Vildi gera „eitthvað alveg nýtt“ í treyjuhönnun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 00:05 Treyjan seldist upp á mettíma að næturlagi. Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru á sölu á miðnætti. Leikjahæsti leikmaður Víkings, sem jafnframt átti hugmyndina að treyjunni, vildi gera „eitthvað alveg nýtt“ í treyjuhönnun á Íslandi. Um er að ræða treyju hannaða af Hildi Yeoman sem er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fólks sem hefur fengið krabbamein og aðstandenda þess. Salan átti að fara fram á miðnætti 10. ágúst en fjöldi áhugasamra var svo mikil að vefsíða Víkings hrundi. Henni var komið aftur í lag um klukkan hálf tvö og seldust treyjurnar þá upp á mettíma. Sjá einnig: Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Halldór Smára Sigurðsson leikmann Víkings, sem átti hugmyndina að verkefninu, og Hildi Yeoman: „Hugmyndin snerist um það að gera eitthvað alveg nýtt í treyjuhönnun. Við vildum fá hönnuð með okkur í lið og þá að einkenni hönnuðarins myndu skína í gegn en ekki einkenni Víkings. Þess vegna leitaði ég til Hildar,“ segir Halldór Smári. „Þetta er ölduteikning. Nýja línan snerist um hafið. Okkur fannst það henta vel fyrir Víkingana, öldurnar,“ segir Hildur. Berglind Häsler, ekkja Svavars Péturs, ræddi einnig treyjuna en leitað var til hennar við skipulagningu treyjuverkefnisins. Berglind og fjölskylda býr í Fossvoginum og segir hún að það hafi alltaf verið draumur Prins Póló að semja víkingslagið. Á treyjunni eru skilaboðin „Nú er góður tími“ sem Berglind útskýrir: „Þetta er eitt af síðustu lögunum sem hann samdi, til þess að minna okkur á að núna er góður tími. Mér fannst það passa vel við fótboltann. Við viljum hafa góð skilaboð og það er sannarlega alltaf góð skilaboð að lifa í núinu.“ Tíska og hönnun Hjálparstarf Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru að sölu á miðnætti. Pöntunarkerfið hrundi en allar 210 treyjurnar sem voru í boði eru seldar. Treyjan er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló. Kóróna og texti úr lagi hans má finna á treyjunni. 10. ágúst 2023 08:27 Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 8. ágúst 2023 15:19 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Um er að ræða treyju hannaða af Hildi Yeoman sem er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fólks sem hefur fengið krabbamein og aðstandenda þess. Salan átti að fara fram á miðnætti 10. ágúst en fjöldi áhugasamra var svo mikil að vefsíða Víkings hrundi. Henni var komið aftur í lag um klukkan hálf tvö og seldust treyjurnar þá upp á mettíma. Sjá einnig: Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Halldór Smára Sigurðsson leikmann Víkings, sem átti hugmyndina að verkefninu, og Hildi Yeoman: „Hugmyndin snerist um það að gera eitthvað alveg nýtt í treyjuhönnun. Við vildum fá hönnuð með okkur í lið og þá að einkenni hönnuðarins myndu skína í gegn en ekki einkenni Víkings. Þess vegna leitaði ég til Hildar,“ segir Halldór Smári. „Þetta er ölduteikning. Nýja línan snerist um hafið. Okkur fannst það henta vel fyrir Víkingana, öldurnar,“ segir Hildur. Berglind Häsler, ekkja Svavars Péturs, ræddi einnig treyjuna en leitað var til hennar við skipulagningu treyjuverkefnisins. Berglind og fjölskylda býr í Fossvoginum og segir hún að það hafi alltaf verið draumur Prins Póló að semja víkingslagið. Á treyjunni eru skilaboðin „Nú er góður tími“ sem Berglind útskýrir: „Þetta er eitt af síðustu lögunum sem hann samdi, til þess að minna okkur á að núna er góður tími. Mér fannst það passa vel við fótboltann. Við viljum hafa góð skilaboð og það er sannarlega alltaf góð skilaboð að lifa í núinu.“
Tíska og hönnun Hjálparstarf Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru að sölu á miðnætti. Pöntunarkerfið hrundi en allar 210 treyjurnar sem voru í boði eru seldar. Treyjan er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló. Kóróna og texti úr lagi hans má finna á treyjunni. 10. ágúst 2023 08:27 Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 8. ágúst 2023 15:19 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru að sölu á miðnætti. Pöntunarkerfið hrundi en allar 210 treyjurnar sem voru í boði eru seldar. Treyjan er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló. Kóróna og texti úr lagi hans má finna á treyjunni. 10. ágúst 2023 08:27
Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 8. ágúst 2023 15:19