Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 19:11 Svali eða Sigvaldi Kaldalóns rekur ferðaþjónustu á Tenerife. Hann segir hræðilegt að horfa upp á furuskóginn brenna. vísir/Magnús Hlynur Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. Eldarnir loga við fjallið Teide á norðausturhluta eyjunnar, líkt og sést á þessu kortinu hér fyrir neðan. Þeir eru því ansi langt frá Amerísku ströndinni þar sem talið er að um tvö þúsund Íslendingar séu að jafnaði í viku hverri. Ekki er talin hætta á því að eldurinn breiðist þangað. „Eldurinn er fyrst og fremst í furuskóginum sem er töluvert ofar, alveg í þúsund metra hæð. Það er mikið minna fyrir eldinn til að brenna hérna suður frá,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, sem er búsettur á Tenerife og rekur þar ferðaþjónustu. Hann segir hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá Íslendingum á leið til eyjunnar sem hafi áhyggjur af stöðu mála en bendir á að eldarnir hafi lítil sem engin áhrif á fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife. Skógurinn lífæð fyrir eyjuna Eldurinn virðist stjórnlaus upp til fjalla og um fjögur þúsund íbúar nokkurra þorpa hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Slökkvistörf eru flókin þar sem eldurinn logar í bröttum gilum og jaðar skógareldanna mældist í dag um þrjátíu kílómetrar. „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag. Það er svo ofboðslega heitt, það er um þrjátíu stiga hiti og enginn raki í loftinu. Og vindáttin er óhagstæð fyrir slökkvilið og herinn og alla þá sem eru að berjast við eldana. Þannig þeir hafa raunverulegar áhyggjur af því að fólk í þessum litlu þorpum og sveitarbæjum uppi í fjöllum sé bara í stórkostlegri hættu,“ segir Svali. Jaðar skógareldanna mælist um þrjátíu kílómetra langur.Vísir/AP Vegna hitans gufar vatnið upp sem kastað er úr þyrlum áður en það lendir og yfirvöld hafa óskað eftir aukinni aðstoð. Svali segir viðbúið að mun stærra svæði verði eldi að bráð. Hræðilegt sé að horfa upp á furuskóginn brenna. „Hann er svona ákveðin lífæð fyrir eyjuna því fururnar safna svo miklu vatni. Svo eru allir bændurnir í kring og uppskeran, þannig það er verið að leggja allt kapp á að bjarga því og maður fær auðvitað sting í hjartað þegar maður sér þetta,“ segir Svali. Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Gróðureldar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Eldarnir loga við fjallið Teide á norðausturhluta eyjunnar, líkt og sést á þessu kortinu hér fyrir neðan. Þeir eru því ansi langt frá Amerísku ströndinni þar sem talið er að um tvö þúsund Íslendingar séu að jafnaði í viku hverri. Ekki er talin hætta á því að eldurinn breiðist þangað. „Eldurinn er fyrst og fremst í furuskóginum sem er töluvert ofar, alveg í þúsund metra hæð. Það er mikið minna fyrir eldinn til að brenna hérna suður frá,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, sem er búsettur á Tenerife og rekur þar ferðaþjónustu. Hann segir hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá Íslendingum á leið til eyjunnar sem hafi áhyggjur af stöðu mála en bendir á að eldarnir hafi lítil sem engin áhrif á fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife. Skógurinn lífæð fyrir eyjuna Eldurinn virðist stjórnlaus upp til fjalla og um fjögur þúsund íbúar nokkurra þorpa hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Slökkvistörf eru flókin þar sem eldurinn logar í bröttum gilum og jaðar skógareldanna mældist í dag um þrjátíu kílómetrar. „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag. Það er svo ofboðslega heitt, það er um þrjátíu stiga hiti og enginn raki í loftinu. Og vindáttin er óhagstæð fyrir slökkvilið og herinn og alla þá sem eru að berjast við eldana. Þannig þeir hafa raunverulegar áhyggjur af því að fólk í þessum litlu þorpum og sveitarbæjum uppi í fjöllum sé bara í stórkostlegri hættu,“ segir Svali. Jaðar skógareldanna mælist um þrjátíu kílómetra langur.Vísir/AP Vegna hitans gufar vatnið upp sem kastað er úr þyrlum áður en það lendir og yfirvöld hafa óskað eftir aukinni aðstoð. Svali segir viðbúið að mun stærra svæði verði eldi að bráð. Hræðilegt sé að horfa upp á furuskóginn brenna. „Hann er svona ákveðin lífæð fyrir eyjuna því fururnar safna svo miklu vatni. Svo eru allir bændurnir í kring og uppskeran, þannig það er verið að leggja allt kapp á að bjarga því og maður fær auðvitað sting í hjartað þegar maður sér þetta,“ segir Svali.
Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Gróðureldar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira