„Ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 12:00 Viktor Örn Margeirsson og félagar í Blikavörninni hafa verið mistækir í mörgum leikjum í sumar og það hefur verið liðinu dýrkeypt. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði á móti KR í síðasta leik sínum í Bestu deild karla og stimplaði sig með því nánast út úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Meistararnir hafa oft ekki verið sannfærandi í deildarleikjum í sumar og Stúkan ræddi titilvörn Blikanna í þætti sínum í gær. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar, fór mikinn í umræðunni en hann hafði mjög sterkar skoðanir á Blikaliðinu. Efstir í XG Umræðan hófst á því að skoða töfluna yfir XG en þar kemur í ljós að Blikarnir væru á toppnum. „Ef að það væri borgað fyrir ‚expected goals' þá væru Blikarnir á toppnum og Víkingarnir í öðru sæti. Það segir okkur það að þetta hafi ekki verið arfaslakt hjá Blikum í sumar,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Þessir hlutir sem eru að fara úrskeiðis hjá Blikunum virðist vera eitthvað andlegt þrot og menn eru ekki stilltir inn. Menn að velja sér leiki „Þetta er að einhverju leiti það að menn eru að velja sér leiki. Það er svona pínu eins og menn ætli að sleppa létt frá þessu. Þegar þú gerir svona mistök í varnarleik eins og við erum að sjá þarna í KR-leiknum þá segir það bara eitt að menn eru ekki með hugann alveg við verkefnið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, inn í en Blikar eru á fullu í Evrópukeppninni. Þorkell Máni vildi meina að þetta sé búið að vera svona hjá Blikunum í allt sumar. „Þetta er búið að vera frá því að tímabilið hófst þá byrja þeir að tapa fyrir HK og ÍBV. Það kom einhver smá taktur í þetta þegar þeir byrjuðu í Evrópukeppninni en annars hefur þetta allt verið svona,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta minnir mann á það að Blikarnir voru svona áður en Óskar (Hrafn Þorvaldsson) tók við,“ sagði Þorkell Máni. Menn að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu „Ég velti fyrir mér. Það eru menn þarna í öftustu varnarlínu sem eru að renna út á samning. Uppaldir Blikar að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu sínu og það er ekki verið að semja við þá. Hvar er hausinn á þeim,“ spurði Þorkell Máni. „Niðurstaðan er sú að ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó,“ sagði Þorkell Máni.Það má finna alla umfjöllunina um Blikana hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Staðan á Breiðabliksliðinu Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Meistararnir hafa oft ekki verið sannfærandi í deildarleikjum í sumar og Stúkan ræddi titilvörn Blikanna í þætti sínum í gær. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar, fór mikinn í umræðunni en hann hafði mjög sterkar skoðanir á Blikaliðinu. Efstir í XG Umræðan hófst á því að skoða töfluna yfir XG en þar kemur í ljós að Blikarnir væru á toppnum. „Ef að það væri borgað fyrir ‚expected goals' þá væru Blikarnir á toppnum og Víkingarnir í öðru sæti. Það segir okkur það að þetta hafi ekki verið arfaslakt hjá Blikum í sumar,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Þessir hlutir sem eru að fara úrskeiðis hjá Blikunum virðist vera eitthvað andlegt þrot og menn eru ekki stilltir inn. Menn að velja sér leiki „Þetta er að einhverju leiti það að menn eru að velja sér leiki. Það er svona pínu eins og menn ætli að sleppa létt frá þessu. Þegar þú gerir svona mistök í varnarleik eins og við erum að sjá þarna í KR-leiknum þá segir það bara eitt að menn eru ekki með hugann alveg við verkefnið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, inn í en Blikar eru á fullu í Evrópukeppninni. Þorkell Máni vildi meina að þetta sé búið að vera svona hjá Blikunum í allt sumar. „Þetta er búið að vera frá því að tímabilið hófst þá byrja þeir að tapa fyrir HK og ÍBV. Það kom einhver smá taktur í þetta þegar þeir byrjuðu í Evrópukeppninni en annars hefur þetta allt verið svona,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta minnir mann á það að Blikarnir voru svona áður en Óskar (Hrafn Þorvaldsson) tók við,“ sagði Þorkell Máni. Menn að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu „Ég velti fyrir mér. Það eru menn þarna í öftustu varnarlínu sem eru að renna út á samning. Uppaldir Blikar að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu sínu og það er ekki verið að semja við þá. Hvar er hausinn á þeim,“ spurði Þorkell Máni. „Niðurstaðan er sú að ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó,“ sagði Þorkell Máni.Það má finna alla umfjöllunina um Blikana hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Staðan á Breiðabliksliðinu
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira