Öðlaðist aftur trú á mannkynið á Fiskideginum mikla Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 12:23 Fimm fræknir gestir Fiskidagsins mikla. Það mætti halda að þau væru á samningi hjá 66°N. Viktor Freyr Tugir þúsunda sóttu Fiskidaginn mikla á Dalvík um helgina og gengu hátíðarhöld vel að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hátíðin náði hápunkti í gærkvöldi með flugeldasýningu og einkenndi gleði mannskapinn. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir hátíðarhöld helgarinnar hafa gengið vel. Mikið hafi verið um að vera í bænum og þétt dagskrá á þremur sviðum. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sama þegar ég fór á lögreglufund í morgun þá gekk mjög vel og ég er voðalega glaður,“ segir Júlíus. Fjöldi gesta sé ekki kominn á hreint en líklegt sé að um þrjátíu þúsund manns hafi heimsótt bæinn. „Dagurinn í gær var frábær og tónleikarnir og flugeldasýningin,“ segir Júlíu glaður í bragði. Vinur hans hafi heyrt mann sem stóð fyrir aftan hann segja: „Vá, ég hef aldrei á ævi minni brosað jafn mikið á einum degi.“ „Það er voðalega gott fyrir okkur að heyra svona í lokin,“ segir Júlíus. Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Gestir hátíðarinnar í ár hafi verið ansi snyrtilegir. „Þegar ég horfði á mestan hluta bæjarins, langstærstan hluta bæjarins þá fékk ég aftur trú á mannkynið,“ segir Júlíus og bendir á að gestirnir hafi verið snyrtilegir og gengið vel um. „Frábærir gestir og fólk gekk vel um og var að virða hvort annað.“ Þrátt fyrir að Fiskideginum mikla sé formlega lokið sé mikil vinna fyrir höndum. Mikill frágangur sé eftir og skráning sem aðstoði við skipulagningu á Fiskideginum mikla að ári liðnu. Að neðan má sjá myndir sem Viktor Freyr tók af tónleikagestum í gærkvöldi. Þessir skemmtu sér ljómandi vel.Viktor Freyr Tvö í góðum gír.Viktor Freyr Þessir gestir komu sér fyrir nálægt sviðinu.Viktor Freyr Rétt upp hönd sem finnst gaman!Viktor Freyr Stuð og stemmning. Bros á hverju andliti.Viktor Freyr Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Tveir söngfuglar í góðum gír.Viktor Freyr Tveir í góðum gír.Viktor Freyr Lopapeysan kom sér vel hjá þessum.Viktor Freyr Stuð og stemmning hjá ungum sem öldnum.Viktor Freyr Gestir voru flestir með húfur eða ennisbönd enda óvenju kalt á Fiskidögum þetta árið.Viktor Freyr Þessi fékk að vaka fram yfir háttatímann enda ekki á hverjum degi sem eru stórtónleikar.Viktor Freyr Fólk lét kuldann ekkert á sig fá í gleðinni á Dalvík í gærkvöldi.Viktor Freyr Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir hátíðarhöld helgarinnar hafa gengið vel. Mikið hafi verið um að vera í bænum og þétt dagskrá á þremur sviðum. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sama þegar ég fór á lögreglufund í morgun þá gekk mjög vel og ég er voðalega glaður,“ segir Júlíus. Fjöldi gesta sé ekki kominn á hreint en líklegt sé að um þrjátíu þúsund manns hafi heimsótt bæinn. „Dagurinn í gær var frábær og tónleikarnir og flugeldasýningin,“ segir Júlíu glaður í bragði. Vinur hans hafi heyrt mann sem stóð fyrir aftan hann segja: „Vá, ég hef aldrei á ævi minni brosað jafn mikið á einum degi.“ „Það er voðalega gott fyrir okkur að heyra svona í lokin,“ segir Júlíus. Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Gestir hátíðarinnar í ár hafi verið ansi snyrtilegir. „Þegar ég horfði á mestan hluta bæjarins, langstærstan hluta bæjarins þá fékk ég aftur trú á mannkynið,“ segir Júlíus og bendir á að gestirnir hafi verið snyrtilegir og gengið vel um. „Frábærir gestir og fólk gekk vel um og var að virða hvort annað.“ Þrátt fyrir að Fiskideginum mikla sé formlega lokið sé mikil vinna fyrir höndum. Mikill frágangur sé eftir og skráning sem aðstoði við skipulagningu á Fiskideginum mikla að ári liðnu. Að neðan má sjá myndir sem Viktor Freyr tók af tónleikagestum í gærkvöldi. Þessir skemmtu sér ljómandi vel.Viktor Freyr Tvö í góðum gír.Viktor Freyr Þessir gestir komu sér fyrir nálægt sviðinu.Viktor Freyr Rétt upp hönd sem finnst gaman!Viktor Freyr Stuð og stemmning. Bros á hverju andliti.Viktor Freyr Þessi fékk besta sætið á svæðinu, uppi á öxlum pabba síns.Viktor Freyr Tveir söngfuglar í góðum gír.Viktor Freyr Tveir í góðum gír.Viktor Freyr Lopapeysan kom sér vel hjá þessum.Viktor Freyr Stuð og stemmning hjá ungum sem öldnum.Viktor Freyr Gestir voru flestir með húfur eða ennisbönd enda óvenju kalt á Fiskidögum þetta árið.Viktor Freyr Þessi fékk að vaka fram yfir háttatímann enda ekki á hverjum degi sem eru stórtónleikar.Viktor Freyr Fólk lét kuldann ekkert á sig fá í gleðinni á Dalvík í gærkvöldi.Viktor Freyr
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum