Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Lovísa Arnardóttir skrifar 10. ágúst 2023 21:01 Mary og Esther eru báðar þolendur mansals. Vísir/Einar Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Esther og Mary eru báðar frá Nígeríu en komu til Íslands frá Ítalíu þar sem þær segjast hafa verið þolendur mansals í um fjögur ár. Þær hafa báðar fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi, og hefur, samkvæmt nýju útlendingalögunum, verið tilkynnt um lok á þjónustu en samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þá fá endanlega synjun, undanskilin eru samt börn og fjölskyldur þeirra. Á meðan fólk bíður þess að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála mega þau ekki vinna. Konurnar voru báðar í vikunni sviptar framfærslu, greiðslukortum þeirra lokað og verða að öllum líkindum heimilislausar á morgun þegar vísa á þeim úr núverandi úrræði. Þær vilja ekki fara aftur til heimalandsins eða til Ítalíu. „Ég er búin að vera á Íslandi í um þrjú ár og fékk endanlega synjun í mars á þessu ári. Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar síðan þá en svo á mánudag var mér tilkynnt að ég þyrfti að yfirgefa húsnæðið mitt og að ég þyrfti að koma hingað,“ segir Esther Omoregieo og að hún vilji vera hér áfram til að vinna. Esther segist ekkert hafa heyrt í fjölskyldu sinni um árabil. Vísir/Einar „Ég hef verið hér í þrjú ár og fjóra mánuði og var synjað í fyrra. Íslensk stjórnvöld vilja að ég fari aftur heim en ég hef sagt þeim að það er ekki öruggt fyrir mig það,“ segir Mary Itohan Ehichioyah og að hún eigi von á því að vera vísað úr búsetuúrræði sínu í dag. Hún segist óttast það að búa á götunni. Esther segist ekki hafa áhuga á því að fara heim eða eiga stað í Nígeríu. Hún segist ekki hafa heyrt í fjölskyldu sinni í langan tíma og að hún viti ekki hvort þau séu á lífi. Hún segir ekkert fyrir sig í Nígeríu og hvað þá á Ítalíu, þar sem hún var segist hafa verið þvinguð í vændi eftir að hún kom þangað frá Nígeríu. „Manneskjan sem flutti mig til Ítalíu sagði mér ekki að ég ætti að fara í vændi þannig ég fór þaðan og fór til Íslands í leit að betra lífi,“ segir Esther. Mary segir svipaða sögu og lýsir því að sá sem flutti hana frá Nígeríu til Ítalíu hafi selt hana í vændi en svo hafi henni tekist að flýja. „Mér tókst að flýja til Íslands í leit að friði og vernd.“ Báðar vilja þær fá að vera áfram á Íslandi, til að vinna og búa. „Við vitum ekki hvað gerist á morgun. Við erum hræddar en okkur var sagt að við þyrftum að fara á morgun. Þá verðum við á götunni. Við þekkjum engan hér og við erum hræddar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ítalía Nígería Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Esther og Mary eru báðar frá Nígeríu en komu til Íslands frá Ítalíu þar sem þær segjast hafa verið þolendur mansals í um fjögur ár. Þær hafa báðar fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi, og hefur, samkvæmt nýju útlendingalögunum, verið tilkynnt um lok á þjónustu en samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þá fá endanlega synjun, undanskilin eru samt börn og fjölskyldur þeirra. Á meðan fólk bíður þess að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála mega þau ekki vinna. Konurnar voru báðar í vikunni sviptar framfærslu, greiðslukortum þeirra lokað og verða að öllum líkindum heimilislausar á morgun þegar vísa á þeim úr núverandi úrræði. Þær vilja ekki fara aftur til heimalandsins eða til Ítalíu. „Ég er búin að vera á Íslandi í um þrjú ár og fékk endanlega synjun í mars á þessu ári. Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar síðan þá en svo á mánudag var mér tilkynnt að ég þyrfti að yfirgefa húsnæðið mitt og að ég þyrfti að koma hingað,“ segir Esther Omoregieo og að hún vilji vera hér áfram til að vinna. Esther segist ekkert hafa heyrt í fjölskyldu sinni um árabil. Vísir/Einar „Ég hef verið hér í þrjú ár og fjóra mánuði og var synjað í fyrra. Íslensk stjórnvöld vilja að ég fari aftur heim en ég hef sagt þeim að það er ekki öruggt fyrir mig það,“ segir Mary Itohan Ehichioyah og að hún eigi von á því að vera vísað úr búsetuúrræði sínu í dag. Hún segist óttast það að búa á götunni. Esther segist ekki hafa áhuga á því að fara heim eða eiga stað í Nígeríu. Hún segist ekki hafa heyrt í fjölskyldu sinni í langan tíma og að hún viti ekki hvort þau séu á lífi. Hún segir ekkert fyrir sig í Nígeríu og hvað þá á Ítalíu, þar sem hún var segist hafa verið þvinguð í vændi eftir að hún kom þangað frá Nígeríu. „Manneskjan sem flutti mig til Ítalíu sagði mér ekki að ég ætti að fara í vændi þannig ég fór þaðan og fór til Íslands í leit að betra lífi,“ segir Esther. Mary segir svipaða sögu og lýsir því að sá sem flutti hana frá Nígeríu til Ítalíu hafi selt hana í vændi en svo hafi henni tekist að flýja. „Mér tókst að flýja til Íslands í leit að friði og vernd.“ Báðar vilja þær fá að vera áfram á Íslandi, til að vinna og búa. „Við vitum ekki hvað gerist á morgun. Við erum hræddar en okkur var sagt að við þyrftum að fara á morgun. Þá verðum við á götunni. Við þekkjum engan hér og við erum hræddar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ítalía Nígería Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53
„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02
Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01