Björgvin Karl gat ekki klætt sig í sokkana rúmri viku fyrir heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2023 08:31 Andrew Martin. hamast hér á Björgvini Karl Guðmundssyni til að reyna að koma honum í gegnum lokadaginn. Instagram/@bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson tókst ekki að halda sér í hópi tíu bestu í heiminum en hann fór vel yfir hvað hann þurfti að leggja mikið á sig til að klára heimsleikana í ár. Björgvin var að keppa á sínum tíundu heimsleikum í röð en endaði að lokum í ellefta sæti sem var næstbesti árangur Íslendings í aðalflokkunum í ár en Katrín Tanja Davíðsdóttir náði sjöunda sætinu hjá konunum. Björgvin Karl hefur glímt við bakmeiðsli í allt sumar og það háði honum sérstaklega í lyfingaæfingunni á leikunum í ár. Eftir hana sagði Björgvin frá því í eftirminnilegu viðtali að hann það hafi verið peningarnir sem fengu hann til að pína sig til að klára heimsleikana. Björgvin taldi sig samt þurfa að útskýra stöðu sína betur og fór yfir heimsleikana í fimm færslum á Instagram reikningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin sagði þar frá því að hann hafi fundið fyrst fyrir bakinu fyrir lokagreinina á undanúrslitamótinu þar sem hann tryggði sér farseðilinn á heimsleikana. Björgvin sagði að meiðslin hafi tekið sig aftur upp í lokaundirbúningnum fyrir leikana sem þýddi að hann gat lítið sem ekkert æft lyftingarnar. Brotnaði niður og ætlaði að hætta við þátttöku Björgvin sagðist hafa brotnað niður þegar ekkert gekk og að hann hafi íhugað það að draga sig úr keppni vegna meiðslanna. „Ég þakklátur fyrir að hafa frestað því um einn dag því það var eins og eitthvað hafi smollið um nóttina. Bakið var mikið betra og ég komst yfir vonbrigðin frá deginum áður,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson. „Ég var ekki að lyfta því sama og ég get en sú staðreynd að ég gat gert þetta allt níu dögum fyrir heimsleikana var eins og kraftaverk miðað við það að ég gat ekki klætt mig í sokkana tveimur dögum fyrr,“ skrifaði Björgvin Karl. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Hamaðist í þrjá og hálfan tíma á bakinu hans Björgvin Karl fer yfir keppnina og hvernig hann varð mjög slæmur í bakinu eftir fimm kílómetra hlaupið. „Á laugardagskvöldinu þá var Andrew í yfirvinnu að taka bakið í gegn og ég tel að hann hafi á endanum komist að rót vandans. Hann eyddi líklega þremur og hálfum klukkutíma á hótelinu að grafa niður í það sem mér fannst vera mænan mín. Þetta var svo sannarlega ekki þægilegt en eftir það gat ég lyft 52 kílóum án þess að finna neitt,“ skrifaði Björgvin. Björgvin Karl gerir síðan upp helgina í lokafærslu sinni. Hann náði að klára lokadaginn þótt að hann hafi dottið niður um nokkur sæti í lokin. „Þrátt fyrir allt það sem gekk á í síðustu viku þá er ég ánægður í hjarta mínu. Ég segi það alveg satt,“ skrifaði Björgvin. „Ég hef verið með sama þjálfarann öll tíu árin mín í þessu sporti og hann hefur haft rosalega mikla trú á mér frá degi eitt. Það var í gegnum hann sem ég kynntist Andrew Martin. Þekking og hæfni hans er eins góð og þú finnur og teymið í kringum mig er ástæðan fyrir því að ég gat klárað þessa keppni,“ skrifaði Björgvin. „Ég hefði svo auðveldlega getað hætt keppni og ég er viss um að allir hefðu skilið það. Ég vil líka þakka sjálfum mér fyrir að trúa á mig sjálfan og pína mig í gegnum sársaukann,“ skrifaði Björgvin sem ætlar að taka sér gott frí og láta skoða bakið betur. „Lokasæti mitt er ekkert til að monta mig af miðað við hvar ég hef endað undanfarin níu ár. Ég er samt mjög stoltur af því að ég var að berjast um verðlaunasætið mest alla vikuna. Ég sé ekki eftir neinu og ég mun sjá ykkur aftur á keppnisgólfinu í framtíðinni,“ skrifaði Björgvin. Það má sjá allar þessar fimm færslur Björgvins hér fyrir ofan og neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira
