Gætu frestað ákvörðun varðandi framtíð Greenwood þangað til í september Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 07:01 Mason Greenwood var meðal annars ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Getty Images/Paul Currie Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans Mason Greenwood. Talið er líklegt að félagið gæti tilkynnt ákvörðun sína í landsleikjahléinu í næsta mánuði. Manchester United hóf tímabilið 2023-24 með naumum 1-0 heimasigri á Úlfunum í lokaleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á mánudagskvöld. Liðið var án nokkurra sóknarþenkjandi leikmanna, var Mason Greenwood þar á meðal. Félagið hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans en hinn 21 árs gamli Greenwood hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í ársbyrjun 2022. Hann var þá settur til hliðar eftir að kærasta hans á þeim tíma áskaði hann um tilraun til nauðgunar sem og að hún sagði leikmanninn hafa beitt sig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Málið var á leið fyrir dómstóla en var á endanum látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og ekki var lengur raunhæft að Greenwood yrði fundinn sekur. Leikmaðurinn hefur alltaf neitað sök. Mason Greenwood is not in the Manchester United squad tonight.The club have delayed the decision on his possible return.More from @lauriewhitwell https://t.co/LdupW7sEdi— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 14, 2023 Eftir ákæruvaldið í Bretlandi ákvað að fara ekki lengra með málið ákvað Man United að hefja sína eigin rannsókn á því sem gerst hafði. Í frétt The Athletic segir að félagið hafi ætlað að opinbera ákvörðun sína áður en núverandi tímabil hófst. Það var hins vegar ekki gert og fór Greenwood ekki með liðinu til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu. Í fréttinni segir jafnframt að félagið vilji útskýra niðurstöðu rannsóknarinnar fyrir þeim sem eiga hvað flest hlutabréf í félaginu. Þá verði ákvörðunin útskýrð fyrir kvennaliði félagsins sem og ráði sem er skipað stuðningsfólki Man Utd. Vegna þessa telur The Athletic líklegast að ákvörðunin verði gerð opinber í landsleikjahléinu í upphafi næsta mánaðar. Hver hún svo verður mun koma í ljós þegar fram líða stundir. Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Manchester United hóf tímabilið 2023-24 með naumum 1-0 heimasigri á Úlfunum í lokaleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á mánudagskvöld. Liðið var án nokkurra sóknarþenkjandi leikmanna, var Mason Greenwood þar á meðal. Félagið hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans en hinn 21 árs gamli Greenwood hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í ársbyrjun 2022. Hann var þá settur til hliðar eftir að kærasta hans á þeim tíma áskaði hann um tilraun til nauðgunar sem og að hún sagði leikmanninn hafa beitt sig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Málið var á leið fyrir dómstóla en var á endanum látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og ekki var lengur raunhæft að Greenwood yrði fundinn sekur. Leikmaðurinn hefur alltaf neitað sök. Mason Greenwood is not in the Manchester United squad tonight.The club have delayed the decision on his possible return.More from @lauriewhitwell https://t.co/LdupW7sEdi— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 14, 2023 Eftir ákæruvaldið í Bretlandi ákvað að fara ekki lengra með málið ákvað Man United að hefja sína eigin rannsókn á því sem gerst hafði. Í frétt The Athletic segir að félagið hafi ætlað að opinbera ákvörðun sína áður en núverandi tímabil hófst. Það var hins vegar ekki gert og fór Greenwood ekki með liðinu til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu. Í fréttinni segir jafnframt að félagið vilji útskýra niðurstöðu rannsóknarinnar fyrir þeim sem eiga hvað flest hlutabréf í félaginu. Þá verði ákvörðunin útskýrð fyrir kvennaliði félagsins sem og ráði sem er skipað stuðningsfólki Man Utd. Vegna þessa telur The Athletic líklegast að ákvörðunin verði gerð opinber í landsleikjahléinu í upphafi næsta mánaðar. Hver hún svo verður mun koma í ljós þegar fram líða stundir.
Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira