Ísak lék fyrsta klukkutíman í sigri Rosenborg í kvöld, en það voru þeir Emil Frederiksen og Jayden Nelson sem sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik.
Eins og áður segir vann Rosenborg 2-1 sigur og fer því með eins marks forystu í síðari leik liðanna sem fram fer í Skotlandi að viku liðinni.
Þá lék Sverrir Ingi Ingason allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Midtjylland er liðið þurfti að sætta sig við 1-0 tap á útivelli gegn Omonia. Sverrir og félagar þurfa því að snúa taflinu við er liðin mætast á ný í Danmörku eftir viku.