Fjögurra tíma bið og starfsfólkið „draugarnir af sjálfu sér“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2023 15:06 Mikið álag var á starfsfólki Domino's og biðin eftir pítsu reyndist nokkurra klukkustunda. Einhverjir vilja meina að þjóð sem sé svo sólgið í ódýrar pítsur, sé hreinlega biluð. vísir/grafík Forstjóri Domino's segir að dagurinn í gær, þegar boðið var upp á þrjátíu ára gamalt verð á pítsum, hafi verið langstærsti dagur fyrirtækisins. Magn pantana hafi verið tvöfalt meira en á stærsta deginum fram að þrjátíu ára afmælinu í gær. Bylgjunni fylgdi auðvitað mikil bið og eru dæmi um að viðskiptavinir hafi þurft að bíða í nokkrar klukkustundir eftir því að pítsan þeirra yrði tilbúin. Ásgerður Júlíusdóttir, verkefnastjóri og fyrrverandi starfsmaður Domino's er ein þeirra. „Ég gat ekki annað en hlegið að þessu. Ég vann sjálf á Dominos í mörg ár, þegar ég var í skóla, og man eftir algjörri geðveiki en aldrei svona. Þetta var eitthvað next level,“ segir Ásgerður í samtali við fréttastofu. „Við maðurinn minn vorum að fara út að borða og ætluðum að panta pítsu fyrir börnin okkar. Ég hugsaði með mér að ég hafi átt að panta kannski aðeins fyrr, en pantaði þó klukkan sex. Uppgefinn biðtími var 125 mínútur en hann breyttist aldrei, ég veit ekki hvort það hafi verið bilun eða hvað.“ Við erum algjörlega biluð sem þjóð. pic.twitter.com/vNXqwF8VbT— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) August 16, 2023 Vorkenni öllu starfsfólki dominos í kvöld.Fæ flashback til föstudags á megaviku þegar prentarinn stiflaðist og það for allt í fokk…er ennþá smá traumatized. Ég var 17. Ég veit þetta er pirrandi en plis verið næs.— Elísabet Ýr (@elisabetyr203) August 16, 2023 „Hræðilegur dagur“ Þá leið og beið en þegar 10 mínútur voru eftir af biðtíma bólaði ekkert á pöntun Ásgerðar í tvo klukkutíma. „Ég endaði á því að reyna að panta á Pizzunni en þar var líka sturlaður biðtími, svo hringi ég í mömmu mína og bið hana um að redda pulsum handa börnunum. Þá voru þau búin að borða, löngu hætt að nenna að bíða. Svo kemur loks tilkynning um að pítsan sé tilbúin klukkan 10 um kvöldið, þegar við vorum úti að borða.“ Þau hafi samt sem áður ákveðið að sækja pítsuna þar sem þegar væri búið að greiða fyrir hana. „Ég held að ég hafi aldrei séð jafn bugað starfsfólk, greinilega alveg hræðilegur dagur fyrir þau. Ég man að þetta var oft erfitt í denn en þau voru bara eins og draugarnir af sjálfu sér. „Þetta var hræðilegt, hræðilegur dagur“ sögðu þau þegar ég spurði hvernig þetta hafi gengið. Þetta var ekki mjög ánægjulegt, virðist hafa verið frekar illa skipulagt hjá þeim.“ Domino's frestaði opnun í dag til klukkan þrjú vegna vöruskorts í verslunum. Beðist er velviriðingar á óþægindum sem það kunni að valda á heimasíðu Domino's. Hámarskafköst höfðu ekki undan Magnús Hafliðason forstjóri Domino's hafnar því að staðirnir hafi ekki verið nægilega vel undirbúnir. Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos, segir að um hafi verið að stærsta dag Domino's á Íslandi frá upphafi. Aðsend „Við hefðum ekki getað verið betur undirbúin. Þetta var tvöfalt pantanamagn á við okkar stærsta dag til þessa. Okkur óraði hreinlega ekki fyrir þessu en búðirnar okkar voru eins vel tilbúnar og hægt var. Í rauninni voru þær á hámarksafköstum en það hafði bara ekki undan. Það söfnuðust upp mörg hundruð pítsur í hverri búð,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Rétt fyrir klukkan sjö var ljóst að staðirnir gætu ekki tekið við fleiri pöntunum en á endanum kláraðist allt hráefnið. „En jafnvel þó að það hefði ekki gerst hefðum við lokað fyrir pantanir ekki mikið síðar. Bara til þess að klára þetta allt á skikkanlegum tíma. Ofnarnir okkar hafa bara ákveðin afköst og við höfum aldrei séð aðra eins bylgju. Þetta var mjög erfitt en starfsfólkið okkar stóð sig eins og hetjur.