Björgvin var að keppa á sínum tíundu heimsleikum í röð en endaði að lokum í ellefta sæti sem var næstbesti árangur Íslendings í aðalflokkunum í ár en Katrín Tanja Davíðsdóttir náði sjöunda sætinu hjá konunum. Björgvin Karl hefur glímt við bakmeiðsli í allt sumar og það háði honum sérstaklega í lyfingaæfingunni á leikunum í ár. Eftir hana sagði Björgvin frá því í eftirminnilegu viðtali að hann það hafi verið peningarnir sem fengu hann til að pína sig til að klára heimsleikana. Björgvin taldi sig samt þurfa að útskýra stöðu sína betur og fór yfir heimsleikana í fimm færslum á Instagram reikningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin sagði þar frá því að hann hafi fundið fyrst fyrir bakinu fyrir lokagreinina á undanúrslitamótinu þar sem hann tryggði sér farseðilinn á heimsleikana. Björgvin sagði að meiðslin hafi tekið sig aftur upp í lokaundirbúningnum fyrir leikana sem þýddi að hann gat lítið sem ekkert æft lyftingarnar. Brotnaði niður og ætlaði að hætta við þátttöku Björgvin sagðist hafa brotnað niður þegar ekkert gekk og að hann hafi íhugað það að draga sig úr keppni vegna meiðslanna. „Ég þakklátur fyrir að hafa frestað því um einn dag því það var eins og eitthvað hafi smollið um nóttina. Bakið var mikið betra og ég komst yfir vonbrigðin frá deginum áður,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson. „Ég var ekki að lyfta því sama og ég get en sú staðreynd að ég gat gert þetta allt níu dögum fyrir heimsleikana var eins og kraftaverk miðað við það að ég gat ekki klætt mig í sokkana tveimur dögum fyrr,“ skrifaði Björgvin Karl. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Hamaðist í þrjá og hálfan tíma á bakinu hans Björgvin Karl fer yfir keppnina og hvernig hann varð mjög slæmur í bakinu eftir fimm kílómetra hlaupið. „Á laugardagskvöldinu þá var Andrew í yfirvinnu að taka bakið í gegn og ég tel að hann hafi á endanum komist að rót vandans. Hann eyddi líklega þremur og hálfum klukkutíma á hótelinu að grafa niður í það sem mér fannst vera mænan mín. Þetta var svo sannarlega ekki þægilegt en eftir það gat ég lyft 52 kílóum án þess að finna neitt,“ skrifaði Björgvin. Björgvin Karl gerir síðan upp helgina í lokafærslu sinni. Hann náði að klára lokadaginn þótt að hann hafi dottið niður um nokkur sæti í lokin. „Þrátt fyrir allt það sem gekk á í síðustu viku þá er ég ánægður í hjarta mínu. Ég segi það alveg satt,“ skrifaði Björgvin. „Ég hef verið með sama þjálfarann öll tíu árin mín í þessu sporti og hann hefur haft rosalega mikla trú á mér frá degi eitt. Það var í gegnum hann sem ég kynntist Andrew Martin. Þekking og hæfni hans er eins góð og þú finnur og teymið í kringum mig er ástæðan fyrir því að ég gat klárað þessa keppni,“ skrifaði Björgvin. „Ég hefði svo auðveldlega getað hætt keppni og ég er viss um að allir hefðu skilið það. Ég vil líka þakka sjálfum mér fyrir að trúa á mig sjálfan og pína mig í gegnum sársaukann,“ skrifaði Björgvin sem ætlar að taka sér gott frí og láta skoða bakið betur. „Lokasæti mitt er ekkert til að monta mig af miðað við hvar ég hef endað undanfarin níu ár. Ég er samt mjög stoltur af því að ég var að berjast um verðlaunasætið mest alla vikuna. Ég sé ekki eftir neinu og ég mun sjá ykkur aftur á keppnisgólfinu í framtíðinni,“ skrifaði Björgvin. Það má sjá allar þessar fimm færslur Björgvins hér fyrir ofan og neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira