Fresta byggingu nýrrar Hamarshallar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. ágúst 2023 10:59 Gamla Hamarshöllin var uppblásin. Sú nýja mun ekki verða það, þegar hún rís. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Nauðsynlegt er talið að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar vegna aukinnar íbúafjölgunar og uppbyggingu á gervigrasvelli. Bæjarstjórn metur svo að með þessu gefist betri tími til að undirbúa uppbyggingu Hamarshallarinnar. Minnihlutinn telur skýringu meirihlutans ranga og óboðlega. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá fundi þess frá því í morgun. Áður hafði bæjarstjórn hafnað öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar, en sú gamla var uppblásin og fauk í óveðri í febrúar í fyrra. Var tilboðum hafnað vegna þess að þau voru talin of há. Erfiðara efnahagsumhverfi nú „Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem nauðsynlegt er fyrir Hveragerðisbæ að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar bæjarins sem ekki var hugað að á síðustu árum með aukinni íbúafjölgun.“ Þá segir í fundargerðinni að efnahagsumhverfið sé mun erfiðara nú en þegar ákveðið var fyrir einu ári síðan að fara af stað með uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ákveðið hafi verið að fara í uppbyggingu á gervigrasvelli og leigja íþróttahús í Vorsabæ fyrir inniíþróttir. „Með þessum aðgerðum gefst betri tími til að undirbúa framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar á næstu árum en aðeins er verið fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Bjóðendum er þakkað fyrir gott samstarf.“ Gera athugasemdir við skýringu meirihlutans Eyþór H. Ólafsson, fulltrúi D-listans sem er í minnihluta, segist í bókun sinni á fundinum samþykkja að fallið sé frá samkeppnisviðræðunum. Það komi ekki á óvart, því legið hafi fyrir frá upphafi áður en byggingin var boðin út að framkvæmdin væri alltof dýr fyrir bæjarfélagið. „Undirritaður hnýtur hins vegar um þá skýringu sem sett er fram fyrir því að ekki sé raunhæft að fara í þessa framkvæmd nú. Sú skýring er bæði röng og óboðleg í alla staði,“ skrifar Eyþór. „Fyrir hefur legið um árabil að gera hefur þurft endurbætur á skólphreinsimálum Hveragerðisbæjar og hafa bæjarfulltrúar núverandi meirihluta sem þá sátu í bæjarstjórn væntanlega fylgst með þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og átt að gera sér grein fyrir að ekki mætti slá slöku við þrátt fyrir meirihlutaskiptin.“ Hann segir að í tíð fyrri meirihluta hafi verið unnið mikið að því að endurbæta núverandi skólphreinsistöð, sem ljóst hafi verið að sé ekki nægilega stór fyrir fjölgun íbúa sem orðið hefur undanfarin ár. Nýjum meirihluta hafi ekki borið gæfa til að halda áfram með þann bolta fyrr en mögulega núna. „Það er í besta falli fljótræði að kasta fram fullyrðingum um að endurbætur og aukning afkastagetu fráveitukerfis bæjarins muni kosta 1 milljarð króna. Fyrir liggur að til eru mun ódýrari og nútímalegri lausnir sem hægt er að innleiða í hæfilegum skrefum sé skynsamlega haldið á málum.“ Hveragerði Hamar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Bæjarstjórn metur svo að með þessu gefist betri tími til að undirbúa uppbyggingu Hamarshallarinnar. Minnihlutinn telur skýringu meirihlutans ranga og óboðlega. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá fundi þess frá því í morgun. Áður hafði bæjarstjórn hafnað öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar, en sú gamla var uppblásin og fauk í óveðri í febrúar í fyrra. Var tilboðum hafnað vegna þess að þau voru talin of há. Erfiðara efnahagsumhverfi nú „Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem nauðsynlegt er fyrir Hveragerðisbæ að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar bæjarins sem ekki var hugað að á síðustu árum með aukinni íbúafjölgun.“ Þá segir í fundargerðinni að efnahagsumhverfið sé mun erfiðara nú en þegar ákveðið var fyrir einu ári síðan að fara af stað með uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ákveðið hafi verið að fara í uppbyggingu á gervigrasvelli og leigja íþróttahús í Vorsabæ fyrir inniíþróttir. „Með þessum aðgerðum gefst betri tími til að undirbúa framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar á næstu árum en aðeins er verið fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Bjóðendum er þakkað fyrir gott samstarf.“ Gera athugasemdir við skýringu meirihlutans Eyþór H. Ólafsson, fulltrúi D-listans sem er í minnihluta, segist í bókun sinni á fundinum samþykkja að fallið sé frá samkeppnisviðræðunum. Það komi ekki á óvart, því legið hafi fyrir frá upphafi áður en byggingin var boðin út að framkvæmdin væri alltof dýr fyrir bæjarfélagið. „Undirritaður hnýtur hins vegar um þá skýringu sem sett er fram fyrir því að ekki sé raunhæft að fara í þessa framkvæmd nú. Sú skýring er bæði röng og óboðleg í alla staði,“ skrifar Eyþór. „Fyrir hefur legið um árabil að gera hefur þurft endurbætur á skólphreinsimálum Hveragerðisbæjar og hafa bæjarfulltrúar núverandi meirihluta sem þá sátu í bæjarstjórn væntanlega fylgst með þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og átt að gera sér grein fyrir að ekki mætti slá slöku við þrátt fyrir meirihlutaskiptin.“ Hann segir að í tíð fyrri meirihluta hafi verið unnið mikið að því að endurbæta núverandi skólphreinsistöð, sem ljóst hafi verið að sé ekki nægilega stór fyrir fjölgun íbúa sem orðið hefur undanfarin ár. Nýjum meirihluta hafi ekki borið gæfa til að halda áfram með þann bolta fyrr en mögulega núna. „Það er í besta falli fljótræði að kasta fram fullyrðingum um að endurbætur og aukning afkastagetu fráveitukerfis bæjarins muni kosta 1 milljarð króna. Fyrir liggur að til eru mun ódýrari og nútímalegri lausnir sem hægt er að innleiða í hæfilegum skrefum sé skynsamlega haldið á málum.“
Hveragerði Hamar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira