Harper er dóttir áströlsku landsliðskonunnar Katrinu Gorry en móðir hennar hefur spilað mikið á Norðurlöndunum undanfarin ár.
Liðfélagar Gorry hafa mjög gaman af því að hafa Harper í kringum liðið og hafa grínast með það á samfélagsmiðlum að stelpan fær sannkallað stjörnumeðferð hjá ástralska liðinu.
Ástralía mætir Frakklandi í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins.
Myndirnar af Harper á nuddbekknum hafa vakið mikla lukku á samfélagsmiðlum.
Sportbladet í Svíþjóð fjallaði um ungu stórstjörnuna og þá sérmeðferð sem hún fær hjá ástralska liðinu. Það má sjá fréttina hér fyrir neðan.