Virðast vera aðeins meira en bara vinir Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. ágúst 2023 09:46 Drake og Sexyy Red hafa verið ansi náin á myndum sem þau hafa birt af sér saman. Instagram Rappararnir Drake og Sexyy Red hafa enn á ný kynnt undir orðróm þess efnis að þau séu aðeins meira en bara vinir. Hin 25 ára Sexyy Red (Kyynþokkafull rauð á íslensku), réttu nafni Janae Nierah Wherry, er lítt þekkt stærð en hefur vakið athygli undanfarið í rappheimum vegna laga á borð við „Pound Town“ og „Shake Sumn“. Fyrr í mánuðinum bættist hún við tónleikaferðalag Drake, It's All a Blur, þar sem hún hitar upp fyrir rapparann kanadíska. Þau höfðu hins vegar kynnst fyrir það þegar Drake spilaði á tónleikaferðalagi sínu í Brooklyn í New York þann 19. júlí. Eftir tónleikana birti Drake mynd af sér á Instagram með Sexyy Red. Á myndinni kyssir Drake hana á hálsinn á meðan hún heldur um höfuð hans. Drake kyssir Sexyy Red á hálsinn baksviðs í Brooklyn.Instagram Við færsluna skrifaði Drake „Kynntist rétt í þessu réttmætri eiginkonu minni @sexyyred.“ Nú hafa þau aftur birt mynd af sér saman á tónleikaferðalaginu. Í þetta skiptið birti Sexyy Red tvær myndir af þeim saman á Instagram þar sem þau eru baksviðs eftir tónleika Drake í Inglewood í Los Angeles. Á myndunum heldur Drake utan um rapparann rauðhærða á meðan hún stillir sér upp fyrir myndavélina, bæði með bossann út í loftið og þar sem hún mundar löngutöng. Í myndatexta við myndina lýsti hún Drake sem „manni sínum“. Drake heldur um Sexyy Red á meðan hún stillir sér upp fyrir myndavélina.Instagram Það er því spurning hvort parið sé að slá sér upp eða séu bara svona hrikalega góðir vinir. Ástarlíf Drake hefur verið býsna flókið í gegnum tíðina og hefur hann sjaldan enst lengi með hverri kærustu. Hver veit nema hann hafi fundið þá einu réttu í þetta skiptið. Hér fyrir neðan er tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Pound Town“ sem kom Sexyy Red á kortið: Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Hin 25 ára Sexyy Red (Kyynþokkafull rauð á íslensku), réttu nafni Janae Nierah Wherry, er lítt þekkt stærð en hefur vakið athygli undanfarið í rappheimum vegna laga á borð við „Pound Town“ og „Shake Sumn“. Fyrr í mánuðinum bættist hún við tónleikaferðalag Drake, It's All a Blur, þar sem hún hitar upp fyrir rapparann kanadíska. Þau höfðu hins vegar kynnst fyrir það þegar Drake spilaði á tónleikaferðalagi sínu í Brooklyn í New York þann 19. júlí. Eftir tónleikana birti Drake mynd af sér á Instagram með Sexyy Red. Á myndinni kyssir Drake hana á hálsinn á meðan hún heldur um höfuð hans. Drake kyssir Sexyy Red á hálsinn baksviðs í Brooklyn.Instagram Við færsluna skrifaði Drake „Kynntist rétt í þessu réttmætri eiginkonu minni @sexyyred.“ Nú hafa þau aftur birt mynd af sér saman á tónleikaferðalaginu. Í þetta skiptið birti Sexyy Red tvær myndir af þeim saman á Instagram þar sem þau eru baksviðs eftir tónleika Drake í Inglewood í Los Angeles. Á myndunum heldur Drake utan um rapparann rauðhærða á meðan hún stillir sér upp fyrir myndavélina, bæði með bossann út í loftið og þar sem hún mundar löngutöng. Í myndatexta við myndina lýsti hún Drake sem „manni sínum“. Drake heldur um Sexyy Red á meðan hún stillir sér upp fyrir myndavélina.Instagram Það er því spurning hvort parið sé að slá sér upp eða séu bara svona hrikalega góðir vinir. Ástarlíf Drake hefur verið býsna flókið í gegnum tíðina og hefur hann sjaldan enst lengi með hverri kærustu. Hver veit nema hann hafi fundið þá einu réttu í þetta skiptið. Hér fyrir neðan er tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Pound Town“ sem kom Sexyy Red á kortið:
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira