„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. ágúst 2023 12:09 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur og aðrir í viðkvæmri stöðu gætu verið sviptar þjónustu í kjölfar nýrra útlendingalaga. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að útlendingalögin kveði á um að það megi almennt ekki. Ákvæði um að réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd falli úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað um vernd á tveimur stjórnsýslustigum tók í gildi þegar umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra var samþykkt 15 mars síðastliðinn. Samræmist ekki lögum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir aðgerðirnar nú ekki í samræmi við lögin. „Það var gert skýrt við meðferð frumvarpsins að þessir einstaklingar ættu að vera undanþegnir en eins og við bentum á þá er þetta ákvæði í lögunum óskýrt, það er loðið, það er flókið og það er algjörlega óútfært. Þessi lög eru mjög vanhugsuð og í rauninni ekki nógu vel unnin,“ segir Arndís Anna. Píratar hafi varað við að þessi staða gæti komið upp, sem er flókin og erfið fyrir kerfið auk þeirra sem finni fyrir áhrif laganna. Engar opnar undanþágur Arndís Anna segir margt fólk, í allskonar stöðu, nú vera að missa þjónustu. „Við bentum á það annars vegar að lögin væru óskýr, þau væru ósanngjörn. Það eru engar opnar undanþágur til dæmis fyrir einstaklinga í gríðarlega viðkvæmri stöðu,“ segir hún og bætir við: „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sú undantekning er mjög víðtækt orðuð í lögunum þannig jú að einhverju leyti kemur að óvart að það sé engu að síður verið að vísa börnum á götuna. En við vöruðum samt við þessu vegna þess að lögin eru óskýr og þau eru illa ígrunduð.“ Óljóst hvað tekur við Misvísandi upplýsingar hafi komið fram í umræðu þingsins um frumvarpið um það hvort fólk í þessari stöðu ætti kost á neyðarþjónustu hjá sveitarfélögum í staðin. Það sé því óljóst hvað verður um fólkið. Arndís vonar að ríkisstjórnin sjái að sér. „Ég vona að þau sjái að sér og leiti betri lausna til þess að glíma við þessa áskorun en þetta var algjörlega viðbúið,“ segir hún jafnframt. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að útlendingalögin kveði á um að það megi almennt ekki. Ákvæði um að réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd falli úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað um vernd á tveimur stjórnsýslustigum tók í gildi þegar umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra var samþykkt 15 mars síðastliðinn. Samræmist ekki lögum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir aðgerðirnar nú ekki í samræmi við lögin. „Það var gert skýrt við meðferð frumvarpsins að þessir einstaklingar ættu að vera undanþegnir en eins og við bentum á þá er þetta ákvæði í lögunum óskýrt, það er loðið, það er flókið og það er algjörlega óútfært. Þessi lög eru mjög vanhugsuð og í rauninni ekki nógu vel unnin,“ segir Arndís Anna. Píratar hafi varað við að þessi staða gæti komið upp, sem er flókin og erfið fyrir kerfið auk þeirra sem finni fyrir áhrif laganna. Engar opnar undanþágur Arndís Anna segir margt fólk, í allskonar stöðu, nú vera að missa þjónustu. „Við bentum á það annars vegar að lögin væru óskýr, þau væru ósanngjörn. Það eru engar opnar undanþágur til dæmis fyrir einstaklinga í gríðarlega viðkvæmri stöðu,“ segir hún og bætir við: „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sú undantekning er mjög víðtækt orðuð í lögunum þannig jú að einhverju leyti kemur að óvart að það sé engu að síður verið að vísa börnum á götuna. En við vöruðum samt við þessu vegna þess að lögin eru óskýr og þau eru illa ígrunduð.“ Óljóst hvað tekur við Misvísandi upplýsingar hafi komið fram í umræðu þingsins um frumvarpið um það hvort fólk í þessari stöðu ætti kost á neyðarþjónustu hjá sveitarfélögum í staðin. Það sé því óljóst hvað verður um fólkið. Arndís vonar að ríkisstjórnin sjái að sér. „Ég vona að þau sjái að sér og leiti betri lausna til þess að glíma við þessa áskorun en þetta var algjörlega viðbúið,“ segir hún jafnframt.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02