Uppbygging íþróttaaðstöðu í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir skrifa 10. ágúst 2023 12:00 Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar samþykkti á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023 að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar og fara strax af stað með byggingu gervigrasvallar í fullri stærð og leigja húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan þjóðveg fyrir inniíþróttir. Ástæða þessa er að gífurleg þörf er á mikilli fjárfestingu í skolphreinsistöð bæjarins en Hveragerðisbær hefur því miður ekki sinnt uppbyggingu hennar í samræmi við íbúafjölgun. Einnig er nú mun erfiðara efnahagsumhverfi og verri lánskjör en fyrir rúmu ári síðan þegar ákveðið var að hefja uppbyggingu nýrrar Hamarshallar. Ekki loftborið íþróttahús heldur varanleg lausn Meirihluti bæjarstjórnar hefur frá því að hann tók við stjórn bæjarins í lok maí 2022 stefnt einarðlega að því koma upp íþróttaaðstöðu sem er varanleg, hagkvæm og hentar öllum, í stað loftborna íþróttahússins sem fauk af grunni sínum í febrúar 2022. Það markmið útilokar í raun sjálfkrafa að nýju loftbornu íþróttahúsi verði komið upp, lausn sem að minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir. Ljóst er að loftborið íþróttahús er ekki varanleg lausn, hún er dýrari en hefðbundnar lausnir til lengri tíma og hentar illa mörgum íþróttum auk þess sem hluti einstaklinga finnur til óþæginda í því vegna loftþrýstings og getur þess vegna ekki notað það. Gervigrasvöllur og íþróttahús leigt Ákveðið hefur verið að koma upp upphituðum gervigrasvelli í fullri stærð á íþróttasvæðinu inni í Dal en þar er framtíðaríþróttasvæði bæjarins skipulagt. Með því verður til góð aðstaða fyrir knattspyrnuiðkun. Nú er aðeins einn löglegur gervigrasvöllur á öllu Suðurlandi og er ljóst að góður möguleiki er að leigja út tíma sem Hamar notar ekki á gervigrasvelli til annarra liða og þar með eru góðir tekjumöguleikar. Hönnun og framkvæmdir á gervigrasvellinum fer strax af stað og standa vonir til þess að hann geti verið kominn upp á næsta ári en nákvæmari tímasetningar um framkvæmdir munu verða gefnar út á næstu vikum. Til þess að mæta mikilli þörf fyrir aðstöðu fyrir inniíþróttir hefur jafnframt verið ákveðið að taka á leigu húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan veg. Lagt er upp með að húsnæðið sé um 700 fermetrar að stærð og verður lagt íþróttagólfi og verði leigt í 3-5 ár. Eftir þann tíma er vonast til þess að varanleg aðstaða til inniíþrótta verði komin upp. Þá er lagt upp með að bæta umferðaröryggi verulega í Vorsabæ vegna þessa. Unnið áfram að áætlun um uppbyggingu Hamarshallar Ákveðið hefur verið að fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Tilboð sem bárust í alútboði, sem undirbúið var á síðasta ári, var öllum hafnað nú í apríl og ákveðið hefur verið halda ekki samkeppnisviðræðum við tilboðsgjafa áfram. Með því að fresta málinu og fara í þá uppbyggingu sem að framan er kynnt gefst meira svigrúm til að undirbúa málið vel og skoða alla mögulega kosti í ljósi fjárhagsstöðu. Í því samhengi má nefna að áhugi er á því að skoða samstarfsgrundvöll við fasteignafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar í samhengi við uppbyggingu íþróttahótels eða stækkun íþróttahúss við Skólamörk. Bætt aðstaða í vetur Þá hefur jafnframt verið ákveðið að ráðast í aðgerðir til að bæta þá íþróttaaðstöðu sem þegar er til staðar í bænum í samráði við Íþróttafélagið Hamar. Má þar t.d. nefna að koma upp nýjum körfuboltaspjöldum í íþróttahúsinu og ryðja snjó á gervigrasvellinum á grunni Hamarshallarinnar þegar á þarf að halda. Mikilvægt er að stíga þessi skref til að aðstaðan verði þolanlegri þar til varanlegri aðstaða hefur verið sett upp. Komið að skuldadögum í skolphreinsimálum Innviðaskuldin í Hveragerði er mikil og því miður hefur uppbygging innviða ekki haldist í við mikla íbúafjölgun síðustu ár. Stærsta skuldin er í skolphreinsimálum en hreinsistöð Hveragerðis í Vorsabæ annar ekki lengur íbúum og ferðamönnum í bænum. Staðan í dag er sú að lokað hefur verið fyrir veiði í Varmá vegna mengunar frá skolphreinsistöðinni. Við slíkt verður ekki búið og nauðsynlegt er að forgangsraða fjármunum í uppbyggingu og stækkun skolphreinsistöðvarinnar. Þetta er þó ekki ný staða því í raun hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands beint því til Hveragerðisbæjar allt frá árinu 2012 að bæta hreinsun fráveituvatns, en því miður var ekki nægileg áhersla lögð á að bæta fráveitumál hjá fyrrum meirihluta. Þessi staða skýrir m.a. ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar um skamman tíma á meðan komist er fyrir vind í skolphreinsimálum bæjarins. Með þessum aðgerðum verður íþróttaaðstaða í Hveragerði bætt með það að markmiði að byggja aðstöðu til framtíðar. Höfundar eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerði og Framsóknarflokks í meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Hamar Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar samþykkti á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023 að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar og fara strax af stað með byggingu gervigrasvallar í fullri stærð og leigja húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan þjóðveg fyrir inniíþróttir. Ástæða þessa er að gífurleg þörf er á mikilli fjárfestingu í skolphreinsistöð bæjarins en Hveragerðisbær hefur því miður ekki sinnt uppbyggingu hennar í samræmi við íbúafjölgun. Einnig er nú mun erfiðara efnahagsumhverfi og verri lánskjör en fyrir rúmu ári síðan þegar ákveðið var að hefja uppbyggingu nýrrar Hamarshallar. Ekki loftborið íþróttahús heldur varanleg lausn Meirihluti bæjarstjórnar hefur frá því að hann tók við stjórn bæjarins í lok maí 2022 stefnt einarðlega að því koma upp íþróttaaðstöðu sem er varanleg, hagkvæm og hentar öllum, í stað loftborna íþróttahússins sem fauk af grunni sínum í febrúar 2022. Það markmið útilokar í raun sjálfkrafa að nýju loftbornu íþróttahúsi verði komið upp, lausn sem að minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir. Ljóst er að loftborið íþróttahús er ekki varanleg lausn, hún er dýrari en hefðbundnar lausnir til lengri tíma og hentar illa mörgum íþróttum auk þess sem hluti einstaklinga finnur til óþæginda í því vegna loftþrýstings og getur þess vegna ekki notað það. Gervigrasvöllur og íþróttahús leigt Ákveðið hefur verið að koma upp upphituðum gervigrasvelli í fullri stærð á íþróttasvæðinu inni í Dal en þar er framtíðaríþróttasvæði bæjarins skipulagt. Með því verður til góð aðstaða fyrir knattspyrnuiðkun. Nú er aðeins einn löglegur gervigrasvöllur á öllu Suðurlandi og er ljóst að góður möguleiki er að leigja út tíma sem Hamar notar ekki á gervigrasvelli til annarra liða og þar með eru góðir tekjumöguleikar. Hönnun og framkvæmdir á gervigrasvellinum fer strax af stað og standa vonir til þess að hann geti verið kominn upp á næsta ári en nákvæmari tímasetningar um framkvæmdir munu verða gefnar út á næstu vikum. Til þess að mæta mikilli þörf fyrir aðstöðu fyrir inniíþróttir hefur jafnframt verið ákveðið að taka á leigu húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan veg. Lagt er upp með að húsnæðið sé um 700 fermetrar að stærð og verður lagt íþróttagólfi og verði leigt í 3-5 ár. Eftir þann tíma er vonast til þess að varanleg aðstaða til inniíþrótta verði komin upp. Þá er lagt upp með að bæta umferðaröryggi verulega í Vorsabæ vegna þessa. Unnið áfram að áætlun um uppbyggingu Hamarshallar Ákveðið hefur verið að fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Tilboð sem bárust í alútboði, sem undirbúið var á síðasta ári, var öllum hafnað nú í apríl og ákveðið hefur verið halda ekki samkeppnisviðræðum við tilboðsgjafa áfram. Með því að fresta málinu og fara í þá uppbyggingu sem að framan er kynnt gefst meira svigrúm til að undirbúa málið vel og skoða alla mögulega kosti í ljósi fjárhagsstöðu. Í því samhengi má nefna að áhugi er á því að skoða samstarfsgrundvöll við fasteignafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar í samhengi við uppbyggingu íþróttahótels eða stækkun íþróttahúss við Skólamörk. Bætt aðstaða í vetur Þá hefur jafnframt verið ákveðið að ráðast í aðgerðir til að bæta þá íþróttaaðstöðu sem þegar er til staðar í bænum í samráði við Íþróttafélagið Hamar. Má þar t.d. nefna að koma upp nýjum körfuboltaspjöldum í íþróttahúsinu og ryðja snjó á gervigrasvellinum á grunni Hamarshallarinnar þegar á þarf að halda. Mikilvægt er að stíga þessi skref til að aðstaðan verði þolanlegri þar til varanlegri aðstaða hefur verið sett upp. Komið að skuldadögum í skolphreinsimálum Innviðaskuldin í Hveragerði er mikil og því miður hefur uppbygging innviða ekki haldist í við mikla íbúafjölgun síðustu ár. Stærsta skuldin er í skolphreinsimálum en hreinsistöð Hveragerðis í Vorsabæ annar ekki lengur íbúum og ferðamönnum í bænum. Staðan í dag er sú að lokað hefur verið fyrir veiði í Varmá vegna mengunar frá skolphreinsistöðinni. Við slíkt verður ekki búið og nauðsynlegt er að forgangsraða fjármunum í uppbyggingu og stækkun skolphreinsistöðvarinnar. Þetta er þó ekki ný staða því í raun hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands beint því til Hveragerðisbæjar allt frá árinu 2012 að bæta hreinsun fráveituvatns, en því miður var ekki nægileg áhersla lögð á að bæta fráveitumál hjá fyrrum meirihluta. Þessi staða skýrir m.a. ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar um skamman tíma á meðan komist er fyrir vind í skolphreinsimálum bæjarins. Með þessum aðgerðum verður íþróttaaðstaða í Hveragerði bætt með það að markmiði að byggja aðstöðu til framtíðar. Höfundar eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerði og Framsóknarflokks í meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðis.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun