Farþegar selfluttir í land: Reykjavíkurhöfn stútfull af skemmtiferðaskipum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2023 16:48 Eitt skipanna þarf að sætta sig við að liggja utar við höfnina þar sem hafnarplássið er uppurið. Vísir/Vilhelm Fjögur skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavíkurhöfn og liggur eitt þeirra við ytri höfnina þar sem legupláss nær henni er upptekið. Það þýðir að selflytja þarf farþega í land. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ljóst að um háönn sé að ræða. Skemmtiferðaskipin sem um ræðir eru MSC Preziosa, MS Fram, Scenic Eclipse 2 og Ocean Majesty, að því er fram kemur á vef Faxaflóahafna. Ekki náðist í Gunnar Tryggvason, hafnarstjóra vegna málsins en fréttastofu hafa borist myndir og ábendingar frá vegfarendum sem hafa gefið því gaum hve mörg skemmtiferðaskip liggja nú við Reykjavíkurhöfn. Skipin sem um ræðir eru engin smásmíði. Vísir/Vilhelm Segir ferðaþjónustuna tilbúna í viðræður um skemmtiferðaskip 3.502 ferðamenn eru um borð í Preziosa, 254 í MS Fram, 228 í Scenic Eclipse og 621 um borð í Ocean Majesty. Töluverð umræða hefur átt sér stað um fjölda skemmtiferðaskipa sem leggja leið sína hingað til lands og fréttir fluttar af því að þau séu meðal annars mesti mengunarvaldur Evrópu. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að nú sé háannatími þegar viðkemur komu slíkra skipa til landsins og staðan í Reykjavíkurhöfn sýni fram á það. „Ferðaþjónustan gerir sér grein fyrir því að of mikið álag á innviði skaðar greinina sjálfa. Við viljum það alls ekki og erum tilbúin í samræður um það hvernig sé hægt að stýra umferð slíkra skipa hingað til lands.“ Gríðarleg aukning hafi orðið á komu slíkra skipa hingað til lands. Hingað hafi orðið 40 prósent aukning á farþegafjölda slíkra skipa hingað til lands á einu ári. Bjarnheiður segir fjölda skipa alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga og hafnarstjóra eins og staðan sé núna. Farþegar skemmtiferðaskipa séu gjarnan selfluttir í land úti á landi þó það sé ekki algengt í Reykjavík. „En það er greinilega mikið að gera ef að höfnin er sprungin. Við höfum skilning á þeim þrýsting sem hefur myndast á stjórnvöld að skoða fyrirkomulagið á komu þessara skipa til landsins og ég held að það væri bara af hinu góða.“ Selflytja þarf farþega eins skipsins í land. Vísir/Vilhelm Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Skemmtiferðaskipin sem um ræðir eru MSC Preziosa, MS Fram, Scenic Eclipse 2 og Ocean Majesty, að því er fram kemur á vef Faxaflóahafna. Ekki náðist í Gunnar Tryggvason, hafnarstjóra vegna málsins en fréttastofu hafa borist myndir og ábendingar frá vegfarendum sem hafa gefið því gaum hve mörg skemmtiferðaskip liggja nú við Reykjavíkurhöfn. Skipin sem um ræðir eru engin smásmíði. Vísir/Vilhelm Segir ferðaþjónustuna tilbúna í viðræður um skemmtiferðaskip 3.502 ferðamenn eru um borð í Preziosa, 254 í MS Fram, 228 í Scenic Eclipse og 621 um borð í Ocean Majesty. Töluverð umræða hefur átt sér stað um fjölda skemmtiferðaskipa sem leggja leið sína hingað til lands og fréttir fluttar af því að þau séu meðal annars mesti mengunarvaldur Evrópu. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að nú sé háannatími þegar viðkemur komu slíkra skipa til landsins og staðan í Reykjavíkurhöfn sýni fram á það. „Ferðaþjónustan gerir sér grein fyrir því að of mikið álag á innviði skaðar greinina sjálfa. Við viljum það alls ekki og erum tilbúin í samræður um það hvernig sé hægt að stýra umferð slíkra skipa hingað til lands.“ Gríðarleg aukning hafi orðið á komu slíkra skipa hingað til lands. Hingað hafi orðið 40 prósent aukning á farþegafjölda slíkra skipa hingað til lands á einu ári. Bjarnheiður segir fjölda skipa alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga og hafnarstjóra eins og staðan sé núna. Farþegar skemmtiferðaskipa séu gjarnan selfluttir í land úti á landi þó það sé ekki algengt í Reykjavík. „En það er greinilega mikið að gera ef að höfnin er sprungin. Við höfum skilning á þeim þrýsting sem hefur myndast á stjórnvöld að skoða fyrirkomulagið á komu þessara skipa til landsins og ég held að það væri bara af hinu góða.“ Selflytja þarf farþega eins skipsins í land. Vísir/Vilhelm
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent