Frelsi til að vera Ingvar P. Guðbjörnsson skrifar 11. ágúst 2023 17:01 Fljótlega eftir að ég kom út úr skápnum fyrir hartnær tveimur áratugum síðan fékk ég stundum spurningar þess eðlis hvernig ég gæti verið hinsegin og hægri maður. Þá upplifði ég að einhverjum aðilum finndist þetta ekki fara saman en fékk aldrei neinn botn í ástæður þess enda aldrei í vandræðum með svörin. Í mínum huga voru þeir sem þessar spurningar settu frem ekki nægilega vel upplýstir – ekki frekar en allt of margir almennt í gegnum áranna rás hafa ekki verið nægilega vel upplýstir þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Sem betur fer hefur allt þetta breyst og nokkuð hratt. Nú eru þeir sem hafa fordóma í miklu minnihluta. Ég er umburðarlindur í eðli mínu og kaus því alltaf að svara málefnalega og gefa fólki þann tíma sem það þurfti til að sjá samhengi hlutanna. Að hjóla ekki í manninn – heldur frekar að útskýra og reyna mitt til að fólk væri betur upplýst. Staðreyndin er sú að hinsegin fólk er allskonar þegar kemur að pólitískri sýn. Rétt eins og gagnkynhneigt fólk er allskonar. Og við eigum öll rétt á að vera allskonar. Ég hóf ungur þátttöku í stjórnmálum og hef alltaf verið mikill talsmaður frelsis. Var það áður en ég áttaði mig á því að ég væri samkynhneigður. Mín pólitíska mótun átti sér því stað löngu áður en ég kom út úr skápnum og það skemmtilega var að þegar það svo loks gerðist áttaði ég mig á því að þau mál sem ég hafði verið að berjast fyrir í minni pólitík studdu öll sérstaklega vel við þá baráttu sem hinsegin fólk hefur háð í rúmlega fjóra áratugi. Þar er einstaklingsfrelsið kjarninn. Enginn flokkur hefur í raun barist jafn mikið fyrir einstaklingsfrelsinu og sá flokkur sem ég hef stutt alla mína tíð. Ég er stoltur af því og stoltur af sögu flokksins þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Það er þó ekki þar með sagt að öll sagan sé enn skrifuð. Í dag eru a.m.k. tveir sveitarstjórnarmenn flokksins hinsegin. Flokkurinn hefur átt hinsegin aðstoðarmann ráðherra, hluti af starfsliði flokksins er og hefur verið hinsegin. Hinsegin fólk hefur valist í allskonar trúnaðarstörf innan flokksins. Það er ekki spurt að kynhneigð þegar fólk gefur kost á sér til starfa. Ég trúi því að einn daginn muni ég upplifa að flokkurinn eigi hinsegin þingmann, hinsegin ráðherra og að hinsegin einstaklingur veljist til æðstu forystustarfa í flokknum. Ég geri það þó ekki sem kröfu – enda snýst mín pólitík um að velja hverju sinni hæfustu einstaklingana til starfa og þar ræður kynhnegð ekki för. Ég bara veit að það eru engar slíkar hindranir og að þegar réttu einstaklingarnir ákveða að gefa kost á sér muni þeir njóta stuðnings út frá hæfileikum þeirra og skoðunum. Rétt eins og þeir hafa gert hingað til. Enda hvers vegna ætti hinsegin fólk ekki að geta valist til slíkra starfa í Sjálfstæðisflokknum þegar sagan er skoðuð? Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrsta kvenþingmanninn, fyrsta kvenráðherrann, fyrsta kvenborgarstjórann. Konur í sveitarstjórnum á vegum Sjálfstæðisflokksins í dag eru fleiri samanlagt en heildar fjöldi kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum nokkurs annars stjórnmálaflokks. Fleiri konur skipa ráðherraembætti flokksins í dag en karlar. Jafnrétti og frelsi eru ein af aðalgildum flokksins. Þessi orð eru ekki sett á blað til að kasta rýrð á aðra stjórnmálaflokka og ég geri ekki lítið úr framlagi þeirra til baráttu hinsegin fólks. En það hefur blundað í mér í að verða tvo áratugi afhverju sumt fólk sér ekki fara saman að hinsegin fólk taki fullan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og hvenær er betri tími til að vekja athygli á þessum málum en akkúrat í þeirri viku ársins þegar landsmenn fagna frelsinu, fagna fjölbreytileikanum, fagna umburðarlyndinu og mannkærleikanum? Ef allir stjórnmálaflokkar legðu jafnt í orði og á borði til frelsisbaráttunnar í landinu yrði Ísland ekki bara besta land í heimi – heldur langbesta land í heimi. Þar sem við lítum svo á að með því að gefa öllum færi á að blómstra í eigin skinni, að njóta hæfileika sinna og fulls einstaklings- og athafnafrelsis sköpum við besta samfélag sem völ er á og fáum það besta út úr hverjum og einum sem framlag til þess samfélags. Við höfum sýnt marg oft að við getum allt ef við tökum réttar ákvarðanir og rétt skref. Ef við stöndum saman. Barátta hinsegin fólks er ekki bara spurningin um að leyfa fólki eitthvað sem það á að hafa fullan rétt á með því einu að hafa fæðst og að vera til. Baráttan hefur ekki síður snúist um sýnileikann – að þora að vera. En á Íslandi á enginn að þurfa að þora að vera. Þar liggur lausnin í frelsinu. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fljótlega eftir að ég kom út úr skápnum fyrir hartnær tveimur áratugum síðan fékk ég stundum spurningar þess eðlis hvernig ég gæti verið hinsegin og hægri maður. Þá upplifði ég að einhverjum aðilum finndist þetta ekki fara saman en fékk aldrei neinn botn í ástæður þess enda aldrei í vandræðum með svörin. Í mínum huga voru þeir sem þessar spurningar settu frem ekki nægilega vel upplýstir – ekki frekar en allt of margir almennt í gegnum áranna rás hafa ekki verið nægilega vel upplýstir þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Sem betur fer hefur allt þetta breyst og nokkuð hratt. Nú eru þeir sem hafa fordóma í miklu minnihluta. Ég er umburðarlindur í eðli mínu og kaus því alltaf að svara málefnalega og gefa fólki þann tíma sem það þurfti til að sjá samhengi hlutanna. Að hjóla ekki í manninn – heldur frekar að útskýra og reyna mitt til að fólk væri betur upplýst. Staðreyndin er sú að hinsegin fólk er allskonar þegar kemur að pólitískri sýn. Rétt eins og gagnkynhneigt fólk er allskonar. Og við eigum öll rétt á að vera allskonar. Ég hóf ungur þátttöku í stjórnmálum og hef alltaf verið mikill talsmaður frelsis. Var það áður en ég áttaði mig á því að ég væri samkynhneigður. Mín pólitíska mótun átti sér því stað löngu áður en ég kom út úr skápnum og það skemmtilega var að þegar það svo loks gerðist áttaði ég mig á því að þau mál sem ég hafði verið að berjast fyrir í minni pólitík studdu öll sérstaklega vel við þá baráttu sem hinsegin fólk hefur háð í rúmlega fjóra áratugi. Þar er einstaklingsfrelsið kjarninn. Enginn flokkur hefur í raun barist jafn mikið fyrir einstaklingsfrelsinu og sá flokkur sem ég hef stutt alla mína tíð. Ég er stoltur af því og stoltur af sögu flokksins þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Það er þó ekki þar með sagt að öll sagan sé enn skrifuð. Í dag eru a.m.k. tveir sveitarstjórnarmenn flokksins hinsegin. Flokkurinn hefur átt hinsegin aðstoðarmann ráðherra, hluti af starfsliði flokksins er og hefur verið hinsegin. Hinsegin fólk hefur valist í allskonar trúnaðarstörf innan flokksins. Það er ekki spurt að kynhneigð þegar fólk gefur kost á sér til starfa. Ég trúi því að einn daginn muni ég upplifa að flokkurinn eigi hinsegin þingmann, hinsegin ráðherra og að hinsegin einstaklingur veljist til æðstu forystustarfa í flokknum. Ég geri það þó ekki sem kröfu – enda snýst mín pólitík um að velja hverju sinni hæfustu einstaklingana til starfa og þar ræður kynhnegð ekki för. Ég bara veit að það eru engar slíkar hindranir og að þegar réttu einstaklingarnir ákveða að gefa kost á sér muni þeir njóta stuðnings út frá hæfileikum þeirra og skoðunum. Rétt eins og þeir hafa gert hingað til. Enda hvers vegna ætti hinsegin fólk ekki að geta valist til slíkra starfa í Sjálfstæðisflokknum þegar sagan er skoðuð? Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrsta kvenþingmanninn, fyrsta kvenráðherrann, fyrsta kvenborgarstjórann. Konur í sveitarstjórnum á vegum Sjálfstæðisflokksins í dag eru fleiri samanlagt en heildar fjöldi kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum nokkurs annars stjórnmálaflokks. Fleiri konur skipa ráðherraembætti flokksins í dag en karlar. Jafnrétti og frelsi eru ein af aðalgildum flokksins. Þessi orð eru ekki sett á blað til að kasta rýrð á aðra stjórnmálaflokka og ég geri ekki lítið úr framlagi þeirra til baráttu hinsegin fólks. En það hefur blundað í mér í að verða tvo áratugi afhverju sumt fólk sér ekki fara saman að hinsegin fólk taki fullan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og hvenær er betri tími til að vekja athygli á þessum málum en akkúrat í þeirri viku ársins þegar landsmenn fagna frelsinu, fagna fjölbreytileikanum, fagna umburðarlyndinu og mannkærleikanum? Ef allir stjórnmálaflokkar legðu jafnt í orði og á borði til frelsisbaráttunnar í landinu yrði Ísland ekki bara besta land í heimi – heldur langbesta land í heimi. Þar sem við lítum svo á að með því að gefa öllum færi á að blómstra í eigin skinni, að njóta hæfileika sinna og fulls einstaklings- og athafnafrelsis sköpum við besta samfélag sem völ er á og fáum það besta út úr hverjum og einum sem framlag til þess samfélags. Við höfum sýnt marg oft að við getum allt ef við tökum réttar ákvarðanir og rétt skref. Ef við stöndum saman. Barátta hinsegin fólks er ekki bara spurningin um að leyfa fólki eitthvað sem það á að hafa fullan rétt á með því einu að hafa fæðst og að vera til. Baráttan hefur ekki síður snúist um sýnileikann – að þora að vera. En á Íslandi á enginn að þurfa að þora að vera. Þar liggur lausnin í frelsinu. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun