Dæmi um fyrirtæki sem nota þrefalt meira vatn en höfuðborgarsvæðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 07:00 Halla Hrund Logadóttir er orkumálastjóri. Vísir/Einar Stóraukin ásókn er í vatnsauðlindina hér á landi og dæmi um að fyrirtæki þurfi þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Orkumálastjóri segir mikilvægt að fá heildaryfirsýn yfir stöðu vatns hér á landi. Orkustofnun stýrir nýtingu vatnsauðlinda hér á landi en í dag eru þúsundir vatnstökustaða á öllu landinu. Vatnstökustaðir á landinu.Heimild Orkustofnun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að þrátt fyrir þetta sé eftirspurn eftir vatni sífellt að aukast. „Það er meiri ásókn í vatnsauðlindina og þá erum við sérstaklega að horfa á iðnað þar sem aukningin er hvað mest. Við erum að horfa á greinar eins og fiskeldi sem þurfa mikið af vatni eins og matvælaframleiðsla yfirleitt. Það eru einstaka verkefni í ákveðnum sveitarfélögum sem þurfa vatn á við þrefalda notkun höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halla. Framkvæmdastýra Veitna sagði í fréttum í fyrradag ljóst að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Ljóst væri að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Gríðarlegir hagsmunir eru því í húfi til að mynda hefur vatnsból á jörð í Ölfusi sem var seld fyrir tæpum tuttugu árum næstum tvöhundruðfaldast í verði. Umráðarétturinn var seldur að hluta til erlendra fjárfesta fyrir nokkru. Halla segir skorta heildaryfirsýn yfir stöðuna á heitu og köldu vatni hér á landi. „Ég held að allir sjái hversu mikilvægt það er að við séum ekki bara að horfa á vatnsnýtingu heldur náum þessari heildarsýn sem við þurfum að hafa til að meta hagsmuni almenningis og atvinnulífs til lengri tíma. Við þurfum mögulega að skerpa á lögum og öðru í kjölfarið. Þetta er verkefni sem stofnanir eins og Veðurstofan og Ísor sem hafa ríka sérfræðiþekkingu vilja stíga inn í,“ segir Halla að lokum. Vatn Orkumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Orkustofnun stýrir nýtingu vatnsauðlinda hér á landi en í dag eru þúsundir vatnstökustaða á öllu landinu. Vatnstökustaðir á landinu.Heimild Orkustofnun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að þrátt fyrir þetta sé eftirspurn eftir vatni sífellt að aukast. „Það er meiri ásókn í vatnsauðlindina og þá erum við sérstaklega að horfa á iðnað þar sem aukningin er hvað mest. Við erum að horfa á greinar eins og fiskeldi sem þurfa mikið af vatni eins og matvælaframleiðsla yfirleitt. Það eru einstaka verkefni í ákveðnum sveitarfélögum sem þurfa vatn á við þrefalda notkun höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halla. Framkvæmdastýra Veitna sagði í fréttum í fyrradag ljóst að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Ljóst væri að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Gríðarlegir hagsmunir eru því í húfi til að mynda hefur vatnsból á jörð í Ölfusi sem var seld fyrir tæpum tuttugu árum næstum tvöhundruðfaldast í verði. Umráðarétturinn var seldur að hluta til erlendra fjárfesta fyrir nokkru. Halla segir skorta heildaryfirsýn yfir stöðuna á heitu og köldu vatni hér á landi. „Ég held að allir sjái hversu mikilvægt það er að við séum ekki bara að horfa á vatnsnýtingu heldur náum þessari heildarsýn sem við þurfum að hafa til að meta hagsmuni almenningis og atvinnulífs til lengri tíma. Við þurfum mögulega að skerpa á lögum og öðru í kjölfarið. Þetta er verkefni sem stofnanir eins og Veðurstofan og Ísor sem hafa ríka sérfræðiþekkingu vilja stíga inn í,“ segir Halla að lokum.
Vatn Orkumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira