Mikilvægt að gera almennilegar ískúlur og vera ekki dónalegur Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. ágúst 2023 07:00 Systkinin fá að vera sjálfstæð í íssölunni. Foreldrarnir grípa ekki inn í nema þegar tungumálaörðugleikar hamla viðskiptin. Vísir/Vilhelm Systkinin Jökull og Lóa verða með ísbúð í miðbænum á menningarnótt þriðja árið í röð. Krakkana dreymdi um að verða íssalar og slógu til fyrir tveimur árum. Íssalan verður metnaðarfyllri með hverju árinu. Guðmundur Jökull og Guðrún Lóa Gunnarsbörn eru yfirleitt kölluð Jökull og Lóa. Þrátt fyrir að vera einungis sjö og tíu ára eru þau orðin gömul í hettunni þegar kemur að íssölu. Í fyrra voru systkinin með ísbúðina opna langt fram á kvöld.Aðsent Þau opna ísbúð sína í þriðja sinn klukkan tvö í dag á Baldurstorgi við hliðina á Þremur frökkum. „Þetta var búið að vera draumurinn hjá þeim báðum,“ sagði Elín Vigdís Guðmundsdóttir, móðir systkinanna, um stofnun ísbúðarinnar. „Aðallega hjá Jökli að verða ísmaður. Hann er ekkert rosalega hrifinn af ís sjálfur en honum finnst ótrúlega gaman að gefa öðrum ís.“ „Lóa er búin að vera með tombólur og alls konar sölur á torginu fyrir utan húsið okkar þegar það er gott veður. Hún þekkir alla í bænum og allir þekkja hana,“ segir Elín. „Leiðsögumenn með ferðamannahópa kalla hana frumkvöðulinn í miðbænum.“ Skemmtilegast að gera kúlur og spjalla við kúnnana Elín segir að þau foreldrarnir reyni að skipta sér sem minnst af, börnin sjái um söluna alveg sjálf. Vísir fékk því að ræða íssalana í gær til að forvitnast um þessa frumkvöðlastarfsemi. Af hverju ákváðuð þið að byrja með ísbúð? „Ég elskaði ís og mér fannst svo gaman að vera sölukona. Pabbi var alveg til í að búa til bás úr nokkrum spýtum í kjallaranum. Þannig við byggðum bás og mamma og pabbi hjálpuðu okkur,“ segir Lóa um íssöluna. Systkinin mála básinn hvítan í fyrsta skipti árið 2021.Aðsent „Í byrjuninni var ég að selja og leyfði fólki að gefa bara peninginn sem þau vildu borga. Á síðasta ári fékk ég hugmynd um hvað það ætti að kosta og núna veit ég það alveg, tipp-topp,“ segir hún. Þið hafið þá lært mikið af því að vera með ísbúðina? „Jepsí, Pepsí,“ segir Lóa. Hvað er best við að vera með ísbúð? „Örugglega að fá að gera ísinn og að fá að tala við kúnnann,“ segir Lóa og Jökull tekur undir: „Það er rétt, að gera kúlur.“ Verður maður aldrei feiminn við fólkið? „Stundum, en oftast ekki,“ segir hann. Að sögn krakkanna er skemmtilegast að búa til ískúlurnar.Vísir/Vilhelm Er ekkert erfitt að vera með ísbúð? „Stundum, þegar kúnnarnir eru erfiðir og þegar ísinn er alltof harður svo maður getur ekki gert kúlur,“ segir Lóa. Og hvað verður maður að passa þegar maður opnar ísbúð? „Maður verður að passa að gera almennilega kúlu og maður má alls ekki vera dónalegur. Maður verður að passa að gera ekki alltof hátt eða alltof lágt verð,“ segir Lóa. Stórhuga um framtíð ísbúðarinnar Þrátt fyrir að vera aðeins með einn bás eru krakkarnir með fjölbreytt úrval af ís og kurli. Þau eru líka með metnaðarfull plön fyrir framtíðina. Hvað getur fólkið keypt hjá ykkur? „Það verður jarðaberjaís,“ segir Jökull og bætir Lóa þá við að það verði líka vegan jarðarberjaís eftir að vegan fólk gat ekki fengið sér ís hjá þeim í fyrra. „Vanilluís líka og súkkulaðiís,“ segir Jökull en þau borða að vísu ekki súkkulaðiís sjálf. Einu börnin í hverfinu eins og móðir þeirra orðar það. „Það er hægt að fá súkkulaðisósu, einhvers konar kurl, ber, ávexti og nammi,“ segir Jökull. Maður verður að passa sig að gera almennilega kúlur þegar maður selur ís. Og passa að halda verðinu réttu.Vísir/Vilhelm En þið hafið líka verið að pæla í nýjungum fyrir ísbúðina? „Næsta sem við myndum gera er að gera þak yfir okkur líka,“ segir Lóa og bætir Jökull við „og að festa lök til að gera veggi.“ Krakkarnir veltu því fyrir sér að vera með ísvél og bjóða upp á bragðarefi. Þau ætla hins vegar að fara rólega af stað í nýjungum, byrja kannski á að bjóða upp á trúðaís. Hvað mynduð þið fá ykkur ef þið væruð kúnnar í ísbúðinni? „Ég myndi örugglega fá mér vanilluís með Skittles,“ segir Lóa. „Ég myndi fá mér jarðarberjaís með einhvers konar kurli,“ segir Jökull. Hvað á eftir að gera fyrir morgundaginn? „Það á eftir að mála,“ segir Lóa. „Og þrífa smá, skítugu málninguna,“ bætir Jökull við. „Og kaupa brauðformin og ísinn. Bara smá eftir og við gerum það í einum grænum,“ segir Lóa. Ís Matur Krakkar Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Guðmundur Jökull og Guðrún Lóa Gunnarsbörn eru yfirleitt kölluð Jökull og Lóa. Þrátt fyrir að vera einungis sjö og tíu ára eru þau orðin gömul í hettunni þegar kemur að íssölu. Í fyrra voru systkinin með ísbúðina opna langt fram á kvöld.Aðsent Þau opna ísbúð sína í þriðja sinn klukkan tvö í dag á Baldurstorgi við hliðina á Þremur frökkum. „Þetta var búið að vera draumurinn hjá þeim báðum,“ sagði Elín Vigdís Guðmundsdóttir, móðir systkinanna, um stofnun ísbúðarinnar. „Aðallega hjá Jökli að verða ísmaður. Hann er ekkert rosalega hrifinn af ís sjálfur en honum finnst ótrúlega gaman að gefa öðrum ís.“ „Lóa er búin að vera með tombólur og alls konar sölur á torginu fyrir utan húsið okkar þegar það er gott veður. Hún þekkir alla í bænum og allir þekkja hana,“ segir Elín. „Leiðsögumenn með ferðamannahópa kalla hana frumkvöðulinn í miðbænum.“ Skemmtilegast að gera kúlur og spjalla við kúnnana Elín segir að þau foreldrarnir reyni að skipta sér sem minnst af, börnin sjái um söluna alveg sjálf. Vísir fékk því að ræða íssalana í gær til að forvitnast um þessa frumkvöðlastarfsemi. Af hverju ákváðuð þið að byrja með ísbúð? „Ég elskaði ís og mér fannst svo gaman að vera sölukona. Pabbi var alveg til í að búa til bás úr nokkrum spýtum í kjallaranum. Þannig við byggðum bás og mamma og pabbi hjálpuðu okkur,“ segir Lóa um íssöluna. Systkinin mála básinn hvítan í fyrsta skipti árið 2021.Aðsent „Í byrjuninni var ég að selja og leyfði fólki að gefa bara peninginn sem þau vildu borga. Á síðasta ári fékk ég hugmynd um hvað það ætti að kosta og núna veit ég það alveg, tipp-topp,“ segir hún. Þið hafið þá lært mikið af því að vera með ísbúðina? „Jepsí, Pepsí,“ segir Lóa. Hvað er best við að vera með ísbúð? „Örugglega að fá að gera ísinn og að fá að tala við kúnnann,“ segir Lóa og Jökull tekur undir: „Það er rétt, að gera kúlur.“ Verður maður aldrei feiminn við fólkið? „Stundum, en oftast ekki,“ segir hann. Að sögn krakkanna er skemmtilegast að búa til ískúlurnar.Vísir/Vilhelm Er ekkert erfitt að vera með ísbúð? „Stundum, þegar kúnnarnir eru erfiðir og þegar ísinn er alltof harður svo maður getur ekki gert kúlur,“ segir Lóa. Og hvað verður maður að passa þegar maður opnar ísbúð? „Maður verður að passa að gera almennilega kúlu og maður má alls ekki vera dónalegur. Maður verður að passa að gera ekki alltof hátt eða alltof lágt verð,“ segir Lóa. Stórhuga um framtíð ísbúðarinnar Þrátt fyrir að vera aðeins með einn bás eru krakkarnir með fjölbreytt úrval af ís og kurli. Þau eru líka með metnaðarfull plön fyrir framtíðina. Hvað getur fólkið keypt hjá ykkur? „Það verður jarðaberjaís,“ segir Jökull og bætir Lóa þá við að það verði líka vegan jarðarberjaís eftir að vegan fólk gat ekki fengið sér ís hjá þeim í fyrra. „Vanilluís líka og súkkulaðiís,“ segir Jökull en þau borða að vísu ekki súkkulaðiís sjálf. Einu börnin í hverfinu eins og móðir þeirra orðar það. „Það er hægt að fá súkkulaðisósu, einhvers konar kurl, ber, ávexti og nammi,“ segir Jökull. Maður verður að passa sig að gera almennilega kúlur þegar maður selur ís. Og passa að halda verðinu réttu.Vísir/Vilhelm En þið hafið líka verið að pæla í nýjungum fyrir ísbúðina? „Næsta sem við myndum gera er að gera þak yfir okkur líka,“ segir Lóa og bætir Jökull við „og að festa lök til að gera veggi.“ Krakkarnir veltu því fyrir sér að vera með ísvél og bjóða upp á bragðarefi. Þau ætla hins vegar að fara rólega af stað í nýjungum, byrja kannski á að bjóða upp á trúðaís. Hvað mynduð þið fá ykkur ef þið væruð kúnnar í ísbúðinni? „Ég myndi örugglega fá mér vanilluís með Skittles,“ segir Lóa. „Ég myndi fá mér jarðarberjaís með einhvers konar kurli,“ segir Jökull. Hvað á eftir að gera fyrir morgundaginn? „Það á eftir að mála,“ segir Lóa. „Og þrífa smá, skítugu málninguna,“ bætir Jökull við. „Og kaupa brauðformin og ísinn. Bara smá eftir og við gerum það í einum grænum,“ segir Lóa.
Ís Matur Krakkar Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira