Umboðsmaður Robertson greindi frá fréttunum á samfélagsmiðlum í gær. Robertson lést umkringdur fjölskyldu sinni en hann hafði glímt við langvarandi ónefnd veikindi.
Statement from Robbie Robertson s family.
— Robbie Robertson (@r0bbier0berts0n) August 9, 2023
Luis Sinco pic.twitter.com/J9c79003D5
Robertson fæddist 5. júlí 1943 í Toronto í Kanada. Hann vann sem ungur maður í ferðasirkusum áður en hann byrjaði í tónlist.
Upp úr miðjum sjöunda áratugnum varð Robertson hluti af The Hawks, hljómsveit Ronnie Hawkins, sem spilaði með Bob Dylan á fyrsta „rafmagnaða“ tónleikaferðalagi hans.
Hljómsveitin spilaði síðan á hinum frægu Kjallaraupptökum (e. Basement Taoes) Bob Dylan. Eftir mannabreytingar og nafnabreytingar varð hljómsveitin að hinni endanlegu The Band.

Robertson samdi mörg af þekktustu lögum The Band, þar á meðal „The Weight“, „The Night They Drove Old Dixie Down“ og „Up on Cripple Creek“.
The Band var gríðarvinsæl á sjöunda og áttunda áratugnum og gaf út plötur á borð við Music from Big Pink (1968), The Band (1969) og The Basement Tapes (1975) sem þeir gáfu út með Dylan.
Áttundi áratugur hljómsveitarinnar endaði á The Last Waltz, kveðjutónleikum hljómsveitarinnar sem fóru fram í San Francisco. Úr tónleikunum urðu til bæði samnefnd plata og samnefnd kvikmynd sem Martin Scorsese leikstýrði.