Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2023 12:10 Flóttakonan Blessing Newton fyrir utan úrræði ríkislögreglustjóra á föstudag. Hún hefur lýst því að hafa verið fórnarlamb mansals og vill ekki fara aftur til Nígeríu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að nokkrir voru þjónustusviptir í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd búa nú á götunni og dæmi um að þau dvelji í kúlutjöldum í Öskjuhlíð og í gjótum rétt fyrir utan Reykjavík. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alltaf erfitt að horfa upp á einstaklinga sem líði illa og þjáist. Hún var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Ég efast ekki um að þessar konur sem þarna ræðir eiga fortíð á bakinu sem enginn okkar raunverulega áttar sig á hvað er og enginn myndi vilja vera í þeim sporum,“ segir Bryndís og vísar til þriggja nígerískra kvenna sem vísað var úr úrræði ríkislögreglustjóra á föstudag. Útlendingalögunum hafi verið breytt eftir fimm tilraunir í þinginu að fyrirmynd útlendingalaga á Norðurlöndum. Helst hafi verið gagnrýnt að fólk sem fengi ekki alþjóðlega vernd yrði svipt þjónustu. Það hafi þó orðið niðurstaðan. „Það skal ítrekað að þessir einstaklingar hafa fengið málsmeðferð, lögfræðiaðstoð fyrst í gegnum Útlendingastofnun og svo í gegnum kærunefndina. Niðurstaðan er að þau uppfylla ekki þau skilyrði sem íslensk lög hafa sett til að fá alþjóðlega vernd.“ Það sé mat íslenskra stjórnvalda að þessir einstaklingar eigi að fara aftur til síns heimalands. Þeim stafi ekki ógn af því. Flestir fari af sjálfsdáðum „Sem betur fer gera flestir það. Flestir ættu að gera það sjálfviljugir. Íslensk stjórnvöld hafa komið upp stuðningskerfi í kringum það. Greitt heimfararstyrk svo fólk geti komið undir sig fótum í heimalandinu. Svo eru einstaklingar sem ákveða að lúta ekki niðurstöðunni, hlýða ekki íslenskum lögum.“ Því miður verði að fylgja lögum í þeim tilfellum sem sá kaldranalegt. „Við verðum að vera ansi hörð á því til að geta notað okkar innviði og nýtt fyrir þá sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Við getum á sama tíma ekki verið með fólk í kerfinu sem er búið að fá synjun og það ítrekað.“ Fólk fái að búa áfram í úrræðum sé það samvinnuþýtt við að afla ferðaskilríkja. En eina úrræðið, sé fólk ekki samvinnuþýtt í að fara til síns heima eftir meðferð hjá Útlendingastofnun og kærunefnd, sé að svipta það þjónustu. Fangelsi geti beðið fólks sem flúði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta fólk strandaglópa á Íslandi þar sem það komist ekkert án ferðaskilríkja. Umræðuna í þættinum má heyra hér að neðan. „Þetta er mjög flókið. Við erum að tala um fólk sem á einhverjum tímapunkti finnur sig nauðbeygt til að flýja heimili sín. Það leikur sér enginn að því að gera það. Það er ekki þannig að allt þetta fólk á götunni geti sótt sér ferðaskilríki. Mér skilst að með þessar þrjár konur þá hafi stjórnvöld ekki getað veitt þeim dvalarleyfi af mannúðarástæðum, sem þau uppfylla öll skilyrði um, því stjórnvöld hafi metið skilríki þeirra ekki nógu lögmæt. Íslensk stjórnvöld segja þau ekki það fullnægjandi að hætt sé að veit þeim dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Fólk geti ekki einfaldlega snúið til síns heima áhyggjulaust. „Ef þú hefur farið ólöglega frá einhverjum ríkjum, flúið, þá kemur þú ekki þangað án þess að lenda í fangelsi. Þú kemst ekkert úr því fangelsi. Af því við erum ekki með jafnöfluga utanríkisþjónustu og hin Norðurlöndin eru með þá höfum við ekki gert móttökusamninga við fjölda ríkja.“ Enginn samningur við Nígeríu Enginn samningur sé til að mynda við Nígeríu sem neiti að taka við flóttafólki í þvinguðum brottflutningum. Bryndís bendir á að Nígería opið land og fólk geti því farið aftur þangað. Helga Vala segir málið ekki svo einfalt. „Það er ekkert flugfélag sem tekur þetta fólk. Þau eru ekki með heimild til að fljúga til Evrópuríkja. Ítalía tekur ekki á móti fólki. Það er ekkert beint flug til Nígeríu, Írak, Íran eða Pakistan,“ segir Helga Vala. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudaginn að lögin væru að virka. „Dómsmálaráðherra segir að loksins séu lögin að virka og félagsmálaráðherra segir að sveitarfélögin eigi að grípa þetta fólk. Það heyrist reyndar ekkert í honum. Hann er í felum,“ segir Helga Vala um Guðmund Inga Guðbrandsson félagsmálaráðherra. Mannúðarkrísa í Evrópu Bryndís segir að fólk sé í hættu í heimalandinu sem það hafi flúið, og í hættu gagnvart stjórnvöldum, þá fái það alþjóðlega vernd í umsóknarferlinu. „Ef þú ert í lífshættu og getur fært sönnur fyrir því þá færðu alþjóðlega vernd,“ segir Bryndís. Málin séu sár og fólki sé boðinn stuðningur og styrkur til heimfarar. „Ég held það sé mannúðarkrísa í Evrópu, og bara í heiminum. Ég var að ganga í miðborg Parísar að það er tjald undir nánast hverju einasta tré við Signu. Mikið til flóttamenn,“ segir Bryndís. Alþjóðasamfélagið þurfi að bregðast við. „Ísland á að taka á móti flóttafólki. Við höfum verið að gera það og við höfum verið að gera það vel.“ Hins vegar þurfi að vera kerfi eins og lögin segja til um. „Það hefur verið mat stjórnvalda að þessir aðilar geti farið en þeir kjósi að gera það ekki.“ Hvar er þetta fólk? Helga Vala ítrekar að langflestir sem fái synjun yfirgefi landið. Jafnvel áður en lokaniðurstaða liggi fyrir til að fá ekki brottvísun og endurkomubann. Lítill hópur verði eftir og það sama gildi um flóttafólk á hinum Norðurlöndunum. Danir, sem reki harða útlendingastefnu, hafi hins vegar hrist höfuðið yfir hugmyndum um að svipta fólk úrræði og senda það á götuna. „Þetta myndi okkur aldrei detta í hug að gera því við viljum ekki fá fólk sem býr undir brúnni,“ segir Helga Vala að hafi verið þau svör sem þau fengu. Heimilislaust fólk á götunni skapi vandamál í löggæslu, félagsþjónustu, sveitarfélögum og heilbrigðiskerfinu. „Það er mannúðarkrísa í uppsiglingu því það er búið að henda tæplega fimmtíu manns á götuna. Hvar er þetta fólk?“ spyr Helga Vala. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Samfylkingin Tengdar fréttir Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að nokkrir voru þjónustusviptir í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd búa nú á götunni og dæmi um að þau dvelji í kúlutjöldum í Öskjuhlíð og í gjótum rétt fyrir utan Reykjavík. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alltaf erfitt að horfa upp á einstaklinga sem líði illa og þjáist. Hún var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Ég efast ekki um að þessar konur sem þarna ræðir eiga fortíð á bakinu sem enginn okkar raunverulega áttar sig á hvað er og enginn myndi vilja vera í þeim sporum,“ segir Bryndís og vísar til þriggja nígerískra kvenna sem vísað var úr úrræði ríkislögreglustjóra á föstudag. Útlendingalögunum hafi verið breytt eftir fimm tilraunir í þinginu að fyrirmynd útlendingalaga á Norðurlöndum. Helst hafi verið gagnrýnt að fólk sem fengi ekki alþjóðlega vernd yrði svipt þjónustu. Það hafi þó orðið niðurstaðan. „Það skal ítrekað að þessir einstaklingar hafa fengið málsmeðferð, lögfræðiaðstoð fyrst í gegnum Útlendingastofnun og svo í gegnum kærunefndina. Niðurstaðan er að þau uppfylla ekki þau skilyrði sem íslensk lög hafa sett til að fá alþjóðlega vernd.“ Það sé mat íslenskra stjórnvalda að þessir einstaklingar eigi að fara aftur til síns heimalands. Þeim stafi ekki ógn af því. Flestir fari af sjálfsdáðum „Sem betur fer gera flestir það. Flestir ættu að gera það sjálfviljugir. Íslensk stjórnvöld hafa komið upp stuðningskerfi í kringum það. Greitt heimfararstyrk svo fólk geti komið undir sig fótum í heimalandinu. Svo eru einstaklingar sem ákveða að lúta ekki niðurstöðunni, hlýða ekki íslenskum lögum.“ Því miður verði að fylgja lögum í þeim tilfellum sem sá kaldranalegt. „Við verðum að vera ansi hörð á því til að geta notað okkar innviði og nýtt fyrir þá sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Við getum á sama tíma ekki verið með fólk í kerfinu sem er búið að fá synjun og það ítrekað.