“ „Í svona magni er alltaf eitthvað sem misferst og auðvitað einhverjir súrir. Við reynum að gera gott úr þannig málum og ég veit að mitt fólk í þjónustuverinu hefur verið í því í gærkvöldi og morgun,“ segir Magnús sem viðurkennir að heppilegra hefði verið að nota íslensku í auglýsingunni sem sagði að boðið væri upp á „orginal matseðil“. Auglýsingin fyrir afmælisveisluna, sem gerði allt vitlaust. Veitingastaðir Tímamót Matur Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Ásgerður Júlíusdóttir, verkefnastjóri og fyrrverandi starfsmaður Domino's er ein þeirra. „Ég gat ekki annað en hlegið að þessu. Ég vann sjálf á Dominos í mörg ár, þegar ég var í skóla, og man eftir algjörri geðveiki en aldrei svona. Þetta var eitthvað next level,“ segir Ásgerður í samtali við fréttastofu. „Við maðurinn minn vorum að fara út að borða og ætluðum að panta pítsu fyrir börnin okkar. Ég hugsaði með mér að ég hafi átt að panta kannski aðeins fyrr, en pantaði þó klukkan sex. Uppgefinn biðtími var 125 mínútur en hann breyttist aldrei, ég veit ekki hvort það hafi verið bilun eða hvað.“ Við erum algjörlega biluð sem þjóð. pic.twitter.com/vNXqwF8VbT— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) August 16, 2023 Vorkenni öllu starfsfólki dominos í kvöld.Fæ flashback til föstudags á megaviku þegar prentarinn stiflaðist og það for allt í fokk…er ennþá smá traumatized. Ég var 17. Ég veit þetta er pirrandi en plis verið næs.— Elísabet Ýr (@elisabetyr203) August 16, 2023 „Hræðilegur dagur“ Þá leið og beið en þegar 10 mínútur voru eftir af biðtíma bólaði ekkert á pöntun Ásgerðar í tvo klukkutíma. „Ég endaði á því að reyna að panta á Pizzunni en þar var líka sturlaður biðtími, svo hringi ég í mömmu mína og bið hana um að redda pulsum handa börnunum. Þá voru þau búin að borða, löngu hætt að nenna að bíða. Svo kemur loks tilkynning um að pítsan sé tilbúin klukkan 10 um kvöldið, þegar við vorum úti að borða.“ Þau hafi samt sem áður ákveðið að sækja pítsuna þar sem þegar væri búið að greiða fyrir hana. „Ég held að ég hafi aldrei séð jafn bugað starfsfólk, greinilega alveg hræðilegur dagur fyrir þau. Ég man að þetta var oft erfitt í denn en þau voru bara eins og draugarnir af sjálfu sér. „Þetta var hræðilegt, hræðilegur dagur“ sögðu þau þegar ég spurði hvernig þetta hafi gengið. Þetta var ekki mjög ánægjulegt, virðist hafa verið frekar illa skipulagt hjá þeim.“ Domino's frestaði opnun í dag til klukkan þrjú vegna vöruskorts í verslunum. Beðist er velviriðingar á óþægindum sem það kunni að valda á heimasíðu Domino's. Hámarskafköst höfðu ekki undan Magnús Hafliðason forstjóri Domino's hafnar því að staðirnir hafi ekki verið nægilega vel undirbúnir. Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos, segir að um hafi verið að stærsta dag Domino's á Íslandi frá upphafi. Aðsend „Við hefðum ekki getað verið betur undirbúin. Þetta var tvöfalt pantanamagn á við okkar stærsta dag til þessa. Okkur óraði hreinlega ekki fyrir þessu en búðirnar okkar voru eins vel tilbúnar og hægt var. Í rauninni voru þær á hámarksafköstum en það hafði bara ekki undan. Það söfnuðust upp mörg hundruð pítsur í hverri búð,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Rétt fyrir klukkan sjö var ljóst að staðirnir gætu ekki tekið við fleiri pöntunum en á endanum kláraðist allt hráefnið. „En jafnvel þó að það hefði ekki gerst hefðum við lokað fyrir pantanir ekki mikið síðar. Bara til þess að klára þetta allt á skikkanlegum tíma. Ofnarnir okkar hafa bara ákveðin afköst og við höfum aldrei séð aðra eins bylgju. Þetta var mjög erfitt en starfsfólkið okkar stóð sig eins og hetjur.“ „Í svona magni er alltaf eitthvað sem misferst og auðvitað einhverjir súrir. Við reynum að gera gott úr þannig málum og ég veit að mitt fólk í þjónustuverinu hefur verið í því í gærkvöldi og morgun,“ segir Magnús sem viðurkennir að heppilegra hefði verið að nota íslensku í auglýsingunni sem sagði að boðið væri upp á „orginal matseðil“. Auglýsingin fyrir afmælisveisluna, sem gerði allt vitlaust.
Veitingastaðir Tímamót Matur Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira