Venjulegar vinkonur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 09:30 Vinkonuhópur úr grunnskóla hittist eftir aðskilnað í áravís. Þær eru 22 ára. Það eru fagnaðarfundir, margt á dagana drifið og frá mörgu að segja gleði og sorg – væntingar og vonbrigði. Eins og lífið er. Þegar hallar að kvöldi og trúnó tekur völdin stígur ein þeirra upp og segir frá ofbeldi sem þjálfarinn hennar beitti hana. Hún hafði verið efnileg í sinni íþrótt, metnaðarfull, sterk, hæfileikarík. Smásaman byrjaði hún að molna undan endalausi áreitni. Duldu hótanirnar, samfélagsmiðlaeineltið og óviðeigandi snertinganar báru hana ofurliði – og skömmin tók yfir – enginn að snúa sér til – hver myndi trúa henni? Hann hafði valdið og virðinguna og hver var hún? Hún hætti – gafst upp. Vinkonuhópurinn er sleginn – þögn slær á hópinn. Þar til næsta segir frá sinni sögu. Þær vissu allar að mamma hennar var í neyslu þegar hún var yngri, hún var sjö ára þegar kærasti mömmu hennar leitaði á hana sofandi. Hún sagði frá – enginn trúði henni. Seinna réðist kærasti hennar á hana og nauðgaði henni þar sem hún svaf. Svo kom sú þriðja – hún hitti strák á útihátíð – hann króaði hana af og nauðgaði á bak við klósett. Allar vinkonurnar höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Allir gerendurnir voru karlar. Ekkert samþykki, engin virðing, engin mörk – eingöngu yfirgangur, ofbeldi og fyrirlitning. Það sem vinkonuhópurinn átti sameignlegt eftir obeldið sem þær höfðu verið beittar, var að þær höfðu strögglað – harkað af sér – brutt jaxla – reynt að láta sem ekkert sé – og þjáðst – hvern dag. Í viðbót við kynferðisofbeldið – árásina á líkama þeirra og kynverund - þá hafði verið ráðst á sjálfsmynd þeirra, lífsgleði, hugarró og tengslamyndun. Hvernig gat einhver gert þeim þetta? Þær sitja saman í þögn. Hver og ein hugsar – er þetta virkilega það sem fylgir því að vera stelpa? Lenda allar konur í kynferðisofbeldi? Af hverju? Af hverju þær? Þær spyra sig. Hver og ein burðast með skömm og sjálfsásökun því þær eru allar meðvitaðar um hvernig er talað um þolendur kynferðisofbeldis í samfélaginu – drusluskammaðar, sakaðar um lygar og athygissýki í viðleitni sinni að leita réttlætis. Seiglan, styrkurinn og úthaldið í vinkonuhópnum er takmarkalaus – þrátt fyrir allt þá halda þær áfram með bakpokana að framan og aftan. Hefur þú lesandi góður svar fyrir þennan vinkvennahóp? Er einhver í þínum vinahóp sem þessar sögur eiga við? Við sem samfélag getum ekki haldið áfram að láta sem ekkert sé. Við sem samfélag þurfum að breyta því hvernig við tölum um þolendur kynferðisofbeldis. Við þurfum að trúa þeim, reyna að skilja afleiðingarnar og gera betur þegar við dettum í pytt drusluvæðingar og gerendameðvirkni. Við þurfum að eiga samtal við drengina okkar um mörk, samþykki, virðingu, kynlíf og klám. Við þurfum að byrja snemma, halda áfram og aldrei hætta fyrir en kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er útrýmt. Foreldrar, skólakerfið og samfélagið allt ber ábyrgð – við þurfum að taka höndum saman og mennta drengina okkar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vinkonuhópur úr grunnskóla hittist eftir aðskilnað í áravís. Þær eru 22 ára. Það eru fagnaðarfundir, margt á dagana drifið og frá mörgu að segja gleði og sorg – væntingar og vonbrigði. Eins og lífið er. Þegar hallar að kvöldi og trúnó tekur völdin stígur ein þeirra upp og segir frá ofbeldi sem þjálfarinn hennar beitti hana. Hún hafði verið efnileg í sinni íþrótt, metnaðarfull, sterk, hæfileikarík. Smásaman byrjaði hún að molna undan endalausi áreitni. Duldu hótanirnar, samfélagsmiðlaeineltið og óviðeigandi snertinganar báru hana ofurliði – og skömmin tók yfir – enginn að snúa sér til – hver myndi trúa henni? Hann hafði valdið og virðinguna og hver var hún? Hún hætti – gafst upp. Vinkonuhópurinn er sleginn – þögn slær á hópinn. Þar til næsta segir frá sinni sögu. Þær vissu allar að mamma hennar var í neyslu þegar hún var yngri, hún var sjö ára þegar kærasti mömmu hennar leitaði á hana sofandi. Hún sagði frá – enginn trúði henni. Seinna réðist kærasti hennar á hana og nauðgaði henni þar sem hún svaf. Svo kom sú þriðja – hún hitti strák á útihátíð – hann króaði hana af og nauðgaði á bak við klósett. Allar vinkonurnar höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Allir gerendurnir voru karlar. Ekkert samþykki, engin virðing, engin mörk – eingöngu yfirgangur, ofbeldi og fyrirlitning. Það sem vinkonuhópurinn átti sameignlegt eftir obeldið sem þær höfðu verið beittar, var að þær höfðu strögglað – harkað af sér – brutt jaxla – reynt að láta sem ekkert sé – og þjáðst – hvern dag. Í viðbót við kynferðisofbeldið – árásina á líkama þeirra og kynverund - þá hafði verið ráðst á sjálfsmynd þeirra, lífsgleði, hugarró og tengslamyndun. Hvernig gat einhver gert þeim þetta? Þær sitja saman í þögn. Hver og ein hugsar – er þetta virkilega það sem fylgir því að vera stelpa? Lenda allar konur í kynferðisofbeldi? Af hverju? Af hverju þær? Þær spyra sig. Hver og ein burðast með skömm og sjálfsásökun því þær eru allar meðvitaðar um hvernig er talað um þolendur kynferðisofbeldis í samfélaginu – drusluskammaðar, sakaðar um lygar og athygissýki í viðleitni sinni að leita réttlætis. Seiglan, styrkurinn og úthaldið í vinkonuhópnum er takmarkalaus – þrátt fyrir allt þá halda þær áfram með bakpokana að framan og aftan. Hefur þú lesandi góður svar fyrir þennan vinkvennahóp? Er einhver í þínum vinahóp sem þessar sögur eiga við? Við sem samfélag getum ekki haldið áfram að láta sem ekkert sé. Við sem samfélag þurfum að breyta því hvernig við tölum um þolendur kynferðisofbeldis. Við þurfum að trúa þeim, reyna að skilja afleiðingarnar og gera betur þegar við dettum í pytt drusluvæðingar og gerendameðvirkni. Við þurfum að eiga samtal við drengina okkar um mörk, samþykki, virðingu, kynlíf og klám. Við þurfum að byrja snemma, halda áfram og aldrei hætta fyrir en kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er útrýmt. Foreldrar, skólakerfið og samfélagið allt ber ábyrgð – við þurfum að taka höndum saman og mennta drengina okkar. Höfundur er kennari.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun