþjóðar í dag. Meðal annars í Ulnes í Noregi þar sem íslensk kona þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærmorgun. „Það er búið að vera mjög mikið af aurskriðum þar sem ég bý, og það fór aurskriða yfir innkeyrslurnar hjá bæjunum þar sem ég bý. Þannig að við vorum rýmd og erum núna á hóteli í Fagernes,“ segir Þórhildur Mjølid Nágrannar Þórhildar yfirgáfu svæðið degi síðar en hún sjálf, en hún fékk myndband sent úr hverfinu í dag, sem sjá má í fréttainnslaginu hér að neðan. Rauða húsið uppi á hæðinni er heimili Þórhildar, þar sem hún býr með sambýlismanni sínum og tveimur börnum. Á morgun fá þau að fara heim til sín að ná í eigur sínar. „En það er ekki vitað hvenær ég fæ að fara heim aftur. Það gætu alveg orðið nokkrir dagar í viðbót.“ Heppin miðað við marga Á hótelinu er fjöldi fólks í sömu stöðu og Þórhildur. „Fólk er farið að verða pínu óþolinmótt, en annars er bara góð stemning. Þetta er í raun lúxus miðað við önnur sveitarfélög sem eru búin að lenda í aurskriðum og flóðum. Flest þeirra eru bara með íþróttahús.“ Í Fagernes, þar sem hótelið er staðsett, er líka talin hætta á flóðum, líkt og sjá má út um glugga á hótelinu. Þar hefur norski herinn sett niður sandpoka við hótelið, þar sem möguleiki er á að yfirborð stöðuvatnsins við hótelið hækki enn meira. Fari svo að vatn flæði inn í kjallara hótelsins þarf að rýma það og koma fólkinu sem þar dvelur á annan stað. Enn annars staðar í Noregi brast stífla Braskereidfoss-orkuversins í Glommu, vatnsmestu á Noregs. Áður en stíflan brast höfðu yfirvöld íhugað að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. Um 20 heimili suður af stíflunni hafa þegar verið rýmd, en til greina kemur að rýma fleiri.
Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira