Skoða möguleg tengsl hatursglæpa á Hinsegin dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 16. ágúst 2023 13:00 Ævar Pálmi Pálmasson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikilvægt að öll möguleg tilvik hatursglæpa séu tilkynnt lögreglu. Vísir/Arnar Lögreglan rannsakar mögulegt tengsl ellefu tilvika hatursgæpa á Hinsegin dögum en regnbogafánar voru víða skornir niður. Á laugardag voru þrír menn handteknir í nasistaklæðnaði. Í fórum þeirra fundust niðurskornir fánar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú möguleg tengsl ellefu tilvika hatursglæpa í aðdraganda og á Hinsegin dögum. Þrír menn voru handteknir á laugardag sem klæddir voru nasistaklæðnaði en sleppt að lokinni leit og skýrslutöku. Í fórum mannanna fundust niðurskornir fánar og límmiðar með hatursfullum skilaboðum. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögreglu sjá aukningu slíkra mála en telur að baki þeim sé fámennur en hávær hópur. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að öll slík mál séu tilkynnt til lögreglunnar. Hann segir að tilvikin ellefu og handtaka mannanna séu rannsökuð með tengsl í huga. Tilvikin sem um ræðir eru ólík en til dæmis um ræðir hinsegin fána sem voru skornir niður við bensínstöðvar, regnbogafána sem hafði verið krotað á svartur kross, límmiða sem voru hengdir upp víða með hatursfullum skilaboðum og veggjakrot. Ævar Pálmi segir að fyrstu tilkynningar hafi borist í aðdraganda Hinsegin daga og á meðan þeim stóð en alls er um að ræða ellefu tilvik þar sem hinsegin fánar voru skornir niður, límmiðar með hatursfullum skilaboðum hengdir upp og krotað á veggi. Atvikin átti sér stað víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. „Á laugardag, rétt fyrir hádegi barst svo tilkynning um þrjá menn í bíl sem voru allir klæddir í nasistabúninga og með tákn sem má tengja við hatursfulla umræðu og hægri öfgahyggju og lögreglan hafði upp á þessum mönnum sem leiddi til þess að þeir voru handteknir og framkvæmd leit í bíl og húsnæði,“ segir Ævar Pálmi og að mönnunum hafi verið sleppt að leit og skýrslutöku lokinni og séu tengsl tilvikinna og mannanna til skoðunar. Hann segir ljóst að mennirnir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis. „Að láta sjá sig í þessum fatnaði og á þessum degi. Ég held það blasi við að þeir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri gegn þessum hóp,“ segir Ævar Pálmi en lögreglan var með verulegan viðbúnað á Hinsegin dögum, sem voru þeir fjölmennustu í langan tíma, og í Hinsegin dögum öllum og segir Ævar Pálmi að sá viðbúnaður hafi líka verið með þessi tilvik í huga. Ævar segir mikilvægt að fólk tilkynni lögreglu um öll tilvik sem geti tengt hatursglæpi og sýni þeim stuðning sem verði fyrir slíkum glæpum. „Ég hvet fólk til að láta vita af haturstjáningu, í sama hvaða formi hún er, með eignaspjöllum, veggjakroti eða límmiðum sem er hengt upp, eða tjáning eins og þar sem regnbogafánarnir eru skornir niður. En ég held að samfélagið, eins og formaður Samtakanna ´78 hefur látið í ljós, finni fyrir auknum stuðningi og við verðum að láta hann frekar í ljós og sýna að svona hegðun, við líðum hana ekki sem samfélag,“ segir Ævar Pálmi. Hinseginvænt samfélag og lögreglan „Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“ Sjáðu myndbandið: Gleðiganga í blíðskaparveðri Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Hinsegin Lögreglan Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú möguleg tengsl ellefu tilvika hatursglæpa í aðdraganda og á Hinsegin dögum. Þrír menn voru handteknir á laugardag sem klæddir voru nasistaklæðnaði en sleppt að lokinni leit og skýrslutöku. Í fórum mannanna fundust niðurskornir fánar og límmiðar með hatursfullum skilaboðum. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögreglu sjá aukningu slíkra mála en telur að baki þeim sé fámennur en hávær hópur. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að öll slík mál séu tilkynnt til lögreglunnar. Hann segir að tilvikin ellefu og handtaka mannanna séu rannsökuð með tengsl í huga. Tilvikin sem um ræðir eru ólík en til dæmis um ræðir hinsegin fána sem voru skornir niður við bensínstöðvar, regnbogafána sem hafði verið krotað á svartur kross, límmiða sem voru hengdir upp víða með hatursfullum skilaboðum og veggjakrot. Ævar Pálmi segir að fyrstu tilkynningar hafi borist í aðdraganda Hinsegin daga og á meðan þeim stóð en alls er um að ræða ellefu tilvik þar sem hinsegin fánar voru skornir niður, límmiðar með hatursfullum skilaboðum hengdir upp og krotað á veggi. Atvikin átti sér stað víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. „Á laugardag, rétt fyrir hádegi barst svo tilkynning um þrjá menn í bíl sem voru allir klæddir í nasistabúninga og með tákn sem má tengja við hatursfulla umræðu og hægri öfgahyggju og lögreglan hafði upp á þessum mönnum sem leiddi til þess að þeir voru handteknir og framkvæmd leit í bíl og húsnæði,“ segir Ævar Pálmi og að mönnunum hafi verið sleppt að leit og skýrslutöku lokinni og séu tengsl tilvikinna og mannanna til skoðunar. Hann segir ljóst að mennirnir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis. „Að láta sjá sig í þessum fatnaði og á þessum degi. Ég held það blasi við að þeir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri gegn þessum hóp,“ segir Ævar Pálmi en lögreglan var með verulegan viðbúnað á Hinsegin dögum, sem voru þeir fjölmennustu í langan tíma, og í Hinsegin dögum öllum og segir Ævar Pálmi að sá viðbúnaður hafi líka verið með þessi tilvik í huga. Ævar segir mikilvægt að fólk tilkynni lögreglu um öll tilvik sem geti tengt hatursglæpi og sýni þeim stuðning sem verði fyrir slíkum glæpum. „Ég hvet fólk til að láta vita af haturstjáningu, í sama hvaða formi hún er, með eignaspjöllum, veggjakroti eða límmiðum sem er hengt upp, eða tjáning eins og þar sem regnbogafánarnir eru skornir niður. En ég held að samfélagið, eins og formaður Samtakanna ´78 hefur látið í ljós, finni fyrir auknum stuðningi og við verðum að láta hann frekar í ljós og sýna að svona hegðun, við líðum hana ekki sem samfélag,“ segir Ævar Pálmi. Hinseginvænt samfélag og lögreglan „Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“ Sjáðu myndbandið: Gleðiganga í blíðskaparveðri Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum
Hinsegin Lögreglan Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira