Hamlin féll til jarðar eftir að hafa tæklað Tee Higgins í leik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals þann 2. janúar síðastliðinn. Hann fór í hjartastopp og það þurfti að endurlífga hann á vellinum.
Við tók löng endurhæfing hjá leikmanninum sem fékk leyfi sérfræðinga til að hefja æfingar með liðinu að nýju í sumar. Hann spilaði þá fyrsta leikhlutann í æfingaleik við Indianapolis Colts í gær, en liðin í NFL undirbúa sig að fullum krafti fyrir leiktíðina sem hefst 7. september næst komandi.
For the first time since last season, Damar Hamlin is out on the field. #INDvsBUF | #BillsMafia pic.twitter.com/l2dKdNh7De
— Buffalo Bills (@BuffaloBills) August 12, 2023
Hamlin kláraði þrjár tæklingar í leikhlutanum sem hann spilaði í leiknum.
Honum var afar vel tekið, líkt og sjá má, og fagna menn í Buffalo endurkomu kappans sem sagði í febrúar vonast til að komast aftur á völlinn einn daginn og hefur sá dagur nú runnið upp.
For the first time since last season, Damar Hamlin is out on the field. #INDvsBUF | #BillsMafia pic.twitter.com/l2dKdNh7De
— Buffalo Bills (@BuffaloBills) August 12, 2023