Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Telma Tómasson skrifar 11. ágúst 2023 10:25 Elvar og Fjalladís urðu tvöfaldir heimsmeistarar í gær. Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. Gríðarleg stemning er á áhorfendapöllunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, þegar Jóhanna Margrét Snorradóttir, ein skærasta stjarnan í íslandshestaheiminum, reið í braut á sínum drifhvíta hesti, Bárði frá Melabergi. Þjóðarhátíðarsmellur Emmsje Gauta Þúsund hjörtu var viðeigandi val á lagi undir sýningu Jóhönnu Margrétar og Bárðs, enda er spenningurinn er ekki aðeins hjá knapanum heldur lifa áhorfendur sig inn í sýninguna, sem þarf að vera hárnákvæm til að komast í úrslit og á toppinn. Samkeppnin er hörð, enda er mikill fjöldi topphesta á meginlandinu. Afreksknapinn Viðar Ingólfsson á glæsihestinum Þór frá Stóra-Hofi, sem einnig má sjá í myndbandinu, fór mikinn, en allir íslensku keppendurnir hafa til þessa náð góðum árangri og miklar væntingar eru gerðar til liðsins. Alls eru 17 knapar í íslenska liðinu, sem keppa í fullorðinsflokki, ungmennaflokki og sýna kynbótahross. Frekari fréttir af gengi þess má sjá á vef Landssambands hestamannafélaga. Nær hámarki um helgina Um 200 keppendur frá 17 löndum taka þátt í mótinu. Úrhellis rigning gerði mótshöldurum erfitt fyrir í undirbúningnum, en svo fór fór sólin að skína og nú þarf að vökva vellina. Um 450 sjálboðaliðar auk framkvæmdastjórnar gæta þess að allt fari fram eins og áætlað er. Vinnudagarnir eru langir, um 18 klukkustundir á dag. Stemningin nær svo hámarki um helgina. Talið er að um 8500 manns séu á svæðinu nú á föstudegi, en fólk er enn að drífa að og gert ráð fyrir að fjölga muni í allt að ellefu þúsund þegar líður á. Hestar Hestaíþróttir Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Sjá meira
Gríðarleg stemning er á áhorfendapöllunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, þegar Jóhanna Margrét Snorradóttir, ein skærasta stjarnan í íslandshestaheiminum, reið í braut á sínum drifhvíta hesti, Bárði frá Melabergi. Þjóðarhátíðarsmellur Emmsje Gauta Þúsund hjörtu var viðeigandi val á lagi undir sýningu Jóhönnu Margrétar og Bárðs, enda er spenningurinn er ekki aðeins hjá knapanum heldur lifa áhorfendur sig inn í sýninguna, sem þarf að vera hárnákvæm til að komast í úrslit og á toppinn. Samkeppnin er hörð, enda er mikill fjöldi topphesta á meginlandinu. Afreksknapinn Viðar Ingólfsson á glæsihestinum Þór frá Stóra-Hofi, sem einnig má sjá í myndbandinu, fór mikinn, en allir íslensku keppendurnir hafa til þessa náð góðum árangri og miklar væntingar eru gerðar til liðsins. Alls eru 17 knapar í íslenska liðinu, sem keppa í fullorðinsflokki, ungmennaflokki og sýna kynbótahross. Frekari fréttir af gengi þess má sjá á vef Landssambands hestamannafélaga. Nær hámarki um helgina Um 200 keppendur frá 17 löndum taka þátt í mótinu. Úrhellis rigning gerði mótshöldurum erfitt fyrir í undirbúningnum, en svo fór fór sólin að skína og nú þarf að vökva vellina. Um 450 sjálboðaliðar auk framkvæmdastjórnar gæta þess að allt fari fram eins og áætlað er. Vinnudagarnir eru langir, um 18 klukkustundir á dag. Stemningin nær svo hámarki um helgina. Talið er að um 8500 manns séu á svæðinu nú á föstudegi, en fólk er enn að drífa að og gert ráð fyrir að fjölga muni í allt að ellefu þúsund þegar líður á.
Hestar Hestaíþróttir Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Sjá meira