Á fasteignavef Vísis kemur fram að hægt sé að komast til Keflavíkur fótgangandi, á snjósleða eða sjóleiðina. Jörðin kostar sjötíu milljónir króna en seljendur telja jörðina vera um sex hundruð hektarar.
„Víkin snýr mót opnu hafi og eru siglingar skipa tíðar fram hjá vitanum.“
Í fyrra afsali segir að jörðinni fylgi mannvirki, þ.e íbúðarhús, vélarhús, litið útihús ásamt öllum þeim gæðum sem jörðinni fylgja og fylgja ber.


