Guðbjörg keppir við Evrópumeistara og Kolbeinn biður um logn Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 16:01 Kolbeinn Höður Gunnarsson hefur hlaupið fjórum sinnum undir Íslandsmetinu í 100 metra hlaupi, en alltaf í aðeins of miklum meðvindi til að fá það skráð. FRÍ/MARTA SILJUDÓTTIR Það verður nóg um að vera á ÍR-vellinum á morgun þegar bikarkeppni frjálsíþróttasambands Íslands fer fram. FH hefur titil að verja eftir að hafa unnið þrefalt, það er að segja stigakeppni karla, kvenna og samanlagt, síðustu ár eða frá og með 2019 (ekki var keppt 2020 vegna Covid). Keppnin stendur yfir frá klukkan 13 til 16 á morgun og á meðal hápunkta má nefna 100 metra hlaup karla og kvenna. Kolbeinn Höður Gunnarsson jafnaði Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi í sumar og hefur alls fjórum sinnum náð að hlaupa undir Íslandsmetinu í ár. Hins vegar hefur meðvindur alltaf mælst of mikill til að metið teljist gilt og því ekki aðeins spurning hvernig Kolbeinn hleypur á morgun heldur einnig hversu stillt veðrið verður. Í 100 metra hlaupi kvenna keppa meðal annars Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi, og hin hollenska Naomi Sedney. Hún er 28 ára gömul og með það á ferilskránni að hafa meðal annars orðið Evrópumeistari 2016 með sveit Hollands í 4x100 metra boðhlaupi. Sedney hefur búið á Íslandi síðustu ár og er kærasta Ívars Arnar Jónssonar, knattspyrnumanns í HK. Hún hefur keppt á nokkrum mótum hérlendis og safnar nú stigum fyrir FH í bikarkeppninni. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson verður einni gá ferðinni og freistar þess að ógna enn frekar Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar í langstökki – eftir að hafa verið átta sentímetrum frá því fyrr í sumar. Guðni Valur Guðnason keppir fyrir ÍR í kúluvarpi, rétt áður en hann heldur af stað á HM í Búdapest til að keppa í kringlukasti. Tímaseðil, úrslit og keppendalista má finna hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
FH hefur titil að verja eftir að hafa unnið þrefalt, það er að segja stigakeppni karla, kvenna og samanlagt, síðustu ár eða frá og með 2019 (ekki var keppt 2020 vegna Covid). Keppnin stendur yfir frá klukkan 13 til 16 á morgun og á meðal hápunkta má nefna 100 metra hlaup karla og kvenna. Kolbeinn Höður Gunnarsson jafnaði Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi í sumar og hefur alls fjórum sinnum náð að hlaupa undir Íslandsmetinu í ár. Hins vegar hefur meðvindur alltaf mælst of mikill til að metið teljist gilt og því ekki aðeins spurning hvernig Kolbeinn hleypur á morgun heldur einnig hversu stillt veðrið verður. Í 100 metra hlaupi kvenna keppa meðal annars Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi, og hin hollenska Naomi Sedney. Hún er 28 ára gömul og með það á ferilskránni að hafa meðal annars orðið Evrópumeistari 2016 með sveit Hollands í 4x100 metra boðhlaupi. Sedney hefur búið á Íslandi síðustu ár og er kærasta Ívars Arnar Jónssonar, knattspyrnumanns í HK. Hún hefur keppt á nokkrum mótum hérlendis og safnar nú stigum fyrir FH í bikarkeppninni. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson verður einni gá ferðinni og freistar þess að ógna enn frekar Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar í langstökki – eftir að hafa verið átta sentímetrum frá því fyrr í sumar. Guðni Valur Guðnason keppir fyrir ÍR í kúluvarpi, rétt áður en hann heldur af stað á HM í Búdapest til að keppa í kringlukasti. Tímaseðil, úrslit og keppendalista má finna hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira