Engin uppgjöf í Söru Sigmunds: Ég get ekki beðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 09:02 Sara Sigmundsdóttir er á fullu að æfa og farin að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur ekki keppt á síðustu þremur heimsleikum en hún ætlar ekki gefast upp þótt á móti blási. Sara hafði unnið The Open tvö ár í röð þegar hún sleit krossband nokkrum dögum áður en 2021 tímabilið hófst. Hún kom til baka fyrir næsta tímabil en tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Meiðsli setti sinn svip á fyrsta tímabilið því hún meiddist aftur á hné á undirbúningstímabilinu. Það var því búist við því að hún væri ekki orðið hundrað prósent fyrr en árið eftir. Í ár var Sara hins vegar nokkuð langt frá því að komast í gegnum undanúrslitamót Evrópu. Hún endaði í nítjánda sæti þar sem ellefu efstu komust inn á heimsleikana. Þriðja árið í röð þurfti því Sara að horfa á heimsleikana í stað þess að keppa á þeim sjálf. Það er samt enn hugur í okkar konu sem verður 31 árs gömul í næsta mánuði. „Ef ég segi alveg eins og er þá bjóst ég ekki að vera á hliðarlínunni á heimsleikunum allan þennan tíma,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á samfélagsmiðla sína. „Ég er samt enn að berjast fyrir endurkomu minni og að komast þangað aftur. Ekki síst eftir að hafa verið í Madison um þar síðustu helgi og horfa á alla þessa frábæru íþróttamenn gera það sem þau gera best,“ skrifaði Sara. „Þetta var án efa súrsæt reynsla en þökk sé öllu yndislega fólkinu sem ég hitti þarna þá yfirgnæfði það sæta þá súru tilfinningu að vera ekki ein af keppendunum,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir alla þá ást sem mér var sýnd og þann stuðning sem ég hef alltaf fengið. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég get ekki beðið efir því að gera sjálfa mig og ykkur stolta af mér aftur,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjá meira
Sara hafði unnið The Open tvö ár í röð þegar hún sleit krossband nokkrum dögum áður en 2021 tímabilið hófst. Hún kom til baka fyrir næsta tímabil en tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Meiðsli setti sinn svip á fyrsta tímabilið því hún meiddist aftur á hné á undirbúningstímabilinu. Það var því búist við því að hún væri ekki orðið hundrað prósent fyrr en árið eftir. Í ár var Sara hins vegar nokkuð langt frá því að komast í gegnum undanúrslitamót Evrópu. Hún endaði í nítjánda sæti þar sem ellefu efstu komust inn á heimsleikana. Þriðja árið í röð þurfti því Sara að horfa á heimsleikana í stað þess að keppa á þeim sjálf. Það er samt enn hugur í okkar konu sem verður 31 árs gömul í næsta mánuði. „Ef ég segi alveg eins og er þá bjóst ég ekki að vera á hliðarlínunni á heimsleikunum allan þennan tíma,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á samfélagsmiðla sína. „Ég er samt enn að berjast fyrir endurkomu minni og að komast þangað aftur. Ekki síst eftir að hafa verið í Madison um þar síðustu helgi og horfa á alla þessa frábæru íþróttamenn gera það sem þau gera best,“ skrifaði Sara. „Þetta var án efa súrsæt reynsla en þökk sé öllu yndislega fólkinu sem ég hitti þarna þá yfirgnæfði það sæta þá súru tilfinningu að vera ekki ein af keppendunum,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir alla þá ást sem mér var sýnd og þann stuðning sem ég hef alltaf fengið. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég get ekki beðið efir því að gera sjálfa mig og ykkur stolta af mér aftur,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjá meira