“ Fólk fái að búa áfram í úrræðum sé það samvinnuþýtt við að afla ferðaskilríkja. En eina úrræðið, sé fólk ekki samvinnuþýtt í að fara til síns heima eftir meðferð hjá Útlendingastofnun og kærunefnd, sé að svipta það þjónustu. Fangelsi geti beðið fólks sem flúði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta fólk strandaglópa á Íslandi þar sem það komist ekkert án ferðaskilríkja. Umræðuna í þættinum má heyra hér að neðan. „Þetta er mjög flókið. Við erum að tala um fólk sem á einhverjum tímapunkti finnur sig nauðbeygt til að flýja heimili sín. Það leikur sér enginn að því að gera það. Það er ekki þannig að allt þetta fólk á götunni geti sótt sér ferðaskilríki. Mér skilst að með þessar þrjár konur þá hafi stjórnvöld ekki getað veitt þeim dvalarleyfi af mannúðarástæðum, sem þau uppfylla öll skilyrði um, því stjórnvöld hafi metið skilríki þeirra ekki nógu lögmæt. Íslensk stjórnvöld segja þau ekki það fullnægjandi að hætt sé að veit þeim dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Fólk geti ekki einfaldlega snúið til síns heima áhyggjulaust. „Ef þú hefur farið ólöglega frá einhverjum ríkjum, flúið, þá kemur þú ekki þangað án þess að lenda í fangelsi. Þú kemst ekkert úr því fangelsi. Af því við erum ekki með jafnöfluga utanríkisþjónustu og hin Norðurlöndin eru með þá höfum við ekki gert móttökusamninga við fjölda ríkja.“ Enginn samningur við Nígeríu Enginn samningur sé til að mynda við Nígeríu sem neiti að taka við flóttafólki í þvinguðum brottflutningum. Bryndís bendir á að Nígería opið land og fólk geti því farið aftur þangað. Helga Vala segir málið ekki svo einfalt. „Það er ekkert flugfélag sem tekur þetta fólk. Þau eru ekki með heimild til að fljúga til Evrópuríkja. Ítalía tekur ekki á móti fólki. Það er ekkert beint flug til Nígeríu, Írak, Íran eða Pakistan,“ segir Helga Vala. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudaginn að lögin væru að virka. „Dómsmálaráðherra segir að loksins séu lögin að virka og félagsmálaráðherra segir að sveitarfélögin eigi að grípa þetta fólk. Það heyrist reyndar ekkert í honum. Hann er í felum,“ segir Helga Vala um Guðmund Inga Guðbrandsson félagsmálaráðherra. Mannúðarkrísa í Evrópu Bryndís segir að fólk sé í hættu í heimalandinu sem það hafi flúið, og í hættu gagnvart stjórnvöldum, þá fái það alþjóðlega vernd í umsóknarferlinu. „Ef þú ert í lífshættu og getur fært sönnur fyrir því þá færðu alþjóðlega vernd,“ segir Bryndís. Málin séu sár og fólki sé boðinn stuðningur og styrkur til heimfarar. „Ég held það sé mannúðarkrísa í Evrópu, og bara í heiminum. Ég var að ganga í miðborg Parísar að það er tjald undir nánast hverju einasta tré við Signu. Mikið til flóttamenn,“ segir Bryndís. Alþjóðasamfélagið þurfi að bregðast við. „Ísland á að taka á móti flóttafólki. Við höfum verið að gera það og við höfum verið að gera það vel.“ Hins vegar þurfi að vera kerfi eins og lögin segja til um. „Það hefur verið mat stjórnvalda að þessir aðilar geti farið en þeir kjósi að gera það ekki.“ Hvar er þetta fólk? Helga Vala ítrekar að langflestir sem fái synjun yfirgefi landið. Jafnvel áður en lokaniðurstaða liggi fyrir til að fá ekki brottvísun og endurkomubann. Lítill hópur verði eftir og það sama gildi um flóttafólk á hinum Norðurlöndunum. Danir, sem reki harða útlendingastefnu, hafi hins vegar hrist höfuðið yfir hugmyndum um að svipta fólk úrræði og senda það á götuna. „Þetta myndi okkur aldrei detta í hug að gera því við viljum ekki fá fólk sem býr undir brúnni,“ segir Helga Vala að hafi verið þau svör sem þau fengu. Heimilislaust fólk á götunni skapi vandamál í löggæslu, félagsþjónustu, sveitarfélögum og heilbrigðiskerfinu. „Það er mannúðarkrísa í uppsiglingu því það er búið að henda tæplega fimmtíu manns á götuna. Hvar er þetta fólk?“ spyr Helga Vala.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Samfylkingin Tengdar fréttir Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11
Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01
„Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34